Biðstaða!

Iðunn'Yr og SiggiIðunn 'YrFinnst ég búin að vera hálf tóm undanfarna daga!

Þið verðið bara að hafa smá biðlund með mér.  Er ekki alveg búin að vera ég sjálf síðustu dagana.......   Finnst lífið bara vera vinna, vinna og meiri vinna þessa dagana, svo kemur svona einn og einn fundur á milli!  Búin að vera fundarhöld bæði hjá slysó og sjúkraliðum.

Er að bíða eftir að Iðunn Ýr mín kalli, ætla að reyna að vera nógu snögg suður, til að vera viðstödd þegar bumbubúinn ákveður að láta sjá sig. 

Svo er hún Layla mín komin inn á deild aftur, á að fara að skoða lyfjamálin enn eina ferðina eftir helgi.

Rebekka mín er var hjá mér síðustu nótt og verður líka þá næstu, lætur dýnuna duga þessa helgina þar sem afi hennar kom heim í gærkveldi til að vera um helgina.  ´Hann fór á sjó í morgun, ætlar að reyna að kenna strákunum á ný veiðarfæri.......

Skrifa meira seinna, bið að heilsa ykkur öllum í bili!

Ætla að fara og klára Vagnteppið fyrir tilvonandi ömmustrák!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Iðunn Ýr, yndislegt nafn á fallegri stúlku.  Vona að það gangi allt vel hjá henni og að amma klári vagnteppið

Bestu kveðjur vestur.

www.zordis.com, 5.4.2008 kl. 17:31

2 identicon

Tek undir orð Zordísar!

Ég fylgist mikið með fuglum eins og þú veist og spái mikið í það hvað þeir eru duglegir að bjarga sér hérna yfir veturinn, lífið þeirra er eintóm vinna við að finna æti, til að lifa.  

Ég hef ekki verið dugleg að lesa bloggin og því síður að skrifa komment en þetta er allt á réttri leið hjá mér, hressist með hverjum degi núna, systir mín er að láta mig taka inn einhver vítamín sem eru að rífa mig upp.  Ég er að vakna til lífsins aftur, hlakka til og hlakka ekki til að losna útaf spítalanum, svona blönduð tilfinning sem litast af hræðslu við að veikjast aftur.

Þakka þér fyrir allar yndislegu kveðjurnar þínar, ég finn svo mikla hlýju í orðunum þínum. 

Maddý (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Ýmislegt í gangi í kringum þig heyrist mér. En dásamlegt að heyra af nýja barnabarninu sem er á leiðinni. Verð samt sem handavinnukona að spyrja þig: hvernig vagnteppi ertu að gera?

Sjáumst við kannski í Hafnarfirðinum? Allavega fara hugsanir yfir Hellisgerðið. Gangi ykkur allt hið besta

Ragnhildur Jónsdóttir, 6.4.2008 kl. 00:08

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk Zordis, verð alla vegna búin áður en barnið fer út

Maddy mín, það er svo auðvelt að hugsa hlýlega til þín, gott að heyra að þú sért öll að koma til!

Ragnhildur, handavinnukona með meiru,  er reyndar að gera tvö, annað er heklað, svona zik-zak teppi, marglitt( Ása amma mín heklaði alltaf svona teppi, ef von var á fjölgun, en nú er hún búin að týna því niður) Næ örugglega að klára það, hitt er einlitt, prjónað, tekur aðeins meiri tíma

Ekkert ótrúlegt að ég hafi samband, sé til hvernig málin þróast!

Sendi knús á ykkur allar, yndislegu gefandi bloggvinkonur

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:17

5 Smámynd: Tiger

  Ójá, lífið er sannarlega ein löng vinnubarátta. Stundum virðast engin frí nein staðar í augnsýn, en alltaf birtir upp um síðir þó - sem betur fer. Alltaf gaman þegar nýjir bumbubúar koma í okkar kalda og vinnuharða heim. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af lífsbaráttunni næstu árin - heldur bara njóta þess að láta hafa fyrir sér og sjá um sig, þessi litlu krútt... Gangi þér vel og vonandi gengur Iðunni Ír vel með allt! Knús í daginn þinn ljúfan..

Tiger, 6.4.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband