31.5.2006 | 12:00
kíkið á þetta!!!!
Ef þetta er ekki hámark karlrembunnar, þá veit ég ekki hvað!! Kíkið á //sylviam.blog.is
Og skoðið auglýsinguna frá Durex í leiðinni........................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2006 | 11:25
SKO MIG!!! Tókst að setja mynd inn á síðuna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2006 | 17:29
Spennufall!
Nú er útskriftin búin og kosningarnar búnar og maður finnur fyrir vissu spennifalli, hvað nú?
Útskriftin gekk bara vel, og þær voru nú sumar í hópnum að gera ýmislegt fleira en að útskrifast, eins og það væri ekki nóg! Elín átti afmæli í gær og þau Matti settu upp hringana!!! Og Bylgja blessunin gerði sér lítið fyrir og gifti sig í gær!!!! Það var einmitt verið að segja við hana, hvað hún væri rosalega fín, það mætti halda að hún væri að fara að gifta sig..... en Bylgja setti bara upp sinn sakleysissvip og eyddi því... Til hamingju Elín og Bylgja. Og bara til hamingju allar saman með útskriftina
Nú er Sædís systir að fara að útskrifast á næstu helgi úr Garðyrkjuskólanum. Mamma og pabbi sögðu að það væri nóg að gera hjá þeim, að fara í útskriftir hjá börnunum..... voru bara voða stolt.... eins og vera ber.
Þetta verður sennilega hálf skrítinn tími sem fer í hönd, bara RÓLEGHEIT, eða þannig, bara vinna.
Ekkert kosningastúss og enginn skóli. Verð nú að segja að ég er nú ánægð með að kosningastússinu skuli vera lokið, en sakna stelpnanna þetta var alveg meiriháttar hópur.
Er að hugsa um að fara út á pall og sleikja sólina, verð sennilega ekki til annarra stórræða í dag,
Hálf þreytt eftir gærkveldið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2006 | 14:45
Styttist óðum í kosningar og útskrift!
Aðeins tveir dagar eftir,svo ætti nú að fara að róast hjá mér. Búið að vera nóg að gera, hef verið niður á kosningaskrifstofu þegar ég hef ekki verið að vinna. Sameiginlegi framboðsfundurinn var í gærkveldi, fyrir fullu húsi, gekk svona ágætlega. Held að mitt fólk hafi alla vega ekki tapað á honum. Var mjög rólegur,Óli Kitt hafði á orði að þetta hefði verið svona eins og saumaklúbbur. Í dag ætla ég að vera heima hjá mér að undirbúa heimilið fyrir útskriftarveislu á laugardaginn. Það höfðu nú reyndar einhverjir orð á því að ég ætti bara að koma með fólkið mitt í kosningakaffi hjá K-listanum. Ekkert að vera að þessu veislustússi heima, ég benti fólki nú á það að sennilega verður þetta eina skiptið sem ég set upp svona koll full ástæða til að halda veislu finnst mér . Á morgun verð ég að vinna til fjögur, svo þarf ég að fara í búð og ná í bollana og það fyrir kosningakaffið, já og verð að muna eftir servíettunum Held að ég sé þá komin með það sem ég þarf að gera.
Svo er æfing í kirkjunni kl. átta annað kvöld... Eigum að mæta við skólann kl 11.45 á laugardaginn, fá blóm og húfuna, svo verður myndataka Eins gott að muna eftir brosinu þá! Guðrún Ósk mín var eitthvað að vandræðast með hvað fólk gæfi mömmu sinni í útskriftargjöf! Ég held hún eigi bara að þakka fyrir að ég skyldi ekki ætlast til að þau (börnin mín ) héldu veisluna fyrir mig
Nudd ritgerðin alveg setið á hakanum, samt ekki svo mikið eftir, en þarf samt að klára hana, læt það nú samt eiga sig fram yfir helgi....
Getur verið að Hrönn systir komi hér við á eftir, kenni mér að setja inn myndir, sjáum til...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2006 | 14:26
Fallegt ljóð sem segir svo margt!
Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlega hlær,
hlýja í handartaki,
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði,
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi, fegurð og yl
Höfundur: Úlfur Ragnarsson
Þetta ljóð sendi ein elsta vinkonan mín mér einu sinni í jólakorti, mér finnst það svo fallegt að ég vil að sem flestir fái að njóta þess.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2006 | 14:08
Ritgerðasmíð og pólitík.
Búin að fá út úr prófunum, náði öllu, ekki að spyrja af því! Þá er það BARA ritgerðin eftir...hmmm, hmm, ætli það sé ekki einhver sem taki að sér svona ritgerðarsmíð? Settist reyndar niður í heila 3 tíma í gær,miðaði eitthvað en samt nóg eftir. Ætla að sitja við í dag líka, sjáum til hver afraksturinn verður eftir daginn Erfitt að koma sér að verki, þegar glampandi sól er. Langar mikið frekar til að fara út og taka til í garðinum ætti kannske að gera eins og í gær, fara út og finna ískaldan gustinn, þá er sko ekki mikið mál að setjast við tölvuna eftir það.
Nú fer líka ansi mikill tími í pólitíkina, skrifstofan opin á hverjum degi, er líka að vinna að grein um heimahjúkrun, íbúðir aldraðra og ýmsa þjónustu er lítur að þeim. Ekki nema 11 dagar til kosninga, erfitt að sjá hvernig þetta muni fara hér, 3 listar í boði, það er K-listi sem ég er á, svo er D-listi og DD-listi, nei reyndar er nú seinasti listinn með bókstafinn A. En þar eru ansi margir sem voru í Sjálfstæðisflokknum, Efsta manneskjan, var 2. í prófkjöri hjá D og var formaður fulltrúaráðs, sú sem er önnur á lista A, tók líka þátt í prófkjöri hjá D, var fjórða í prófkjörinu, hefur setið í nefndum fyrir D og verið varamanneskja í bæjarstjórn. Einnig er nýkjörinn formaður ungra D á listanum o. s. frv. Stundum finnst manni bara fyndið að fylgjast með þessari blessaðri pólitík, þó auðvitað sé þetta háalvarlegt mál, framtíð bæjarins í húfi.
Byrjaði að skrifa þetta í morgun, er að klára þetta núna, búið að miða vel í ritgerðinni, þó betur má ef duga skal! Er að fara á aukavakt á eftir,er svo dugleg peningagrægðin að drepa mig
eða bara leti við ritgerðarsmíð Hvað haldið þið? Jæja, best að halda smá áfram með smíðina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 17:18
Prófin búin!
Seinasta prófið í morgun. Húrra fyrir því!!
Var á fundi með nuddstelpunum í fyrrakvöld, vorum að ákveða hvernig við ætlum að hafa þetta í næstu viku þegar Kristján kemur. Það er kannske ljótt að segja það en það var viss léttir að heyra að það eru fleiri en ég sem eru ekki búnar að skila ritgerðinni. Segir kannske mest um hversu innrættur maður er:
Allt í lagi þó ég sé ekki búin, fyrst þær eru ekki heldur búnar,hmm, hmm, ekki alveg rétta hugsunin eða hvað finnst ykkur? Töluðum um að setja upp síðu fyrir hópinn.... sjáum til með það.
Nunnurnar ætla að hittast í kaffi á Fernandos á morgun, enda alltaf veturinn á því að drekka saman kaffi. Sé til hvort ég nenni! ... Nunnurnar eru vel að merkja Harðangursklúbbur... Svo fer Orkeringarhópurinn að ljúka vetri bráðum, þarf að hringja í Stínu, er ekki viss hvenær...
Er að fara á 2 næturvaktir, var að taka til prjóna og harðangursdúk til að taka með mér, verð að hafa eitthvað að gera ef það verður rólegt. Verð hálfgerð næturvaktadrottning í sumar, það vantar alltaf svo mikið á þær, tek 2 í næstu viku líka.
Var að reyna að setja myndir inn á síðuna, gekk ekki, prófa aftur seinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2006 | 11:11
JARÐGÖNG hvar og hvenær?
Á fund hjá Bæjarmálafélaginu í gærkveldi mætti Gísli Eiríksson umdæmisstjóri - nýframkvæmdir.
Hann fór yfir stöðu mála í sambandi við jarðgöng á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Það á að gera fleiri rannsóknir í júní og þá í Hnífsdal til að athuga þann möguleika. Þeir kostir sem hann fór yfir eru:
1. 2 bútar á Óshlíðinni + vegskálar og fleiri þil á Óshlíð og Eyrarhlíð
2. Frá Ósi að Seljadal + vegskálar og fleiri þil á Óshlíð og Eyrarhlíð
3. Frá Syðridalsvatni að Hnífsdal, innanvert við Hraun, vegur þvert yfir dalinn (brú) og áfram fyrir ofan byggð + vegskálar og fleiri þil á Eyrarhlíð
4. Frá Syðridal ,rétt innan við virkjun að Seljalandi, vegur inn dalinn (brú)
Kostur 1 og 2 eru ódýrari, hægt að taka kost 1 í áföngum. Hvað ætli það yrðu mörg ár í öruggan veg?
Ókostirnir eru að enn eru eftir 7 merkt snjóflóðasvæði á Óshlíðinni og svo auðvitað Eyrarhlíðin sem þeir verða auðvitað að gera úrbætur á, á meðan byggð er í Hnífsdal
Kostur 3 og 4 eru svipað dýrir. 'Okosturinn við kost 3 er að einhver hætta yrði á snjóflóðum bæði inn að göngum Syðridalsmegin( segjast vera komnir inn fyrir hættu, Hnífsdalsmegin) og vegurinn fyrir ofan byggð í Hnífsdal. Hver vill búa í þessum fínu húsum eftir aðþjóðvegurinn er kominn fyrir utan?
Ég sé ekki neinn ókost við kost 4, en sumir eru að tala um að inn í Syðridal sé snjóþungt og algjört veðravíti, þó ber mönnum ekki saman um það. Ég og fleiri teljum að þegar það væri kominn uppbyggður vegur þá verði snjósöfnun ekki vandamál og hvað er það versta sem gæti komið fyrir í verstu veðrum. Þó þú færir útaf, þá ætti ekki að vera svo mikil hætta, ekki er stórgrýtinu og sjónum
fyrir að fara inni í dal. Og þar yrðu engin hlið sem hægt væri að loka á mann. Fyrir utan svo það að þegar þú kæmir út úr göngunum við Seljaland þá er stutt í Bónus, flugvöll, skíðasvæðið og Vestfjarðagöngin( man ekki hvað Gísli sagði að þetta myndi styttast) Sennilega yrði jafnlangt að fara í Menntaskólann en 300 m. lengra að hringtorginu. Fyrir utan þann kost að minni umferð yrði um Krókinn, Fjarðarstræti og Sólgötu. Og það sem ég hef alltaf verið að benda fólki á að þá yrði komin svo mikið betri tenging við Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. Ef við viljum sjá hér áframhaldandi byggð og meiri uppbyggingu í framtíðinni, þá þarf meiri samvinnu og eftir því sem útstöðvarnar eru sterkari því sterkari verður kjarninn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2006 | 12:54
Lærdómur!
Þykist vera að lesa undir próf, gengur ekkert of vel, finn mér allskonar afsakanir til að gera eitthvað allt annað Þurfti endilega að fara NÚNA yfir til Huldu með blað sem hún þarf að fylla út fyrir mig í sambandi við löggildinguna. Fór svo inn á Ísafjörð til að ná í ritgerðina í HJÚ til Sveinu ritara, fékk 9 vissi svo sem að ég hlyti að hafa náð, þurfti samt endilega að ná í hana núna. Og fyrst ég var nú kominn inneftir þá þurfti ég aðeins að skreppa á spítalann og skoða vaktirnar hjá mér í næsta mán. Sit núna við tölvuna, varð aðeins að kíkja á póstinn....hmmm. Er ekki búin að lesa nema einn kafla af 18.
Þetta er orðið slæmt þegar það freistar manns meira að taka til heldur en læra fyrir próf .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2006 | 15:09
Að nenna eða nenna ekki!
Var svo löt í gær eftir vinnutörnina, að ég nennti ekki að gera neitt , sat bara og saumaði
Dagurinn í dag ekki mikið skárri, er svo sem búin að sitja við tölvuna, en að ég hafi nennt að vinna við lokaritgerðina sem ég ætti að vera að vinna við , svona til þess að það sé nú frá, nei og nei. Tók upp Formúluna, ætla að horfa á hana í kvöld með kallinum mínum( hann er á sjó ) svo ekki var sjónvarpsgláp að tefja mig, hef ekki einu sinni nennt út á pall að njóta veðursins. Verð líklega að reyna að sparka í afturendann á sjálfri mér og nýta daginn eitthvað, hvort sem það verður ritgerð eða tiltekt sem verður ofaná---- Telst líklega lélegt dagsverk að setja 2x í þvottavél.,
Annars verð ég að segja ykkur frá því að hingað kom skólasystir mín og gömul æskuvinkona í heimsókn í gær, höfum ekki hist í 12 ár ( fermingarmót 94) Hún var fyrst til að skrifa í gestabókina og er ég nærri viss um að þessi síða varð til að hún lét verða af því að sjá sig. Fríða var hér á æskuslóðum á bútasaumsmóti og var mjög gaman að hún skyldi droppa hér inn, hún hefur ekki samband við marga í árganginum frekar en ég. Hef verið að velta fyrir mér hvort hægt væri að setja upp bloggsíðu fyrir árganginn og hafa þá smám saman upp á öllu liðinu og auðvitað fá fréttir af þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)