Er á lífi enn!

Hef ekkert verið mjög dugleg að "blogga" undanfarið, en er sem sagt á lífi og við þokkalega heilsu! (Er að jafna mig eftir einhverja kvefpest, endaði með "skútubólgu" og er komin á syklalyf) Sick

Hef oft velt því fyrir mér hversu mikið stress hefur áhrif á líkamlega líðan, alla vega enda ég oft með að verða veik ef mikið er búið að ganga á hjá mér Woundering

Layla mín er búin að vera mikið veik´, búin að vera inn á deild í nokkrar vikur, er heldur að hressast sem betur fer.  Þurfti að gera það sem ekki á að leggja á neinn aðstandenda, hvorki foreldri, maka, barn né aðra; þurfti að sækja um nauðungarvistun fyrir hana.  Þó ég væri búin að ákveða fyrir mörgum árum að ef til þess þyrfti að koma ( nauðungavistun eða svipting) þá myndi ég gera það, þá reyndist það mér mjög erfitt er til framkvæmda kom.  Fyrir þá sem ekki vita það er þetta úrræði sem hægt er að grípa til ef einstaklingur er það veikur að hann er talinn hættulegur sjálfum sér eða öðrum.  Læknir getur nauðungavistað manneskju í 2 sólahringa, ef það dugir ekki til verður aðstandendi að fylla út umsókn og senda til dómsmálaráðuneytis, ásamt úrskurði tveggja lækna; er manneskjan þá nauðungarvistuð í 21 dag.  Þetta var erfitt fyrst, ég fór suður þegar 5 dagar voru liðnir, þá var skiljanlega mikil reiði og mikill sársauki; en hún hlustaði á mín rök og samþykkti að við kæmum aftur til hennar daginn eftir. ( vissi ekki að við værum væntanleg, ég og minn elskulegasti, stendur alltaf við hlið mér, sama hvað gengur á InLove)  Daginn þar á eftir fór hún að borða aftur ( ekkert búin að borða í viku)  Núna eru liðnar fimm og hálf vika og ég held að hún sé búin að fyrirgefa mér!  Líðan hennar er öll miklu betri, þunglyndið að mestu horfið, en alltaf þarf hún að kljást við raddirnar.   Hún er núna heima í helgarleyfi og kemur svo í ljós eftir helgina hvert framhaldið verður.  Ég fer ekkert ofan af því að geðsjúkdómar eru með erfiðustu sjúkdómum sem hægt er að fá, og því miður geta þeir verið banvænir!!´

 

Veit ekki hvað fólk segir yfir að maður sé að setja þetta á bloggið, en því skildi maður ekki segja frá þessu eins og ýmsu öðru sem fylgir því að vera aðstandendi sjúklings eða sjúklingur sjálfurErrm

 

En svo maður snúi sér að öðru, ég hafði það LOKSINS af að klára ritgerðina og er því komin með skírteini upp á það að vera orðin Svæða- og Viðbragðsfræðingur GrinCool

Fyrst ég hafði það nú af að klára ritgerðina, dreif ég í því að sækja um nám eftir áramót Blush  en svo kemur það nú í ljós, hvort þeir vilja taka við mérHalo

 

Ég fór tvisvar suður í síðasta mánuði, fyrst á Sjávarútvegssýninguna og svo á aðalfund Landsambands Smábátaeigenda, þar hafði ég tekið að mér að vera fundarritari eins og einhver undanfarin ár.  Wink  Auðvitað var notað tækifærið og dæturnar og barnabörnin heimsótt Grin

 

Held að ég sé búin að segja nóg í bili Heart

 

 

 

 

 

Orðlaus!

Rebekka í peysunni! 

Veit ekki hvað maður á að segja um ástandið í þjóðfélaginu þessa dagana!  Sennilega best að segja sem minnst, því fæst orð bera minnsta ábyrgð!

Set hér inn mynd af einni prinsessunni minni í peysu sem amma prjónaði!

Sendi ljúfar kveðjur út í haustið!


Komin heim!

Björn DaníelBjörn DaníelBjörn Daníel

Farin til Reykjavíkur!

Ætla að skreppa til Reykjavíkur, kíkja á börn og barnabörn og svo auðvitað Sjávarútvegssýninguna!

Hafið það gott elskurnar!


Klukk!

Ragjó klukkaði mig fyrir 2 vikum síðan, svo sennilega er best að reyna að svara þessu.......

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Rafvirkjun, Loftskeytastöð, Beitning, Verslunarstörf og fl, og fl.

 

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

Allar ævintýra- og spennumyndir.

 

Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:

Hólmavík, Ísafjörður, Hnífsdalur og Bolungarvík.  (Sem ég segi, VESTFIRÐINGUR í húð og hár)

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

House, spurningaþættir, nátturulífs- og fræðsluþættir, lögregluþættir.

 

 Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Kúba, Egyptaland, Kanarí og Færeyjar, fyrir utan alla fallegu staðina hér á landi.

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

bb.is,  mbl.is, yahoo.com og facebook.com.

 

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Lambakjöt, Fiskur, laukur af öllum stærðum og gerðum og ostur!

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Hmm, sennilega yrðu það þá allskonar handavinnu- og uppskriftarbækur, Biblían og sumt eftir Þórberg.

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

skordalsbrynja

annaschmidt

orverpid

hallasigny


Komin heim!

Barnabörnin 9 

Set hér inn mynd af öllum hópnum.  Þetta eru talið frá vinstri: Anika Sól (10) með Björn Daníel ( 4mán.) í fanginu, Ásdís Rún (10), Rebekka Lind (verða 7), Baltasar Leví (10) með Ívar Elí (17mán.) í fanginu, Melinda Máney (verða 6), Embla Sif (6) og Theódóra Björg (6).

Fyrir utan þennan föngulega hóp voru við Kalli, Layla, Guðrún Ósk, Iðunn Ýr, Ási Gunnar og Sandra í bústaðnum um helgina, þannig að þegar flest var vorum við 16 í 10 manna húsi!  Svo smá fækkaði og seinustu 2 dagana vorum við bara tvö eftir.  Það var bara fínt að pústa smá eftir allan gestaganginn.  Því það verður að segjast að það fylgir því fjör þegar allur þessi hópur kemur saman, en gaman er það engu að síður!  Fyrir utan okkur var svo 18 manns í 3 öðrum bústöðum, mamma, pabbi og systkini mín með sitt lið. (Úff, nærri helmingurinn af liðinu frá mér)  Á laugardagskvöldið var sameiginlegur matur hjá öllu liðinu, sem sagt 34 (eða 33 sem borðuðu) Var bara gaman að hitta allt liðið, orðið allt of sjaldan sem við komum öll saman.

Þá er maður komin heim úr sumarbústaðnum.  Sumarfríið búið, byrjuð að vinna og lífið að færast í fastar skorður.  Farið að fækka aftur á heimilinu, Ási Gunnar er hér enn, er að bíða eftir að búið sé að taka íbúðina upp í blokk í gegn, þá ætlar hann að flytja þangað...


Sumarbústaður og afmælisgjafir!

Er að fara í sumarbústað við Apavatn með börnum og barnabörnum, systkinum, systkinabörnum og foreldrum mínum.  Verðum með 4 bústaði, tvo litla og tvo stóra.  Ég verð með allt mitt lið í einum stórum ( ætlaður fyrir 10 ) en allt útlit fyrir að við verðum 16-17 yfir helgina......

Ég átti afmæli í gær, varð 48 ára gömul Grin  Málverk af mér og börnunum

 

 

 

 

Set hér inn mynd sem börnin mín og barnabörn gáfu mér.  Þetta er mynd sem var máluð úti í Búlgaríu eftir 8 ára gamalli ljósmynd sem var tekin við ferminguna hennar Iðunnar Ýrar.

 

 

Svo er búið að vera afmælisleikur í gangi í saumaklúbbnum sem ég er í.  Set hér inn myndir af gjöfunum sem ég er búin að fá sendar.

Gjöf frá Tummu

Gjöf frá Dóru Valg.

 

 

 

 

 

 

Gjöf frá AistéGjöf frá Erlu S.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gjöf frá Rósu

 

 

 

 

Allt saman æðislega flottar gjafir og margt sem mann langar til að byrja á  ekki seinna en STRAX.

 

Bið að heilsa ykkur í bili, læt örugglega ekki heyra í mér fyrr en eftir viku.

 

 


Búið að skíra drenginn!

Skírnarkjóll  Það hafðist að klára skírnarkjólinn, set hér inn nokkrar myndir af kjólnum.Skírnarkjóll                             

 

 

 

 

 

Þetta eru nú kannske ekki nógu góðar myndir en verða að duga í bili.

Skírnarkjóll

 

 

 

 

 

hér er svo ein þegar búið er að setja borðann í.

 

Og loks set ég svo myndir af drengnum í kjólnum....Björn Daníel í fanginu á séra  Stínu GísladótturBjörn Daníel með foreldrunum á skírnardaginn


Farin í bloggfrí!

Þarf að vera dugleg að vinna við ritgerð og fleira svo ég kem ekkkert til með að skrifa hér inn fyrr en það er búið.  Ætlaði að skrifa hér inn um daginn en þá var allt kerfið bilað, ekki hægt að setja inn myndir eða neitt.  Verð vonandi búin um mánaðarmótin Woundering    Kem til með að kíkja á ykkur þó ég kvitti ekki endilega, þá verður maður að fara bloggrúntinn reglulega.

 

Knús og kveðjur á ykkur öll Kisses 






Sumarfríið byrjað!

Kláraði seinustu vaktina á hádegi á þriðjudag. Grin 

Erum á leiðinni á ættarmót í Kalla fjölskyldu inn í Reykjanesi um helgina!  Tökum Rebekku Lind með okkur.  Sennilega koma dæturnar hans Ella með í okkar bíl, þar sem hann er ekki með nógu stóran bíl fyrir sína stóru fjölskyldu.  Við reyndar heldur ekki en við fáum lánaðan stærri bíl. Wink

 Var að hugsa um að vera svona ekta amma,Wink  taka með kleinur, snúða og svona ýmislegt góðgæti í boxi, alltaf vinsælt að fá svona heimabakað að narta í.Joyful

Layla mín er komin inn á deild aftur, gengur ekki alveg nógu vel hjá henni.  Var inn á Kleppi í vor í einhverju langtímaprógrammi, þar sem voru tekin af henni einhver slatti af lyfjum, það er bara ekki að ganga fyrir hana, raddirnar komnar á fullt aftur.   Svo nú er aftur verið að bæta við hana lyfjum, e-ð af því sama og svo ætlar hann Sigurður Bogi að breyta einhverju, prófa nýtt lyf í stað annars sem voru svo leiðinlegar aukaverkanir með........Frown  Vona bara að henni fari að líða beturHeart

Iðunn Ýr verður heima með litla kút, hann er full ungur til að gista í tjaldi.

 Jæja, ef á að verða eitthvað úr bakstri er sennilega rétt að fara að byrjaHappy

Bið að heilsa í biliKissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband