16.5.2007 | 15:00
Redwork skipti
Ég fékk þetta líka flotta nálaveski og ekkert smá dúllulegt kort með, frá henni Hafrúnu Ástu Þannig að ég fékk eiginlega tvennt í Redwork Veit ekki hvort þetta sést nógu vel á myndunum, en kannske eru betri myndir af þessu inná blogginu hennar.
Takk, takk fyrir mig Hafrún Ásta!
Nú bíð ég eftir að heyra að mín sending hafi komist á leiðarenda, ætti að fara að skila sér, fór í póst fyrir helgi!
Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 15:50
Komin í ramma !
Er bara nokkuð sátt við þennan ramma. Finnst hún bara koma vel út!
Það var vorfundurinn hjá einum öðrum handavinnuklúbb sem ég er í , í gær. Súpufundur á Hótelinu í hádeginu. Þetta eru Nunnurnar ( Harðangur og Klaustur ) Við höfum hist einu sinni í mán. , yfir veturinn, annann laugardag í mánuði milli kl.1 og 3. saumað saman og svona skoðað hvað hinar eru að gera....... en alltaf endað veturinn á því að hittast yfir kaffi eða súpu ! Ég komst reyndar ekki í gær, þar sem ég er að ammast þessa helgina, en efast ekki um að þetta hafi verið gaman eins og alltaf. Svo var búið að kaupa kveðjugjöf fyrir Línu, en hún er að flytja úr bænum. Hún var með hannyrðaverslunina hér á svæðinu( lokaði í fyrra) og var mjög dugleg að vera með námskeið og einnig fengu Nunnurnar að hittast í búðinni hjá henni, meðan hún var til staðar ( frítt)
Annar hópur sem ég reyni að mæta í er Orkeringarhópur, sem reynir að hittast einu sinni í mán.
gengur nú ekki alltaf, erum færri, þannig að það munar um hvern og einn sem kemst ekki Þar er það hún Stína (Handavinnufrík nr. 1) sem reynir að halda utan um hópinn ( flestar lært þetta á námskeiði hjá henni ) Hún er held ég aðallega að reyna að sjá til þess að þetta týnist ekki niður aftur!!!
Svo er verið að reyna að fá mann til þess að koma í Bútasaumsfélagið líka.........................
Ætla nú aðeins að sjá til með það
Kveðjur til allra handavinnufríka!
Ása
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2007 | 16:06
Leyni SALið búið!
Ákvað að setja mynd af því strax! Finnst þetta alveg mjög skemmtileg mynd og fallegir litir. Hef beðið spennt eftir nýrri sendingu í hverri viku. Takk fyrir Linda, hlakka til að byrja á nýju Leyni SALi með haustinu!
Er að fara að þvo myndina, svo línurnar fari, held ég eigi ramma sem ég get notað, set þá inn aðra mynd !
Best að fara að kjósa og svo þarf ég að undirbúa PARTÝ, búin að lofa henni Rebekku Lind því að við verðum sko með partý þó Eiríkur hafi ekki komist áfram!!!!! ( Þó vissulega hefði það verið meira gaman! )
Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 18:03
Redworkið búið!
Jæja, þá er Redworkið farið í póst, var nú kannske ekki alveg 100% ánægð með hvernig frágangurinn gekk, en lét það samt fara svona ( ekki viss hvort ég gæti gert eitthvað betur ) Þá er bara að bíða og sjá hvernig viðtökurnar verða, vona bara að hún verði sátt við þetta! Mér fannst alla vegna gaman að sauma þetta, var eitthvað sem mig var búið að langa til að prófa í töluverðan tíma Set inn myndir eftir helgina þegar ég veit að það er komið á leiðarenda !!!!
Kveðjur úr Bolungarvíkinni.
Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 12:55
S.M. - Vika 2
Er að leggja lokahönd á Redworkið, það fer í póst á morgun!
Set inn myndir þegar móttakandi er búin að fá það!
Er að byrja að setja perlurnar á M.S.F. Set inn mynd þegar það er búið!
Hef ekkert snert á Bangsanum þessa vikuna!
Kveðja úr Bolungarvíkinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 11:49
Aftur fækkar í heimili!
Nú fer að líða að því að "LITLA BARNIÐ " fari aftur að heiman, alla vegna í sumar. Hann og kærastan eru að fara austur á Egilstaði að vinna í sumar . Kemur svo í ljós með haustinu, hvort hann kemur heim eða fer suður ( Einhverjar vangaveltur uppi) Ég er nú svo skrítin að mér finnst það bara fín tilhugsun að vera að verða tvö aftur. Það munar alveg ótrúlega um þennann 19 ára gutta minn! Þó hann sé búinn að prófa að búa einn í 9 mán., þá er samt svo ótrúlega gott að komast aftur heim " á Hótel Mömmu " Fötin þvo sig bara sjálf og eru brotin saman og sett inn í herbergi ( leyfi honum nú að ganga frá þeim ) Alltaf til fullt af mat, meira að segja eldað og sett á borð, þegar mamma er ekki á kvöldvakt. Alveg óþarfi að ganga frá eftir matinn (nema maður sé beðinn um það ) Ég veit ekki hvort þetta lýsir því að hann sé ofdekraður ( Það segja systur hans ) eða slæmu uppeldi eða hreinlega vissri leti í mömmunni!!! Það er oft fljótlegra að ganga frá sjálf, setja bækur, blöð og DVD diska á sinn stað og sjá um þvottinn fyrir hann, heldur en vera að tuða í honum OFT og MÖRGUM SINNUM . Ekki það að ég sé eitthvað tuskudýr með hreingerningaráráttu, langt frá því , en mér finnst samt óþarfi að hafa drasl út um allt. Þá verður óneitanlega minna pláss fyrir mitt dót ( ekki drasl, saumadót er ekki drasl )
Rebekka Lind verður hjá okkur í nokkra daga, mamma hennar er að skreppa suður á DJAMM !!!! Þau systkinin eru reyndar líka að fara að hitta pabba sinn og hálfbræður sína. Minn fyrrverandi er semsagt á landinu þessa dagana.
Það eru aldrei rólegheit þegar Rebekka Lind er hjá okkur, hún talar út í eitt þessi elska, og verður helst að vera að gera eitthvað, ALLTAF Hún er búin að panta Kakósúpu og svo vill hún fá að gera svona " upp og niður og greiða" ( vefa) Annars er hún nú ekkert slæm, skapgóð og gegnir ömmu sinni alltaf
ÚFF, þetta er nú búið að vera meira rausið í mér, nóg komið í bili !
Ása
ES. Hann sonur minn getur verið afskaplega duglegur, þegar HONUM dettur það í hug, þó að mér finnist hann á milli vera full lengi að framkvæma hlutina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 12:55
Legið í Kvefpest!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 11:59
Gleymdi Bangsamyndinni!
Jæja, búin að fara og púla í sjúkraþjálfuninni, alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að hafa sig af stað, eins og maður er nú ánægður með sjálfan sig, þegar maður er orðinn rennsveitt og æfingarnar allar búnar
Kveikti allt í einu á því að ég var búin að lofa að setja mynd af Bangsamyndinni minni inn hér líka, ákvað að drífa í því, þó það sé nú ekki komið mikið síðan seinast! Daman mín og LeyniSALið búið að ganga fyrir og svo er ég búin að vera að gera litlar fígúrur fyrir Línuna.
Gerður Sif , litla systir mín er að koma vestur í dag, með báða skæruliðana sína, þær verða fram yfir helgi, var að hugsa um að heilsa upp á þær, svo eru 2 næturvaktir framundan, vona að þær verði í rólegri kantinum ( Þá er möguleiki að maður geti saumað eitthvað )
Bið að heilsa í bili.
Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 10:12
Vika 6-7
'A næsta föstudag eru komnar 7 vikur frá því að ég fékk þessa mynd, nú er "bara" eftir að setja perlurnar , þá er þessi tilbúin til innrömmunar!!!!
Er að reyna að ákveða mig á hvaða mynd eða myndum ég byrji á næst
Jæja, nú er best að hætta þessu í bili, ætla að fara yfir til hennar Fanneyar í sjúkraþjálfun ( með hnén á mér) búin að vera svo asskoti löt undanfarið, verð að sparka í rassinn á sjálfri mér Þarf sko bæði að styrkja á mér hnén og helst RÝRNA dálítið Röfla meira seinna.
Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2007 | 15:17
Myndirnar!
Það tókst loksins að setja inn myndir, þrátt fyrir dagsetninguna sem stendur á myndunum þá voru þær teknar í dag.... Tók ekki eftir að það væri vitlaus dagsetning fyrr en ég var búin að setja myndirnar inn......
Þetta er sem sagt vika 5 hér til vinstri og Button ´n Bears er hér til hægri. ; )
Ása
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)