Vinna og barnabörnin eða barnabörnin og vinna!

Ásdís Rún Ásdís Rún er búin að vera hér í viku, verður í viku í viðbót núna, kemur svo aftur í ágúst.  Hún er orðin 10 ára síðan í janúar.  Rebekka Lind Svo er hún Rebekka Lind (verða 7) mín, hún er nú meira en minna hér, handleggsbraut sig um daginn á línuskautum, getur þar af leiðandi ekki farið í sund og ekki að hjóla, en lætur sig ekki vanta á fótboltaæfingarnar eða leikjanámskeiðið.  Verður nú aðeins að passa upp á að missa ekki af neinu.  Björn Daníel

Björn Daníel er hér enn með mömmu sinni og verður fram yfir skírn sem verður 16.ágúst.Theódóra Björg

  

 

Theódóra Björg (6) hefur nú líka komið, bæði til að heimsækja ömmu og afa og líka til að leika við hinar tvær. Ætlar að fá að gista hjá ömmu og afa á föstudaginn ( Rebekka Lind líka) 

Baltasar Leví (10) hefur aftur á móti minna sést hér, rétt skotist hér inn til að fara í tölvuna.Baltasar Leví  

 Svo er það hann Ívar Elí (1), en hann hefur nú ekkert verið hér nema með foreldrunum.

Melinda Máney (6) er víst að koma til að vera hjá pabba sínum eftir helgina, komum þá til með að hitta hana eitthvað.

 

En þær systur Aniku Sól (10) og Emblu Sif (6) verðum við víst að bíða með að hitta þar til í haust eða vetur, þá á að fara út til að hitta þær og foreldrana (Spán)

 

Er eiginlega farin að telja niður í sumarfrí.  Fer í frí á hádegi þann 11.

Eru samt frekar margar vaktir eftir, fékk að færa tvær frá ágúst til að geta lengt fríið mitt í þann endann.............

Var á morgunvakt í gær.  Fer á næturvakt næstu tvær nætur, kvöldvaktir á lau. og sun., morgunvaktir á mán., mið. og fim. og stubb á fös. og svo er það SUMARFRÍ.

Finnst það æðisleg tilhugsun þó það verði sennilega ekkert farið nema í mesta lagi yfir 1 eða 2 helgar...............

Hafið það gott, elskurnar!

 

                       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það er alldeilis að þú ert rík af börnum!  Hvar á Spáni búa svo börn og barnabörnin þín?

Nú er heitt á Iberíuskaga !

www.zordis.com, 2.7.2008 kl. 18:23

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Þau búa í La Marina sem er víst mitt á milli Alicante og Torrevieja.

Höfum ekki farið út ennþá svo ég get ekki sagt þér neitt meira.

Hér er rigning , 7 stiga hiti og stefnir í logn

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 2.7.2008 kl. 19:03

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Það er sko ekkert endilega merkilegsast að fara eitthvað. Best eiginlega bara að vera heima ;)

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.7.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Tiger

 Þetta eru yndisleg börn þarna ljúfust. Sannarlega ertu rík af þeim. Það væri ótrúlega tómlegt og leiðinlegt ef maður fengi ekki af og til lítil kríli í heiminn sem maður getur fengið lánuð svona edrum og eins - og skilað þeim svo aftur sko!

Gott að það er stutt í sumarfríið þitt. Oftast eru síðustu dagarnir lang erfiðastir - þá finnst manni hver vakt líða svo hægt - af því maður er að bíða eftir rétta deginum.

Hafðu ljúfa nótt og góðan dag á morgun.

Tiger, 4.7.2008 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband