Tíminn læknar ekki öll sár!

Var á fyrirlestri í kvöld!   Fyrst talaði hún Harpa fyrir hönd þeirra Sólstafakvenna ( Stigamót hér fyrir vestan) http://www.solstafir.is Sagði aðeins frá sinni sögu og svo frá hvað þær Sólstafakonur hafa verið að gera og hvað þær eru að undirbúa. 

Svo kom ansi fróðlegur og í raun mjög dapurlegur fyrirlestur hjá Sigrúnu Sigurðardóttur sem byggður er á lokaverkefni hennar í meistaranámi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri!   Hún hafði talað við 7 konur sem allar höfðu lent í mikilli og síendurtekinni kynferðislegri misnotkun af hendi mjög náins aðstandenda.  Konurnar voru frá 30 - 65 ára gamlar, höfðu allar verið hjá Stigamótum í mismörg ár, einhver bara búin að vera í 2 ár, önnur verið ein af þeim fyrstu sem leituðu til Stigamóta, sem sagt búin að vera hjá þeim í fjölda ára.  Hjá öllum þessum konum byrjaði misnotkunin mjög snemma, tala allar um fyrstu minningarnar um 4 ára aldurinn ( spurning hvort það sé byrjunin eða að minnið nái ekki lengra aftur) 

Engin af þessum konum gengur heil til skógar, hvorki líkamlega né andlega.  Allar eru haldnar fælni, hræddar við tilfinningaleg tengsl, eiga erfitt með að sýna tilfinningar, jafnvel hræddar við að hafa skaðað börnin sín út af því að þær geta ekki myndað eðlileg tengsl og sýnt væntumþykju.

Þær áttu það allar sameiginlegt að vera búnar að sækja mikið til lækna frá unglingsaldri, út af alls konar óútskýranlegum verkjum, sem engin skyring fannst á.  Og engum í Heilbrigðiskerfinu datt í hug að spyrja spurninga sem kannski hefði hjálpað þessum konum.  Eftir því sem hægt er að aðstoða fyrr er möguleiki að takmarka skaðann sem þessar konur verða fyrir, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild.  Af þessum 7 konum voru 5 öryrkjar, greindar með vefjagikt, þunglyndi og ýmislegt fleira sem var að hrjá þessar vesalings konur.

5 voru búnar að láta taka úr sér legið, sú 6 er að fara að gera það í næstu viku, hvort það er út af skemmdum og sýkingum sem þær verða fyrir á unga aldri, eða hvort það sé að einhverju leyti sálrænt er órannsakað. 

Eitt sem kom fram var að þessar konur sækja mikið í óhefðbundnar lækningar og telja sig fá einhverja bót með því!  ( Talar SOV fræðingurinn)

Ef skoðaðar eru tölur yfir kynferðislega misnotkun á börnun, þá eru þær óhuggulegar, 4 hver stúlka og hvort það er 8-10 hver drengur.  Tók ekki eins vel eftir því, sjálfsagt af því að persónulega þekki ég ekki neinn karlmann sem hefur orðið fyrir þessu.   En þekki aftur á móti fullt af konum sem hafa lent í misnotkun.  Eftir að dóttir mín lenti í misnotkun og það fór að fréttast í litla bæjarfélaginu sem ég bjó í, steymdi að mér þvílíkur fjöldi kvenna sem vildi endilega segja mér frá sinni sögu.  Jafnvel konur sem voru þá komnar vel yfir miðjan aldur og höfðu aldrei sagt frá þessu fyrr. Það varð mér heilmikið áfall að komast að því hversu margar konur höfðu lent í misnotkun sem börn og unglingar! Hvort þær hafa svo haft samband við Sólstafakonur núna veit ég ekki, enda er það þeirra mál, hvernig þær reyna að vinna úr því, komnar á fullorðinsár!  Aftur á móti þurfa allir sem starfa með börnum og yfirhöfuð umgangast börn að hafa augun opin og tala við einhvern sem getur hjálpað ef minnsti grunur um misnotkun vaknar.  

Gæti auðvitað talað endalaust um þennann fyrirlestur, en læt þetta duga í bili! Sleeping  Góða nótt öllsömul!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Nei, veistu - tíminn læknar engin sár - hann aftur á móti getur gert sársaukan mildari og séð um að minningarnar verða ekki eins sárar þegar tíminn líður. Sorgir verða mildari og minningar þar verða ljúfar með tímanum. Aftur á móti er minningin um misnotkun örugglega alltaf jafn sár - þó sannarlega geti tíminn mildað sársaukann þá mun minningin ætíð vera slæm.

Tiger, 14.3.2008 kl. 04:41

2 Smámynd: www.zordis.com

Elskulega bloggvinkona, þetta er svo óhuggulegt og ég furða á mig hvurslags ómennska hvíli í gerandanum.  Þegar lítil börn eru misnotuð spyr ég ótal spurninga í huganum og ég veit að það er enginn sem getur svarað þeim.

Hrikalegt að vita til þess að börnin okkar þjáist fyrir lífstið.  Megi góður guð lina þjáningar þessara hreinu sála!

Ég held við þekkjum flest einhvern sem hefur lent misnotkun og er það miður. 

Bestu kveðjur inn í helgina og hjartans faðmlag í íslenskan vetur konung!

www.zordis.com, 14.3.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff. Maðurinn er versta skepnan.

Mig verkjar í hjartað.

Sé þig í kvöld...

Ylfa Mist Helgadóttir, 14.3.2008 kl. 17:12

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Oft hefur sú spurning komið upp í hugann hvort hún dóttir mín væri geðklofi í dag ef hún hefði ekki lent í misnotkun????  Það virðist nefnilega oft vera eitthvað áfall verða til að sú veiki brjótist út..............  En þeirri spurningu fæ ég sennilega aldrei svarað

Ylfa mín, hún Inga verður með þér í nótt, en við sjáumst annað kvöld

Sendi ykkur öllum stórt knús 

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 14.3.2008 kl. 18:22

5 identicon

Kvitt og lesið, gangi ykkur vel.

Fríða (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 09:31

6 Smámynd: Dísa Dóra

Ég gerði einmitt rannsókn um áhrif ofbeldis á heilsu þolandans á síðasta ári og styðja þessar tvær rannsóknir mjög hvora aðra þar sem að niðurstöðurnar sýna sama veruleikann. 

Dísa Dóra, 16.3.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband