Vetrarfrí!

Yndislegt þetta orð "VETRARFRÍ" . Hvað er betra en að eiga frí svona um miðjan vetur, tala nú ekki um þegar maður hefur tök á því að skreppa út í sól og hita!  En annars hef ég yfirleitt eytt mínu vetrarfríi hér heima og það er bara fínt, að geta leift sér að slappa af og gert bara það sem mann langar til...... hmmmm kemst upp hvað maður er latur , en ég verð bara að viðurkenna það að þessu leyti er ég eins og öll önnur kattardýr, finnst yndislegt að geta legið í leti á milli tarna.

Bíllinn er búinn að vera e-ð að ergja mig, var að hugsa um að kaupa nýjan,var búin að sjá einn sem ég var alvarlega að hugsa um, þangað til ég settist upp í hann og prufukeyrði... leist ekki á hann .

Svo núna verður bara flogið suður og tekinn bílaleigubíll fyrir sunnan.... e-ð kíkt á bílasölurnar og tékkað hvort maður sér e-ð sem stenst þær kröfur sem ég geri ; )

Best að fara að sofa , svo þarf að pakka niður í fyrramálið, er ein af þeim sem pakka aldrei fyrr en rétt áður en ég fer.....

Hafið það gott þar til næst!!!!

Es.  Vetrarfrí fá þeir sem eru að vinna um jól, áramót, páska og aðra daga sem flestir líta á sem frídaga.................. 


Farið að styttast í brottför !

 Ekki nema vika þar til við förum suður.  Ætlum að vera þar yfir helgina,hitta börn og barnabörn, förum svo út á þriðjudaginn 30.  Verðum í 2 vikur í sól og hita, YNDISLEG TILHUGSUN! Cool Grin

Hafði það af að taka niður jólaskrautið, tók nokkra daga í það, ekki eins mikil viðbrigði þegar þetta smáhverfur .Wink

Púsluspilið er enn á borðinu, enda ekki nema 4000 kubbar Tounge Samt miðar þetta svona hægt og rólega.

Var að ganga í saumaklúbb á netinu , Joyful  Allt í kross, finnst það sem verið er að gera þar mjög skemmtilegt.   Var að versla á Ebay í fyrsta skipti, gerði bara góðan díl,Whistling ef lýsingin stenst, kemur í ljós þegar ég fæ sendinguna.  Auðvitað var það fyrsta sem ég verslaði útsaumsgarn.... Maður getur alltaf á sig blómum (handavinnu) bætt.Grin

Hef verið að vinna aðeins meira heldur en ég á að vera, á ekki nógu marga vetrarfrísdaga til að geta verið tæpar þrjár vikur í burtu  Halo  En það er nú í góðu lagi, kem til með að skulda bara 1 vakt þegar ég kem heim Wink   Var að byrja í sjúkraþjálfun útaf hnjánum á mér, fór til hennar Fannýar elskunnar, hún er hreint að drepa mig, en eins og hún sagði: Fyrst versnar það áður en það bestnar!  Ég hef fulla trú á henni svo ég geri æfingarnar samviskusamlega, þó ég þurfi svo að nota gel og bólgueyðandi töflur til að geta hreyft mig skammlaust fyrstu daganaCool Hnén eru og hafa alltaf verið minn akkilesarhæll, kannske ekki skrítið.  pabbi búinn að fara í hnjáskiptaaðgerð á öðru hnénu og mamma að bíða eftir aðgerð á báðum.  Eki bætir svo úr aukaþyngdin sem maður er með, er að vinna í þeim málum, gengur kannske ekki hratt, en gengur þó Smile

ætli þetta sé ekki orðið gott þar til næstKissing

 


Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar!

Er að byrja að taka niður jólin, ekki það skemmtilegasta sem ég geri, þannig að ég er voða dugleg að finna mér eitthvað annað að gera eins og að setjast við tölvuna og blogga Whistling Annars er ég að hugsa um að skilja eftir eitthvað af seríunum í gluggunum, þá verður ekki alveg eins tómlegt hjá manni Wink

Búin að hafa það rosalega gott um hátíðarnar, allt mitt lið kom, spilað fram á nótt flest kvöld og bara haft það gott með góðum mat, konfekti og smákökum. Layla mín hafði það aftur á móti ekki nógu gott, fór suður fyrr en hún hafði ætlað en segist núna vera öll á uppleið svo allt er gott sem endar vel Joyful

Stúdentsveislan gekk vel, maturinn heppnaðist þvílíkt að ég fékk sennilega með stærstu hrósum sem ég hef fengið fyrir matargerð. Vinkonur dóttur minnar sögðust vera komnar með matarást á mér Smile

Var í fríi yfir jólin og vinna yfir áramótin,kvöldvaktir á gamlársdag og nýársdag en það var bara allt í lagi, Guðrún Ósk eldaði á gamlársdag og ég hafði svo matinn um tvöleytið á nýársdag. Rétt náði heim fyrir miðnætti á gamlársdag, var fært rauðvínsglas um leið og ég kom út úr bílnum og gat horft á allar stærstu terturnar, var beðið með að skjóta þeim þar til gamla konan kom heim Cool svo ég missti ekki af neinu.....

Núna erum við orðin bara tvö í kotinu aftur, dálítil viðbrigði, vildi til að það fóru ekki allir í einu Crying

Hef ekki haft eirð í mér ennþá að setjast niður með bútasaumsmyndina og klára hana, hef verið að púsla Halo  ásamt Kalla, Guðrún Ósk og Rebekka Lind hafa líka sest niður þegar þær koma og aðeins snert á þessu, dáist að þeirri litlu, ótrúlegt hvað hún getur, 5 ára. ( Ekkert ömmustolt á ferðinni þarnaTounge ) Fyndið með hann bónda minn, hann segist ekkert koma nálægt þessu, en samt er það nú svo að þetta virðist hafa ótrúlegt aðdráttarafl á hann (tala nú ekki um þegar hann ætlar sér að vera að vinna í tölvunniWink) og einhverra hluta vegna hef ég orðið á tilfinningunni að hann setji orðið fleiri kubba á sinn stað heldur en ég!Grin

Best að fara að huga að jólaskrautinu Errm eða púslinu Blush

Bið að heilsa í bili! 


Ekki er nú dugnaðinum fyrir að fara .

'Akvað að skrifa hér nokkrar línur svo fólk haldi ekki að ég sé hætt með þessa tilraun mína(bloggið)Blush
Hef hvors sem er ekkert betra að gera, ligg í flensu og orkan engin Pouty Alveg er það týpíst fyrir mig að leggjast í flensu korter fyrir jól Sick og 10 mínútum fyrir stúdentsveislu!  Guðrún Ósk mín er sem sagt að verða stúdent og ég var búin að lofa að halda veisluna fyrir hana, þ.22.des. Alveg lágmark að maður bjóði til veislu Joyful finnst ykkur ekki? 

Ásdís Rún er búin að vera hérna nokkrar vikur, pabbi hennar ekki í góðu ástandi Crying Búið að ganga bara vel, þau eru svo yndisleg hér í skólanum Kissing  Hún komst strax inn í skólann, mötuneytið og heilsdagsskólann eftir því hvernig vaktirnar voru hjá mér...En nú er pabbi hennar búinn að ákveða að hún komi aftur suður um áramótin og verði þar Errm Vona bara að hann sé ekki of fjótur á sér. 

Annars verður allt mitt lið hér hjá mér um jólin, Layla er komin og Iðunn og Siggi koma á fimmtudaginn.  Þær mæðgur fara svo fyrir áramótin en turtildúfurnar verða fram yfir áramót.  Það hentar mjög vel því ég er í fríi yfir jólin Grin

Ég var byrjuð á bútasaumsmynd sem ég ætlaði að klára fyrir jól, en held að hún verði að sitja á hakanum Woundering nóg annað er eftir sem meiri þörf er á að klára.

Var að hugsa um að gera eins og Hrönn systir, taka myndir af handavinnunni minni og setja hér inná, en það bíður betri tíma eins og ýmislegt annað Halo Ætlaði líka alltaf að setja inn fleiri myndir af barnabörnunum....

Jæja, ætli þetta sé ekki komið gott af röfli í bili....... Já, gleymdi að segja ykkur að ég og minn InLove

ætlum að skella okkur í tveggja vikna frí til Kanarí eftir áramót Grin


Var að eignast "LITLA" frænku!!! TIL HAMINGJU GERÐUR SIF OG GAUTI!!

Hún litla systir mín er ekkert með neitt hálfkák, þegar hún ákveður að eignast barn, þá er hún ekkert að koma með eitthvað pínulítið kríli.  Nei, nei , 58 sm og 5170 gr.,  geri aðrir betur! Litla daman er búin að fá nafn: Agnes Sunnefa skal hún heita þessi kjarnakona. Til hamingju Gerður Sif, Gauti og Anna Sigyn!KossKossKoss

 

 

 


Leti og aftur leti!

Mikið svakalega getur maður nú orðið latur stundum ( það er orðið slæmt þegar ég er orðin óvenjulöt )Skömmustulegur   Ég hef verið í þvílíku letikasti undanfarið að það hálfa væri nóg, ekki bætti svo úr að maður skildi  leggjast í flensu.  Búin að vera meira og minna lasin síðustu vikuna, hugsa að ég skelli mér til doktors ef ég verð ekki farin að lagast eftir helgina Óákveðinn.  Komin í 10 daga frí á sjúkrahúsinu, ætlaði að vera svo dugleg, týpískt að vera lasin akkúrat þá......  Ætla ekkert að fara nema á námskeið í nuddinu 15.-16., annars ætlaði ég að dúlla mér hér heima, vinna í ritgerð, setja upp gardínur o.s.f.

Ákvað að setjast niður og bulla e-ð hér á síðuna, því það er skömm að því hversu latur maður er að skrifa hér inná Skömmustulegur annars sé ég að það hafa svo sem fleiri verið latir í sumar, veit ekki hvort það að ég fór að halda úti svona síðu, sé að verða þess valdandi að systur mínar hætti með sínarSaklaus Gerður Sif verður nú samt að teljast löglega afsökuð,  Anna Sigyn heldur henni nú vel við efnið, fyrir utan nú það að hún er að eignast systur einhvern næstu dagaHlæjandi  En hvaða afsökun Hrönn hefur,veit ég ekkiUllandi tek alla vega ekki e-ð kattastúss til greina.....Glottandi

Heyri á mörgum sjúkraliðagellunum, að það er svona viss söknuður að vera ekki í skóla núna, verð nú að segja að ég er bara fegin að vera laus við skólabækurnar, þó ég sakni félagsskapsinsGráta

Já, gleymdi að segja, kennarinn okkar er orðinn pabbi, hann Ingi Þór og Rósa eignuðust strák á fimmtudaginn...Til hamingju!!!Brosandi

Er alltaf að bíða eftir að hún Layla mín flytji síðuna sína, en sennilega er bara nóg að gera hjá henni, hún er í námi upp fyrir haus....gangi þér vel elskan Koss

Guðrún Ósk er að öllum líkindum að klára síðustu áfangana fyrir stúdentinn (ef allt fer að óskum)

þannig að sennilega verður maður að slá upp stúdentsveislu öðru hvoru megin fyrir jólinBrosandi

Já, svo getur nú verið að maður fari seinna í mánuðinum, í sumarhús í Súðavík með nokkrum brjáluðum handavinnukerlingum.....Óákveðinn Ef manni tekst að redda vinnunni....

Röfla meira síðar, er að hugsa um að setjast fram í sófa með handavinnuna mínaSvalur

 


Reykjavíkurferð !

Erum að fara suður á eftir, þ.e. ég, Kalli og Ásdís Rún sem er búin að vera hér í nokkra daga.  Hún hefur nú verið svo óheppin að amman var óvenjumikið að vinna, en þetta hefur nú samt allt saman reddast og stúlkan gert ýmislegt sér til skemmtunar. Búin að fara 2x í sund, annað skiptið ein, því hér má fara einn í sund eftir 8 ára aldurinn, fór með afa að gefa fiskunum (í kvíarnar) Svo eru þær frænkurnar búnar að fara í fjallgöngu og fjöruferð (voru þannig útlítandi,þegar afi fann þær að honum þótti þörf á að koma við í skemmunni og skola það mesta af þeim Glottandi) Þessi elska talar alltaf um hvað það sé gott að koma í rólegheitin í Víkinni!!!! Svo finnst henni gott að mega fara hér um allt EIN!

Ástæðan fyrir suðurferðinni er Framsóknarþing, erum að fara suður til að velja nýja forystu, kemur svo í ljós hversu mikill vilji er hjá þingfulltrúum að breyta um áherslur Óákveðinn

En fyrst við erum að fara suður (ekki farið síðan í vetur) þá á auðvitað að heilsa upp á Laylu (erum ekki búin að skoða íbúðina hennar) Iðunni Ýr og Sigga, Örnu,Óla og stelpurnar, svo var Ingi búinn að segja að við yrðum nú að kíkja, hmmm, eins gott að systurnar mínar eru ny búnar að vera fyrir vestan....Glottandi Já og ekki má gleyma, það eru 3 barnabörn í viðbót á suðurhorninu, þekki nú minn mann illa ef ekki verður reynt að kíkja á alla línuna...Svalur

 Svo verður nú kannske kíkt aðeins í búðir... svona af því að maður er kominn suður Hlæjandi fyrir utan að fara út að borða og bara að hafa það gott Brosandi

Bulla meira síðar..... 


Verslunarmannahelgin framundan!

 Jæja, þá er þessi stærsta ferðahelgi ársins skollin á og ég að undirbúa útilegu í Dýrafjörðinn eins og venjulega um þessa helgi.. Stórfjölskyldan mín hefur haldið fjölskyldumót þar í fjölda ára.... það er mamma og pabbi og við systkinin með okkar fjölskyldur.  Þarna er fyrirtaksaðstaða fyrir svona útilegu, stór slétta sem hægt er að nota fyrir leiki ( og golf ), fjara til að vaða í, og hægt að fara í gönguferðir í frábæru umhverfi. Það sem krökkunum hefur líka alltaf þótt svo gaman er að það er ekki bara allir að leika sér saman, heldur hittast allir á kvöldin til að syngja og það eru sungin lög fyrir alla, byrjað á leikskólalögunum og svo eru bara sungið (eða að minnsta kosti reynt) hvað eina sem fólki dettur í hug.

Það verður nú sennilega mjög fámennt, þetta árið.  Trúlega verður það bara mamma og pabbi, við Kalli og Rebekka Lind sem gistum í Dýrafirðinum þetta árið, getur verið að Ási Gunnar og vinur hans komi.....  Gerður Sif er ekki viss um að Anna Sigyn sofi við birtuskilyrðin í tjaldinu, svo þær mæðgur og Hrönn ætla að koma yfir daginn en fara heim að sofa. Sama verður upp á teninginn með Sædísi & Co, þau gista trúlega ekki, Sædís nýbúin í einhverri aðgerð. Palli er á sjónum, Ingi & Co nýfluttur suður, sagðist ekki koma þetta árið.

Layla mín er aftur komin inn á deild og Ásdís Rún var að koma úr ferðalagi svo þær mæðgur koma ekki og Iðunn Ýr og Siggi ætla að skreppa í Borgarfjörðinn, á sælureitinn þeirra (sumarbústaður sem fjölskyldan hans á) stefna á að fara út einhverntíma í haust...... Guðrún Ósk ætlar að vera heima í fríi frá dótturinni (segir okkur alla vegna það !) Uppgefin eftir að vera með dömuna í 3 vikur í Reykjavík...... Ekkert af barnabörnunum hans Kalla kemur með þetta árið.

Fékk símhringingu frá syninum í gær....byrjaði á að segja að hann vildi segja mér þetta sjálfur, svo ég væri ekki að frétta þetta út í bæ.... hann væri á lögreglustöðinni.....(????)... að leggja fram kæru.... komu tveir heim til hans (hann lá veikur heima) æddu inn (telst vera innbrot, því þeim var ekki boðið inn ) og börðu hann, vegna þess að hann væri að bera út sögur um að þeir væru í dópinu , eða að selja það..man ekki hvort var, spurði drenginn ekki hvort hann hefði verið að því.... finnst það eiginlega vera aukaatriði.....það er mín skoðun að ekki eigi að leysa úr ágreiningsmálum með hnefunum .... þetta olli því að sonur minn er með sprungna vör, brákað nef, glóðarauga, mar og bólgur og strákarnir fengu á sig enn eina kæruna. Veit ekki hvort það hefur eitthvað að segja.....

 

Jæja, ætti kannske að halda áfram að undirbúa útilegu.....

Vona bara að það verði ekki eintóm rigning........ 


Loksins komið svar !!

 

Jæja, þá erum við loksins búin að fá svar í sambandi við skólann hjá Kalla.  Hann hringdi áðan, því okkur var sagt að þetta kæmist á hreint um miðjan mánuð....  Búið að slá af þessa braut í vetur Fýldur

voru ekki nógu margir sem sóttu um.... þannig að við verðum bara á okkar sömu gömlu þúfu áfram.

Þá snýr maður sér bara að því að fara að snyrta aðeins til á heimilinu, mála og svoleiðis, ýmislegt sem hefur verið látið eiga sig síðustu tvö árin....Skömmustulegur  maður verið að hugsa um eitthvað allt annað Svalur

Er reyndar byrjuð að mála forstofuherbergið.... þ.e.a.s. tilvonandi NUDDHERBERGI... þetta hljómar nú ansi flott, finnst ykkur ekki? Glottandi  Valdi lit á það sem heitir Tropical Green... 

 Er reyndar líka búin að kaupa gardínur fyrir nokkra glugga... Verslunin Baðstofan var að hætta, allt sett á ÚTSÖLU... Keypti reyndar líka bæði garn og efni til að geta saumað eitthvað smmáááá út....Gráðugur   (Aðallega harðangursvörur..)

Búið að vera ósköp rólegt hjá okkur, Guðrún Ósk og Rebekka eru í sumarfríi fyrir sunnan...

Ingi bróðir fluttur í Hafnarfjörðinn....

Gengur lítið með ritgerðina...Skömmustulegur

Jæja, best að hætta þessu röfli í bili.... ákvað að skrifa inn nokkrar línur, svo fólk héldi ekki að ég væri búin að gefast upp á þessu  Hlæjandi

 


Loksins frídagur

Búið að vera meira en nóg að gera.  Skrapp í sumarbústað um þarsíðustu helgi, vorum í Svignaskarði frá föstudegi til mánudags.  Skifti ekki máli hvort við vorum í heita pottinum eða ekki, vorum jafnblautGlottandi eini munurinn var að það var heitara í pottinum!  Datt allt í einu í hug að hringja á skrifstofuna hjá veralýðsfélaginu Baldri og athuga hvort þeir ættu eitthvað laust, þá var einhver að afpanta vegna þess að dóttirin hafði farið á spítala.  Segið svo að maður græði aldrei á óförum annarra.......Tala af sér  Mamma og pabbi voru þarna í öðrum bústað ásamt Gerði Sif, Gauta og Önnu Sigyn, Palla og Inga, svo voru þær alltaf yfir daginn, Erla Guðný hans Palla og mamma hennar. Sædís, Beggi og Tinna Dögg komu svo rétt yfir bláhelgina, já og Hrönn kom líka.  Þannig að ég hitti öll litlu systkinin mín Brosandi þó að þau séu nú reyndar öll stærri en ég í dag.....  Vegna þess að við fengum sér bústað gat ég boðið Rebekku Lind með, Guðrún Ósk hoppaði hæð sína, sá fyrir sér góða djamm helgi.  Einnig bauð ég Laylu og Ásdísi Rún og Iðunn Ýr og Siggi kíktu svo til okkar.  Þetta var nú bara notalegt, þrátt fyrir rigninguna.   En af því að ég er svo mikill snillingur þá tókst mér að lenda í smá óhappi með bílinn.

Á mánudaginn skutlaði ég Laylu niður í Bónus í Borgarnesi, þegar við komum út aftur kíkti ég í báða hliðarspeglana og bakkaði svo, auðvitað skellti ég á ljósastaur sem var beint fyrir aftan bílinn Skömmustulegur

 

Eftir að við komum heim hefur verið vinna og aftur vinna, ein til tvær vaktir á dag þangað til í dag.

'I síðustu viku var líka nóg um fundi, tveir á mánudag og þriðjudag í sambandi við nefndarskipan, á miðvikudag var svo meirihlutafundur vegna bæjarstjórnarfunds sem var á fimmtudag.  Og ég fór á  minn fyrsta bæjarstjórnarfund, þó ég sé í 7. sæti og 3 varafulltrúar fyrir ofan mig.  Stóð mig svona og svona, var dálítið stressuð vegna þess að fundurinn var sendur beint út á netinu og var búin að heyra að margir ætluðu að hlusta.  Fór tvisvar upp í pontu Svalur klikkaði á smáatriðunum Skömmustulegur gleymdi að ávarpa fundinn rétt: " Forseti og aðrir fundarmenn." En það var nú svo sem í lagi, því Forsetinn gleymdi að ávíta mig, Sjálfsagt verið stress í fleirum en mér.....  En nú er þessari fundasyrpu lokið, alla vegna í bráð.

 

Af skólamálum bónda míns er það að frétta að hann fékk hringingu fyrir helgi, bara þrír sótt um, ef ekki verða fleiri þá verður ekki hægt að hafa þetta nám næsta vetur Fýldur En lokaákvörðun verður tekin um miðjan júlí, þannig að þangað til  ríkir visst óvissuástand á þessu heimili Óákveðinn

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband