Er að fara austur!

Fer að vinna í kvöld og svo er það allur morgundagurinn í bíl!  Er að fara austur á Hérað í fermingu hjá bróðurdóttur minni, henni Erlu Guðný.  Verð fyrir austan fram á mánudag eða þriðjudag.  Kalli fór á þriðjudag til Noregs, er á fiskeldisráðstefnu í Myre i Vesterålen, flýgur heim og bara beint austur á morgun.  Hann verður sennilega kominn á undan mér austur.  Á laugardaginn ætlar hann svo að dunda sér með bleikjuseiði sem eru búin að vera fyrir austan í rúman mánuð.  Elías Þór er búinn að vera að hugsa um þau og nú er ætlunin að koma þeim upp í vötn og sjá svo til hvort þau lifa.

Iðunn Ýr og Björn Daníel verða hér eitthvað áfram, fá Sigga í heimsókn um helgina.

Set svo að lokum nokkrar myndir af barnabörnunumRebekka Lind og Björn Daníel  Stolt frænka með litla frænda sinn í fanginu.

 

Hér er svo ein af Ívar Elí, hann varð eins árs í mars.Ívar Elí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Hóhó .. góða ferð austur. Til hamingju með ungu frænkuna og stórglæsileg börn þarna á myndunum. Knús á ykkur öll..

Tiger, 5.6.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Tiger minn takk fyrir það og knús á þig sömuleiðis!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.6.2008 kl. 06:29

3 Smámynd: www.zordis.com

Þokkalegur bíltúr sem þú hefur tekið en greinilega vel þess virði!

Yndislegar ömmu dúllurnar .... Ívar Elí greinilega þreyttur kallanginn.

Njóttu austfjarða, lónsins og orkunnar sem og heimferðarinnar þegar að henni kemur.

www.zordis.com, 13.6.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Tiger

 Hva .. bara ekkert nýtt á ferðinni nýlega? Ertu ennþá fyrir austan kannski? Ertu kannski bara blogglöt þessa góðviðrisdaga? Ég er það reyndar líka og er farinn að skera helling niður - og nú orðið skrifa ég bara comment á þá sem eru á flakki á síðunni minni. Breyti því aftur í vetur hugsa ég - enda hef ég mun meiri "tölvutíma" á veturnar.

Knús á þig ljúfan - og neinei - það er alls ekki dónalegt sko að henda knúsi á þá sem maður hefur bara hitt í bloggheimum!

Tiger, 14.6.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband