Bloggleti eða mikið að gera?

Þið farið nú að gefast upp á mér, öllsömul!  Búin að vera svo löt við að blogga undanfarið að það hálfa er nóg. Blush

 Þann 19. fjölgaði hér í heimili um helming, en þá komu Iðunn Ýr og Björn Daníel vestur og ætla að vera hér eitthvað fram eftir sumri.Grin  Siggi(pabbinn) er farinn að vinna utanbæjar, þannig að þau hefðu orðið mikið tvö ein, þá var auðvitað mikið betra að skella sér vestur í félagsskap og smá dekur hjá mömmu/ömmu.InLove  Alveg yndislegt að hafa einn svona lítinn að dúlla með þegar tími gefst til.Heart

Layla mín fór inn á Klepp núna í vikunni, í eitthvað langtímaprógram.  Eitthvað er verið að hræra í lyfjunum, svo er iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, félagsfræðingur og sálfræðingur.  Allt er þetta undit tryggri yfirumsjón geðlæknis, vonandi að þetta verði til að henni líði eitthvað betur.  Hún og Ásdís Rún ætla svo að koma vestur í frí um mánaðarmótin júlí-ágúst.Heart

Ási Gunnar er búinn að kaupa sér bíl.  Er eiginlega húsnæðislaus núna, var selt húsnæðið sem hann var í.  Fékk inni hjá Iðunni Ýr og Sigga til að byrja með.

Guðrún Ósk vinnur og vinnur(safna fyrir utanlandsferðinni) Rebekka Lind er að klára skóla, tónlistarskóla og sundæfingar.  Fórum á vortónleika tónlistaskólans á dögunum til að hlusta á dömunaCool

Rebekka Lind á tónleikumVar bara gaman Rebekka Lind og Birnir vinur hennar á tónleikumað því, þau eru alveg yndisleg þessi börn!

Rebekka Lind  kemur og verður hjá okkur í 2 vikur seinni partinn í júlí þegar mamma hennar skreppur utanlands.Wink

Þannig að þegar maður er ekki að vinna, þá hefur maður verið að ammast og reyndar eitthvað farið smá í garðvinnu.........Grin

 

Bið að heilsa ykkur öllum í bili!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Iss.. við gefumst ekkert upp. Ekki ég a.m.k! Eg sé að sonur minn er með hendurnar þar sem karlmenn gjarnan geyma þær! :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 18:17

2 identicon

Komdu sæl Ása. Fyrigefðu hversu seint ég svara þér. Það er stefnan að leigja húsið allt árið,yfir vetrarmánuðina líka. Ef þú mundir taka húsið á leigu í viku þá reiknast vikuleiga,ef þú tekur húsið á leigu í 2 vikur,er gefinn afsláttur. Ef þú tekur húsið á leigu yfir alla vetrarmánuðina þá kemur það betur út fyrir þig sem leigjenda. Langtímaleiga er ca 550 evrur pr.mán fyrir utan vatn,rafmagn og gas. Hafðu endilega samband við mig ef þú hefur áhuga,en ég er samt ekki viss um að þú getir fengið húsið á þeim tíma sem þúi óskar,en skoðum málið samt sem áður. Sendu mér e-mail á: ossur43@visir.is

Kærar kveðjur Össur

Össur Valdimarsson (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegt að dúllast með litla engla!  Njóttu þess og ég kannast við bloggleti eða hvað það má kalla það!

Knús vestur!

www.zordis.com, 31.5.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Tiger

  Ussuss.. það er í fínu lagi að bloggletast aðeins - enda sumarið nokkuð að skella á og þá þarf maður líka að vera meira útivið og njóta veðurs og fleira. Glæsileg börn þarna á ferðinni .. knús og góða helgi ljúfan!

Tiger, 1.6.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband