Ljóð!



Hvað get ég gert við þennan sársauka?
Ég hleyp og hleyp en hann er alltaf við hlið mér
Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt?
Er lífið þess virði að lifa?

Fossblæðandi sár...
sál mín er þakin þeim...
Hvernig get ég höndlað það?
Þegar sársaukinn sker mig að innan?

Verð að beina honum annað...
en það er bannað...

Hleyp og hleyp...
Alltaf hann fylgir mér
veit ekki hvert ég fer

Viltu hjálpa mér?
Getur þú hjálpað mér?
Að taka sársaukann
pakka honum inn
og henda honum út í hafsauga

En við reyndum...
þú reyndir...
Hann kemur alltaf aftur
og hleypur við hlið mér
sker mig að innan...
þangað til ég dey!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband