14.4.2007 | 14:28
Afslöppun, saumaskapur og kveisa!
Fór heim úr vinnu á fimmtudag, vegna magaverkja, ógleði og slappleika. Ekki það skemmtilegasta sem maður lendir í, en svona kveisa sem er yfirleitt ekki marga daga að ganga yfir, sem betur fer........ Verð alltaf svo rosalega drusluleg þegar ég fæ svona skemmilegheit, ligg og sef á milli þess sem maður neyðist til að skreppa. : o Þar fyrir utan er þessi vika (síðan á mán. ) búin að fara í afslöppun (LETI , öðru nafni) Þegar ég hef ekki verið að vinna þá er bara búið að sitja með saumadótið, í mesta lagi að það hafi verið aðeins kíkt á sjónvarpið........... alveg eins og búið var að ákveða ; ) Ætlunin var að setja inn myndir en kerfið er eitthvað seinvirkt, svo ég reyni aftur seinna!
Kveðjur úr sól og roki í Bolungarvík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 22:25
Nafnið er Ívar Elí!!
Skírnin er búin, gekk bara vel, prinsinn svaf vel, þó séra Skírnir væri að ausa hann vatni...........
Hér voru 26 manns í skírnarveislu, gekk bara vel, svo var farið í eldamennsku, lambasteik,kartöflugratín, ávaxtasalat og yndisleg sósa... Voru reyndar ekki nema 10 manns í mat, en eldað nóg fyrir morgundaginn líka.................. Búið að vera nóg að gera í eldhúsinu og þrifum þessa dagana svo á morgun verður bara legið í LETI............ Mesta lagi að maður snerti á saumadótinu eftir að maður vaknar ( Er að fara á næturvakt) Geri ráð fyrir að á morgun fari allt að færast í fastar skorður, allir gestir að fara að snúa heim á leið og bara rólegheit framundan!!!
Kveðjur úr Bolungarvíkinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2007 | 12:43
Vika 4
Jæja , hér koma nýjar myndir af Mirabilia dömunni minni, aðeins byrjuð á Kreinikinu og gengur bara þokkalega ( stuttir endar)
Er að fara að undirbúa fiskihlaðborð fyrir 24-25 manns sem verður hér hjá mér í kvöld, svo er næturvakt næstu nótt ( kannske hægt að bæta við 1-2 endum ef að það verður rólegt ; ) )
Kveðjur úr Bolungarvíkinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 08:50
Páskar og skírn framundan!
Ég var að eignast mitt áttunda barnabarn um daginn, 16.mars nánar tiltekið, nú á að skíra drenginn um helgina, hér heima hjá okkur, á Páskadag. Þarf að klára að þrífa, því ég er að vinna alla páskana, kvöldvakt annað kvöld og svo átti ég að vera á þremur næturvöktum. Búin að losa mig við miðnóttina (aðfararnótt Páskadags) svo ég verð í standi til að "sjæna" aðeins til og leggja lokahönd á allt hér á Páskadagsmorgunn. Ef allt fer eftir vananum, veitir ekkert af því, því þó við verðum ekki með neina næturgesti þetta árið, þá er skádóttir mín í bænum og öll barnabörnin fyrir utan eitt, þannig að ég geri ráð fyrir miklum gestagangi eins og vant er.
Svo verður fiskihlaðborð hér á föstudaginn langa eins og vant er ( Var alltaf á Hlíðarveginum hjá mömmu, en eftir að fjölgaði svona í kring um mig, hef ég haft það hér heima)
Samt haft tíma til að setjast niður og sauma svona stund og stund búin með allt nema Kreinikið og perlurnar, reyni að setja inn mynd á morgun eða hinn! Búin að vera svo spennt fyrir þessari mynd að það liggur við að ég hafi ekki snert á neinni annarri handavinnu síðan ég byrjaði á henni ( fyrir utan Leyni SALið og mynd sem ég er að gera fyrir Línuna)
Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað Línan er, þá er það happdrætti sem Kvennadeild Slysavarnarfélagsins hér er með ( Kvennadeildin er líka með svona inn á Ísafirði)
Fólk kaupir línur í stílabók (350 kr.-) þar sem nafnið þeirra er skrifað, línurnar svo klipptar niður, brotnar saman og settar í stóran kassa. Svo á jólafundinum er dregið, einhverjum hlut haldið á loft og lína dregin úr kassanum, sá sem á línuna fær þennan vinning. Vinningar eru að miklu leyti heimagerðir, bæði eru haldnir línufundir þar sem konur hittast og eru að vinna að einhverju saman og svo er fullt af konum um allt land (brottfluttar) sem senda okkur eitt og annað. Þetta er ein aðal fjáröflun félaganna hér á svæðinu og oft mjög flottir vinningar
Nóg komið af röfli í bili, best að fara að gera eitthvað af því sem ég ætlaði að klára í dag!!
Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 18:51
Saumaskapur og meiri saumaskapur!
Skrapp suður um daginn , fór á HITTING , það er ég hitti nokkrar konurnar úr Allt í kross hópnum. Það var sko BARA gaman!!!!
Annars er bara búið að vera vinna og meiri vinna, en svona aðeins slappað af með saumadótið á milli. Hér kemur semsagt nýjasti afraksturinn, gengur bara ágætlega enda ekki byrjuð á Kreinik eða perlum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 19:03
MIRABILIA vika 1
Ég er búin að gera 3 tilraunir til að senda þessa mynd og eina aðra á saumahópinn minn og gengur bara ekki, þannig að ef þær vilja fá að sjá afraksturinn verða þær bara að fara hingað inn
Kveðjur úr Víkinni
Bloggar | Breytt 16.3.2007 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 15:58
Beðið eftir stóru myndinni!!
Fyrir utan stóru myndina (sem var UFO-stykki), þá er búið að klára þessar tvær meðan verið er að bíða eftir stóru myndinni minni...
(Spurning hvort maður sé eitthvað að friða samviskuna? Allt í lagi að byrja á nýju stykki, það eru jú þrjú búin
Kveðjur frá einni sem bíður eftir morgundeginum og póstinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2007 | 11:46
Loksins Búin!!
Náði loksins að setja endahnútinn , búin að vera einhver ár, svona með hléum, að klára þessa mynd.
Er enn að bíða eftir myndinni sem ég ætla að sauma næst, bíst við henni á morgun, búin að senda tollskýrslu....
Annars er svona allt með svipuðum hætti,
Layla mín inn á deild, verið að breyta lyfjum eina ferðina enn, vonandi að það heppnist núna.
Guðrún Ósk og Rebekka Lind búnar að liggja veikar báðar tvær, Rebekka Lind búin að vera með hlaupabólu og spurning hvort hún hafi fengið flensu oní hana, rauk upp með 41°stiga hita, aðfaranótt mánudags, búin að vera hitalaus núna í 2 daga, rauk svo aftur upp í 39,5°.
Og ekki má gleyma því að litla barnið mitt, sonurinn er fluttur heim aftur, atvinnulaus og finnst bara gott að vera heima á hótel mömmu, eftir að vera búinn að prófa að búa í 7-8 mán .........
Af Iðunni Ýr er bara allt gott að frétta, kemst fátt annað að en fyrirhugað brúðkaup ( 18. ágúst )
Kveðjur úr Víkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 12:44
SAUMASKAPUR
Er að hamast við að klára þessa mynd, svo ég geti byrjað á nýrri með góðri samvisku
Veit ekki hvort ég var búin að minnast á að ég er komin í saumaklúbb á netinu- alltikross-
finnst alveg rosa gaman að vera í honum... heyra í fullt af konum sem eru jafn "ruglaðar" og ég.
Búin að panta mér slatta af handavinnu af Ebay Er núna að bíða eftir að fá sendingu Mynd sem ég hlakka mikið til að byrja á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)