Færsluflokkur: Bloggar

Takk fyrir allar kveðjurnar!

Einhvern veginn ekki haft neitt að segja síðan ég kom heim!

Veit ekki hvort það er af því að það er auðvitað ekkert sem toppar það að fá að vera viðstödd þegar ný mannvera kemur í heiminn!

Eða hvort það sé það að nóg hefur verið að gera í vinnu og svo auðvitað að dúlla svolítið í kringum kallinn..........    Hann var kominn heim á undan mér!   Fékk að taka prófin, hér fyrir vestan, var í síðasta prófinu á föstudag....

Ætlaði á nuddmót, fyrstu helgina í maí, þegar fréttist að ég væri búin að skrá mig, var nuddmótið slegið af.........

 Bið að heilsa ykkur í bili, þarf að mæta í vinnu!


Myndir af Birni Daníel!

Björn Daníel  Þakka ykkur fyrir allar kveðjurnar!

  Hér koma myndir af piltinum eins og 

  ég var búin að lofa!

  Það er búið að nefna hann þó skírnin 

  verði ekki fyrr en í ágúst!

Björn Daníel  3 daga gamallBjörn Daníel  vikugamall


Ömmustrákurinn kominn!

Það fæddist drengur 21.apríl kl. 18.24

Hann var 3510 gr. og 53 sm.

Set inn myndir þegar ég kem heim! 


Suðurferð!

Er á fullu að undirbúa suðurferð!  Fer á miðvikudaginn, eftir þessa vinnutörn.  (Ef ekki verður búið að koma hringing fyrr, það er að segja.Wink)  Var að tala við dömuna áðan, allt í rólegheitum ennþá!!!  Verð að vinna kvöldvakt í dag og á morgun.  Þá verður komin 7 daga törn, sem er reyndar ekki oft, þar sem ég er í 70%( var nærri því búin að segja BARA) vinnu. Það þýðir 4 vaktir aðra vikuna og 3 hina.  Lenti reyndar í því að fara heim á fimmtudaginn, náði mér í einhverja ælupestSick  Var sem betur fer bara sólarhringspest!!! 

 Er að klára að ganga frá ýmsum málum og hlutum, sem ég vil helst ekki þurfa að vera að pæla í fyrir sunnan. 

Vonast til að geta verið að dúlla mér með nýtt ömmubarn InLove

Ætla líka að reyna að heimsækja hana Laylu mína, Heart hún virðist vera ansi langt niðri núna, er enn inn á deild, fær ekkert að fara nema í fylgd ennþá.   Og svo er nú auðvitað hún Ásdís Rún.Heart

 Svo verður "LITLA BARNIÐ" mitt tvítugur, meðan ég er fyrir sunnan.  Hann var að tala um að ég gæti þá haldið upp á afmælið með honumWizardHeart

Ég er búin að skrá mig á nuddmót í byrjun maí, svo það er nóg framundan.   Passar alveg að fara á flakk, þar sem bóndinn kemur heim um mánaðarmótin, en hann fær þá bara frið til að læra undir prófHalo

Vagnteppi- heklað

 

Búin með heklaða vagnteppið.

Ekki búin með þetta prjónaða, en set inn mynd af því hér líka.Prjónað Vagnteppi í vinnslu

 

 

Veit ekki hvort ég komist í tölvu, eða hvort ég vilji vera að eyða tímanum í það..... kemur í ljós.  Hafið það bara öll saman gott og heyrumst síðar!


Smá uppfærsla!

The Willow FairyButtons ´n Bears

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er svona þegar maður er með margar myndir í takinu, þá klárar maður smá í þessarri og smá í hinni.JólamyndBlush


Páskafjör!

PáskafjörVar búin að lofa að setja hér inn mynd af því sem ég fékk í Páskafjörsleiknum í klúbbnum mínum.  Fékk þetta sent frá  henni Sesselju.

Misgamlar myndir!

Ég og Kalli með Rebekku Lind fyrir 5 árumFór að skoða myndirnar sem við eigum í tölvunni, ætlaði að finna einhverja, nýlega mynd af okkur skötuhjúunum,InLove gekk nú ekki vel, þær fáu sem eru til af okkur saman, þá erum við með eitthvað af barnabörnunum líka.Tounge  Valdi þessa, þó hún sé gömul, þá er hún tekin á góðri stundu í Skrúð! Smile Ég er nú samt nokkrum kílóunum fátækari þarna, þar sem ég var ekki hætt að reykjaWhistlingLayla mín og Ásdís Rún

 

 

 

 

 

 

 

Hér kemur svo ein sem tekin er af Laylu minni með Ásdísi Rún á góðri stunduHeart

Ásmundur Gunnar

 

 

 

 

Svo er hér ein af litla stráknum mínum, honum Ása GunnariCoolHeart

Guðrún Ósk, Rebekka Lind og Ási Gunnar

 

 

Enda svo á einni sem var tekin í brúðkaupinu í fyrra, þar eru þau systkin Guðrún Ósk og Ási Gunnar með Rebekku Lind á milli sínGrinHeart

 

Ef maður telst ekki ríkur með sína stóru fjölskyldu, þá veit ég ekki hvaðInLoveHeart

Knús til ykkar allra , bloggvinir góðir!

 

 


Biðstaða!

Iðunn'Yr og SiggiIðunn 'YrFinnst ég búin að vera hálf tóm undanfarna daga!

Þið verðið bara að hafa smá biðlund með mér.  Er ekki alveg búin að vera ég sjálf síðustu dagana.......   Finnst lífið bara vera vinna, vinna og meiri vinna þessa dagana, svo kemur svona einn og einn fundur á milli!  Búin að vera fundarhöld bæði hjá slysó og sjúkraliðum.

Er að bíða eftir að Iðunn Ýr mín kalli, ætla að reyna að vera nógu snögg suður, til að vera viðstödd þegar bumbubúinn ákveður að láta sjá sig. 

Svo er hún Layla mín komin inn á deild aftur, á að fara að skoða lyfjamálin enn eina ferðina eftir helgi.

Rebekka mín er var hjá mér síðustu nótt og verður líka þá næstu, lætur dýnuna duga þessa helgina þar sem afi hennar kom heim í gærkveldi til að vera um helgina.  ´Hann fór á sjó í morgun, ætlar að reyna að kenna strákunum á ný veiðarfæri.......

Skrifa meira seinna, bið að heilsa ykkur öllum í bili!

Ætla að fara og klára Vagnteppið fyrir tilvonandi ömmustrák!


Páskar!

Vona að þið hafið haft það gott yfir páskanaEaster Basket

Það hef ég gertChild BasketChocolate BunnyEgg Painting

Hafið það gott Easter Bonnet


Skemmtilegir dagar framundan!

Þetta eru búnir að vera frekar erfiðir og snúnir dagar undanfarið!  Mikið að gera í vinnunni og tekist á við ýmislegt í þyngra kantinunum á tilfinningasviðinu!  Fór að fylgja ungri konu til grafar fyrir helgina.   Hún var bara 4 árum eldri en elsta daman mín og hafði tekið þá ákvörðun að lífið væri henni um megn! Ég er búin að þekkja foreldra hennar í fjölda ára, þó sambandið sé ekki eins náið núna og það var hér á árum áður!  Þetta er eitthvað sem maður vill ekki að nokkur þurfi að upplifa.  En ansi hlýtur líðanin að vera orðin slæm þegar svona ákvörðun er tekin! Hún Layla mín er búin að gera nokkrar tilraunir, misalvarlegar þó, en í tvö skipti stóð ansi tæpt!

En lífið heldur áfram, þýðir ekkert annað en horfa á björtu hliðarnar og treysta því að bjartari tíð sé framundan fyrir foreldra, systkini og börn þessarar ungu konu! Þó tíminn lækni ekki öll sár, þá deyfir hann þau í flestum tilfellum.

Strákurinn minn ætlar að koma vestur á miðvikudag og vera fram á páskadag( þarf að mæta í vinnu á annan)  Svo eru systkini mín að koma vestur með sínar fjölskyldur, þannig að við verðum öll systkinin hér um páskana, nema Palli, hann er úti á sjó!

Ég er búin að bjóða í mat á skírdag og ef allir mæta verða það um eða rétt yfir 30 manns, verður bara gaman! Grin  Svo er mamma búin að bjóða í mat á laugardag......

Hittist nú svoleiðis á að ég verð að vinna bæði á föstudag og annan, þó þetta sé fríhelgi en maður nýtur þess bara enn betur að vera með fjölskyldunni á milli!  Er alla vegna ekki á næturvöktum alla helgina eins og ég var núna um helginaWink

Jæja, verð að fara að hætta núna, þarf að fara út og moka grillið upp á pallinumShoveling Snow 

Svo var ég búin að skrá mig á tilraunanámskeið hjá Framvegis; Samskipti á vinnustað, þarf að fara að huga að því Blush svo ég renni ekki út á tíma!

Sendi knús á ykkur öll og eigið þið ánægjulega daga framundanHeart

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband