Þreytt!

Búin að vera svo þreytt undanfarna daga að það er bara með ólíkindum!  Reyndar búin að vera að vinna mikið og svo búið að vera aukafólk hjá mér.  Þó það sé gaman kostar það líka aukavinnu.......  Það verður nú bara að viðurkennast að hún yngsta dóttir mín er ekkert of dugleg, það vantar allt frumkvæði hjá henni.  Jú, jú, hún gerir hlutina um leið ef hún er beðin, en að hún taki upp hjá sjálfri sér að gera eitthvað, það er af og frá. Whistling

Á eiginlega að vera komin í sumarfrí, en tek tvo stubba eftir helgina til að losna við vakt 27.ágúst, svo ég geti verið í sumarbústað með stórfjölskyldunni lengur en bara yfir helgina.  Við erum með 4 sumarbústaði við Apavatn 22. - 29.ágúst, 2 stóra og 2 minni. Sædís og Ingi verða með sínar fjölskyldur í minni bústöðunum, svo verð ég með mitt lið í öðrum stóra bústaðnum og svo verða mamma og pabbi, Hrönn, Palli með sína dóttur og Gerður Sif með sitt lið í hinum bústaðnum þannig að þetta verður heljar fjörCool

Ásdís Rún fór suður aftur á þriðjudaginn, talar um að koma aftur í ágúst.  Rebekka Lind flutti inn í gær, mamma hennar farin suður, leggur af stað til Búlgaríu í nótt.  Hún verður til 4.- 5.ágúst .

Það var hittingur hjá sjúkraliðunum (við vorum 18 saman í skóla)á fimmtudagskvöldið, komu reyndar ekki nema 5, fólk farið á flakk og upptekið við e-ð annað.  Þetta var samt fínt að hittast yfir kaffi eða bjór og rabba saman, heyra fréttir hver af annarri.    Það segir sennilega mest um launin hjá þessari starfstétt að þær eru óðum að flykkjast í önnur störf, þar sem er ekki vaktir um kvöld, helgar og nætur en sömu eða hærri laun.  Er ekki orðið eitthvað að í  þjóðfélagi sem getur ekki borgað sæmileg laun fyrir ummönnunarstörf?   2 sjúkraliða veit ég um sem fóru að vinna við símsvörun og fá hærri laun heldur en þær fengu sem sjúkraliðar!! Önnur af þeim útskrifaðist með mér.  Svo er ein sem fékk sér vinnu á skólabókasafni, önnur er að fara að vinna sem stuðningsfulltrúi og ein er að fara að vinna á leikskóla.  Auðvitað eru það umönnunarstörf, en þær losna við vaktavinnuna og segjast fá lítið lægri laun (en núna, með vaktaálagi) og svo er á það að líta að á sjúkrahúsum, öldrunardeildum og í heimahjúkrun ( alla vega hér á þessu landshorni)er ekki séns að fá bara dagvaktir.  Þetta er sama sagan hjá Hjúkkunum, Ljósmæðrum (jafn langt nám og læknar).  Kennarar og leikskólakennarar eru heldur ekki öfundsverðir af sínum launum..........             Kjaramálanefndin hjá Sjúkraliðum hefur verið að tala um að helst vildu þau sjá okkur á sömu launum og Rannsóknarlögreglan ( svipað langt nám, vaktir og álag ) en við náum ekki einu sinni launum venjulegs lögreglumanns............   Haldið að það skipti einhverju máli að í annarri stéttinni eru mestmegnis karlmenn en í hinni mestmegnis konur??????

Úff, ætli maður stoppi ekki eftir svona útblástur.......

Hafið það gott um helginaKissing


Vinna og barnabörnin eða barnabörnin og vinna!

Ásdís Rún Ásdís Rún er búin að vera hér í viku, verður í viku í viðbót núna, kemur svo aftur í ágúst.  Hún er orðin 10 ára síðan í janúar.  Rebekka Lind Svo er hún Rebekka Lind (verða 7) mín, hún er nú meira en minna hér, handleggsbraut sig um daginn á línuskautum, getur þar af leiðandi ekki farið í sund og ekki að hjóla, en lætur sig ekki vanta á fótboltaæfingarnar eða leikjanámskeiðið.  Verður nú aðeins að passa upp á að missa ekki af neinu.  Björn Daníel

Björn Daníel er hér enn með mömmu sinni og verður fram yfir skírn sem verður 16.ágúst.Theódóra Björg

  

 

Theódóra Björg (6) hefur nú líka komið, bæði til að heimsækja ömmu og afa og líka til að leika við hinar tvær. Ætlar að fá að gista hjá ömmu og afa á föstudaginn ( Rebekka Lind líka) 

Baltasar Leví (10) hefur aftur á móti minna sést hér, rétt skotist hér inn til að fara í tölvuna.Baltasar Leví  

 Svo er það hann Ívar Elí (1), en hann hefur nú ekkert verið hér nema með foreldrunum.

Melinda Máney (6) er víst að koma til að vera hjá pabba sínum eftir helgina, komum þá til með að hitta hana eitthvað.

 

En þær systur Aniku Sól (10) og Emblu Sif (6) verðum við víst að bíða með að hitta þar til í haust eða vetur, þá á að fara út til að hitta þær og foreldrana (Spán)

 

Er eiginlega farin að telja niður í sumarfrí.  Fer í frí á hádegi þann 11.

Eru samt frekar margar vaktir eftir, fékk að færa tvær frá ágúst til að geta lengt fríið mitt í þann endann.............

Var á morgunvakt í gær.  Fer á næturvakt næstu tvær nætur, kvöldvaktir á lau. og sun., morgunvaktir á mán., mið. og fim. og stubb á fös. og svo er það SUMARFRÍ.

Finnst það æðisleg tilhugsun þó það verði sennilega ekkert farið nema í mesta lagi yfir 1 eða 2 helgar...............

Hafið það gott, elskurnar!

 

                       


Móðir og Barn!

Móðir og BarnHér er staðan eins og hún er í dag, gengur bara þokkalega, enda er aðallega verið með þetta í höndunum fyrir utan LeyniSALið og e-ð á prjónunum......

Matarboð og vín!

Var með matarboð um helgina, sem ég er nú reyndar frekar dugleg að hafa! Wizard Hér voru 18 manns samankomið, ef allir eru taldir, allt frá 2 mán. til 68 ára.  Var með bæði grillaðan lax í Piripiri og grillað lamb og rababaraböku með ís í eftirrétt. Fólk gat líka valið sér drykkjarföng með matnum, eftir smekk, hvort það vildi blávatnið, gos, hvítvín, rauðvín eða bjór.  Eftir öll herlegheitin var svo boðið upp á sterkari drykkjarföng með kaffinuCool 

 Það er nú svo sem ekkert nýtt heldur, en ekki veit ég alveg hvað gerðist með þessa konu hér, Tounge sem alvön er að fá sér vín eða bjór með mat. ( Mjög sjaldan sem eitthvað sterkara er drukkið nú orðið)  Allavega varð undirrituð drukkin er líða tók á kvöldið Blush Skil nú ekkert í því,Halo fékk mér rauðvín og hvítvín með matnum, og svo fékk maður sér eitt glas af Kúburommi svona til að rifja upp skemmtilega ferð og svo var innbyrt EITTHVAÐ af Koníaki Sideways 

 Hafði nú vit á því að láta mig bara hverfa inn í rúm Sleeping með viðkomu á einum stað Sick

Vaknaði svo hress og kát um 7 leytið,Cool fór fram og tók aðeins til eftir herlegheitin, setti í uppþvottavél og svona.  Skreið svo bara aftur upp í rúm og sofnaði!  Var mest hissa á að heilsan skyldi ekki vera verri miðað við ástandið á mér þegar ég fór að sofaDevil  En fékk sko heldur betur að heyra það hjá börnunum mínum, daginn eftir að þessa kvölds yrði sko minnst,     " þegar amma varð full" , hmmmm, ekki alveg það sem maður vill að verði munað eftir !  En móðir mín elskuleg, sagði að ég hlyti að hafa verið svona illa fyrirkölluð og þreytt, ég hefði nú ekki drukkið svo mikið........

En hver sem ástæðan var, þá kunni ég mér ekki hóf, og varð bara dauðadrukkin........Whistling

Heart Knús til ykkar allra!


Fermingin búin!

Erla Guðný  Auðvitað er maður löngu kominn heim, komum heim á þriðjudagskvöld, eftir velheppnaða austurferð. Cool Síðan er maður búinn að vera að vinna, ammast , njóta góða veðursins.......Erla Guðný með pabba sínum og afaHalo

 

   Veit ekki hvað þessi bloggleti kemur til með að standa lengi,Blush kannske fram    eftir sumriWhistling

Hafið það gott elskurnarHeart


Er að fara austur!

Fer að vinna í kvöld og svo er það allur morgundagurinn í bíl!  Er að fara austur á Hérað í fermingu hjá bróðurdóttur minni, henni Erlu Guðný.  Verð fyrir austan fram á mánudag eða þriðjudag.  Kalli fór á þriðjudag til Noregs, er á fiskeldisráðstefnu í Myre i Vesterålen, flýgur heim og bara beint austur á morgun.  Hann verður sennilega kominn á undan mér austur.  Á laugardaginn ætlar hann svo að dunda sér með bleikjuseiði sem eru búin að vera fyrir austan í rúman mánuð.  Elías Þór er búinn að vera að hugsa um þau og nú er ætlunin að koma þeim upp í vötn og sjá svo til hvort þau lifa.

Iðunn Ýr og Björn Daníel verða hér eitthvað áfram, fá Sigga í heimsókn um helgina.

Set svo að lokum nokkrar myndir af barnabörnunumRebekka Lind og Björn Daníel  Stolt frænka með litla frænda sinn í fanginu.

 

Hér er svo ein af Ívar Elí, hann varð eins árs í mars.Ívar Elí


Það sem maður er með í höndunum þessa dagana (fyrir utan börnin ;-))

Móðir og Barn  Hef ekki verið mikið að handavinnast núna en samt alltaf eitthvað, aðalega verið að sauma í þessarri mynd og leyniSAL sem verið er að gera í klúbbnum.  Svo auðvitað tekið nokkur spor í eitthvað af myndunum sem eru langt komnar, set inn myndir þegar ég klára eitthvaðWink

Á prjónunum eru tvö stykki, set inn myndir þegar ég klára þau (EF),Halo kláraði nú vagnteppið, ætla samt ekki að setja inn nýja mynd af því.Whistling

 


Blóm- ég elska blóm af öllum stærðum og gerðum!

FífillIllgresi eða ekki.....

Það er ekki hægt að segja annað en að fagur er hann, Túnfífilinn okkar sem að er eitt okkar sterkasta blóm.

Laufblöð á Kvisti

 

 

 

 

Laufblöðin á mörgum plöntum eru algert augnayndi.

Fjallabergnál 'Islensk fjallaplanta sem lýsir upp umhverfið með sínum sterkgulu blómum.

Flauelsblóm

 

 

 

 

Flauelsblóm sem er eitt af fjölmörgum litskrúðugum sumarblómum.

Fræplöntur í glugga  Elska að sá fyrir inni- og útiplöntum...

Fæ alltaf einhverskonar blómaveiki á vorin, sái og kaupi plöntur.....

sem því miður duga yfirleitt ekki eins lengi og hér áður fyrr, þá átti maður sömu plönturnar í mörg ár....  Set hér samt mynd að lokum sem tekin er af einni margra ára plöntu, sem gleður mig á hverju ári með fullt af blómaþyrpingum.....Vaxblóm - Hoya

 

 

 

Blómakveðjur til ykkar allra


Lífið er ljúft!

Hawajirós  Lífið er ósköp ljúft þessa dagana.  Yndislegt veður dag eftir dag, helst það sé farið að vanta rigningu upp á gróðurinn.  Nóg að gera hjá manni bæði úti og inni, en samt alveg hægt að leyfa sér að njóta þess að vera til.  Setjast niður með fjölskyldu og vinum yfir góðum mat, með rauðvínsglas í hendi.......  Njóta þess að vera með barnabörnunum, bæði stórum og smáum..........  Eiga góða stund  með manninum mínum........  Horfa á alla fegurðina í kring um okkur.........  Gróðurinn inni og úti.....   Jafnvel að setjast niður einstaka sinnum með handavinnu eða lesa góða bók.......   Löngu búin að læra að þó einhversstaðar sé ryk eða dótið ekki alveg á réttum stað, þá er alveg hægt að slaka á, þessi verk bíða bara, þau fara ekki neitt!!!!!Whistling

Vona að þið eigið eins ljúfa daga og ég......


Bloggleti eða mikið að gera?

Þið farið nú að gefast upp á mér, öllsömul!  Búin að vera svo löt við að blogga undanfarið að það hálfa er nóg. Blush

 Þann 19. fjölgaði hér í heimili um helming, en þá komu Iðunn Ýr og Björn Daníel vestur og ætla að vera hér eitthvað fram eftir sumri.Grin  Siggi(pabbinn) er farinn að vinna utanbæjar, þannig að þau hefðu orðið mikið tvö ein, þá var auðvitað mikið betra að skella sér vestur í félagsskap og smá dekur hjá mömmu/ömmu.InLove  Alveg yndislegt að hafa einn svona lítinn að dúlla með þegar tími gefst til.Heart

Layla mín fór inn á Klepp núna í vikunni, í eitthvað langtímaprógram.  Eitthvað er verið að hræra í lyfjunum, svo er iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, félagsfræðingur og sálfræðingur.  Allt er þetta undit tryggri yfirumsjón geðlæknis, vonandi að þetta verði til að henni líði eitthvað betur.  Hún og Ásdís Rún ætla svo að koma vestur í frí um mánaðarmótin júlí-ágúst.Heart

Ási Gunnar er búinn að kaupa sér bíl.  Er eiginlega húsnæðislaus núna, var selt húsnæðið sem hann var í.  Fékk inni hjá Iðunni Ýr og Sigga til að byrja með.

Guðrún Ósk vinnur og vinnur(safna fyrir utanlandsferðinni) Rebekka Lind er að klára skóla, tónlistarskóla og sundæfingar.  Fórum á vortónleika tónlistaskólans á dögunum til að hlusta á dömunaCool

Rebekka Lind á tónleikumVar bara gaman Rebekka Lind og Birnir vinur hennar á tónleikumað því, þau eru alveg yndisleg þessi börn!

Rebekka Lind  kemur og verður hjá okkur í 2 vikur seinni partinn í júlí þegar mamma hennar skreppur utanlands.Wink

Þannig að þegar maður er ekki að vinna, þá hefur maður verið að ammast og reyndar eitthvað farið smá í garðvinnu.........Grin

 

Bið að heilsa ykkur öllum í bili!

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband