7.4.2008 | 01:56
Misgamlar myndir!
Fór að skoða myndirnar sem við eigum í tölvunni, ætlaði að finna einhverja, nýlega mynd af okkur skötuhjúunum, gekk nú ekki vel, þær fáu sem eru til af okkur saman, þá erum við með eitthvað af barnabörnunum líka. Valdi þessa, þó hún sé gömul, þá er hún tekin á góðri stundu í Skrúð! Ég er nú samt nokkrum kílóunum fátækari þarna, þar sem ég var ekki hætt að reykja
Hér kemur svo ein sem tekin er af Laylu minni með Ásdísi Rún á góðri stundu
Svo er hér ein af litla stráknum mínum, honum Ása Gunnari
Enda svo á einni sem var tekin í brúðkaupinu í fyrra, þar eru þau systkin Guðrún Ósk og Ási Gunnar með Rebekku Lind á milli sín
Ef maður telst ekki ríkur með sína stóru fjölskyldu, þá veit ég ekki hvað
Knús til ykkar allra , bloggvinir góðir!
Athugasemdir
Frábærar myndir og auðvitað flottasta fólkið sko ... alltaf gaman að myndum, bæði nýjum og gömlum. Það er svo mikill fjársjóður í gömlum myndum - sérstaklega í myndum af börnum. Ég á mikið safn af myndum og alveg trilljón myndir í tölvunni - enda tek ég óhemju mikið af myndum bæði á ferðalögum og af öllum börnunum í ættinni. Knús á þig ljúfan og eigðu góða viku framundan!
Tiger, 7.4.2008 kl. 02:16
Maður er svo sannarlega ríkur að eiga stóra fjölskyldu Og svona líka myndarlegt fólk! Takk, gaman að sjá þessar myndir
Ragnhildur Jónsdóttir, 7.4.2008 kl. 11:01
Mér sýnist nú bóndinn vera einhverju fátækari þarna líka, átta mig ekki alveg á því hvort það er hár eða kíló! :)
Gæti verið skegg.....
Þetta eru nú meiri myndarbörnin allt saman. Auðvitað ber Gjóska mín af!!!
En ég sé þig svo í kvöld. Reyni að muna eftir stautnum !!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.4.2008 kl. 19:11
Alltaf yndislegt að skoða myndir af fólki, hvort sem kona þekkir það eða ekki! Það er eitthvað við okkur sem er skemmtilegt. Takk fyrir þetta, þið eruð yndisleg.
www.zordis.com, 7.4.2008 kl. 23:33
Það er mikið ríkidæmi að eiga stóra fjölskyldu.Tek bara mig sem dæmi. Átti hér áður 3 systkini og 1 fóstursystir, í dag á ég bara 1 systir á lífi. Ég á sjálf í dag 3 börn, 3 tengdabörn, 7 barnabörn, 5 stjúpbörn, 5 stjúptengdabörn, 8 stjúpbarnabörn +2 bónusbörn sem 1 stjúpdóttir mín á. Er rosa stolt af stóra hópnum mínum. Frænkukveðjur vestur. 'Asa Mæja.
'Asa María Hauksd. (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.