17.3.2008 | 14:53
Skemmtilegir dagar framundan!
Þetta eru búnir að vera frekar erfiðir og snúnir dagar undanfarið! Mikið að gera í vinnunni og tekist á við ýmislegt í þyngra kantinunum á tilfinningasviðinu! Fór að fylgja ungri konu til grafar fyrir helgina. Hún var bara 4 árum eldri en elsta daman mín og hafði tekið þá ákvörðun að lífið væri henni um megn! Ég er búin að þekkja foreldra hennar í fjölda ára, þó sambandið sé ekki eins náið núna og það var hér á árum áður! Þetta er eitthvað sem maður vill ekki að nokkur þurfi að upplifa. En ansi hlýtur líðanin að vera orðin slæm þegar svona ákvörðun er tekin! Hún Layla mín er búin að gera nokkrar tilraunir, misalvarlegar þó, en í tvö skipti stóð ansi tæpt!
En lífið heldur áfram, þýðir ekkert annað en horfa á björtu hliðarnar og treysta því að bjartari tíð sé framundan fyrir foreldra, systkini og börn þessarar ungu konu! Þó tíminn lækni ekki öll sár, þá deyfir hann þau í flestum tilfellum.
Strákurinn minn ætlar að koma vestur á miðvikudag og vera fram á páskadag( þarf að mæta í vinnu á annan) Svo eru systkini mín að koma vestur með sínar fjölskyldur, þannig að við verðum öll systkinin hér um páskana, nema Palli, hann er úti á sjó!
Ég er búin að bjóða í mat á skírdag og ef allir mæta verða það um eða rétt yfir 30 manns, verður bara gaman! Svo er mamma búin að bjóða í mat á laugardag......
Hittist nú svoleiðis á að ég verð að vinna bæði á föstudag og annan, þó þetta sé fríhelgi en maður nýtur þess bara enn betur að vera með fjölskyldunni á milli! Er alla vegna ekki á næturvöktum alla helgina eins og ég var núna um helgina
Jæja, verð að fara að hætta núna, þarf að fara út og moka grillið upp á pallinum
Svo var ég búin að skrá mig á tilraunanámskeið hjá Framvegis; Samskipti á vinnustað, þarf að fara að huga að því svo ég renni ekki út á tíma!
Sendi knús á ykkur öll og eigið þið ánægjulega daga framundan
Athugasemdir
Tiger, 17.3.2008 kl. 16:08
Mikið er sorglegt þegar þessi leið er tekin og óska ég þess að styrkur og ljós friðar skíni á fjölskyldu og aðstandendur!
Gleðilega Páska mín kæra!
www.zordis.com, 17.3.2008 kl. 22:09
Knús og hugg
engin orð ná yfir hugsanirnar og tilfinningarnar sem koma upp í hugann. Sendi ljós ... 
Gleðilega Páska
Ragnhildur Jónsdóttir, 20.3.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.