Matarboð og vín!

Var með matarboð um helgina, sem ég er nú reyndar frekar dugleg að hafa! Wizard Hér voru 18 manns samankomið, ef allir eru taldir, allt frá 2 mán. til 68 ára.  Var með bæði grillaðan lax í Piripiri og grillað lamb og rababaraböku með ís í eftirrétt. Fólk gat líka valið sér drykkjarföng með matnum, eftir smekk, hvort það vildi blávatnið, gos, hvítvín, rauðvín eða bjór.  Eftir öll herlegheitin var svo boðið upp á sterkari drykkjarföng með kaffinuCool 

 Það er nú svo sem ekkert nýtt heldur, en ekki veit ég alveg hvað gerðist með þessa konu hér, Tounge sem alvön er að fá sér vín eða bjór með mat. ( Mjög sjaldan sem eitthvað sterkara er drukkið nú orðið)  Allavega varð undirrituð drukkin er líða tók á kvöldið Blush Skil nú ekkert í því,Halo fékk mér rauðvín og hvítvín með matnum, og svo fékk maður sér eitt glas af Kúburommi svona til að rifja upp skemmtilega ferð og svo var innbyrt EITTHVAÐ af Koníaki Sideways 

 Hafði nú vit á því að láta mig bara hverfa inn í rúm Sleeping með viðkomu á einum stað Sick

Vaknaði svo hress og kát um 7 leytið,Cool fór fram og tók aðeins til eftir herlegheitin, setti í uppþvottavél og svona.  Skreið svo bara aftur upp í rúm og sofnaði!  Var mest hissa á að heilsan skyldi ekki vera verri miðað við ástandið á mér þegar ég fór að sofaDevil  En fékk sko heldur betur að heyra það hjá börnunum mínum, daginn eftir að þessa kvölds yrði sko minnst,     " þegar amma varð full" , hmmmm, ekki alveg það sem maður vill að verði munað eftir !  En móðir mín elskuleg, sagði að ég hlyti að hafa verið svona illa fyrirkölluð og þreytt, ég hefði nú ekki drukkið svo mikið........

En hver sem ástæðan var, þá kunni ég mér ekki hóf, og varð bara dauðadrukkin........Whistling

Heart Knús til ykkar allra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Iss... þú ert örugglega bara ágæt drukkin :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 30.6.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Tiger

Hahaha .. þú ert bara yndisleg - handviss um að þú hafir verið hin hressasta og alles - allt þar til þú hvarfst.

Æi, það er bara oft svoleiðis þegar maður er með matarboð eða veislu - að ef um vínveitingar er að ræða líka þá er það oft sem fólk fattar ekki hversu fljótt það sígur á þegar maður fær sér bland af öllu - þó í litlu mæli sé af hverju. Svoleiðis kokteilar virka oft líka verr á fólk sem t.d. drekkur sjaldan.

Knús á þig skottan mín ..

Tiger, 1.7.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband