Gefið á Línuna

Mynd gefin á Línuna 2007Mynd gefin á Línuna 2007Smámyndir gefnar á Línuna 2007Smámyndir gefnar á Línuna 2007Smámyndir gefnar á Línuna 2007Smádót gefið á Línuna 2007

Á seinustu stundu!

Alveg merkilegt að maður skuli ekki getað vanið sig af þessu!

Þ. e. að vera alltaf á seinustu stundu með alla hluti!

Línufundurinn er á morgun, á eftir að falda 1 stk dúk + að ganga frá einhverju af minni stykkjum......

OG baka  eins og eina brúna lagköku  OG fara og klára að selja línuna.....................

Alveg ótrúlegt að þetta skuli alltaf vera svona hjá mér, því ég ÞOLI til dæmis ekki að mæta of seint og geri það yfirleitt ekki .

Jæja, best að fara að klára eitthvað af þessu, er að fara á næturvakt næstu nótt, get kannske notað tímann þá til að ganga frá einhverju.................. 


Myndir í innrömmun!

Ég sagði ykkur frá því hér einhvern tímann í sumar að ég hefði farið með litla jólasveininn minn í innrömmun hér í nágrenninu og spurt hvað það myndi kosta að ramma hana inn með rauðu kartoni+hvítu og gylltan ramma.  Verðið sem ég fékk uppgefið var um 10.000.

þá ákvað ég að fara með myndirnar mínar frekar suður í Innrömmun Renate, en stelpurnar í saumklúbbnum mínum höfðu mælt svo mikið með henni.

Hér er svo afraksturinn, sú litla eins og ég vildi hafa hana + þessi stóra á 8800 kr. Grin 

Fer sko örugglega með mínar myndir til Renate í framtíðinni! 


Fleiri kransamyndir


Aðventukransagerð!

Eitt af því sem er fastur liður í jólaundirbúningi hjá mér er að fara á Hlíðarveginn til mömmu í kransagerð.  Í fjölda ára höfum við hist þar, systurnar og mágkona okkar (þar til fyrir 2 árum að hún flutti suður)  til að gera aðventukransa, hurðarkransa, kertaskreytingar, körfur og bara hvað sem okkur hefur dottið í hug.  Að sitja svona nokkrar saman, gera skreytingar, fá okkur kaffi og Baileys, konfekt og/eða smákökur ef einhver er búin að baka, er orðið alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.  Hef yfirleitt ekki tekið myndir af afrakstrinum en ákvað að gera það núna ( mættu vera betri)

 


Kominn tími á smá blogg!

Hér er mynd af turtildúfunum og tilvonandi foreldrum,ásamt  Rebekku Lind og Ásdísi Rún.  En þær fengu þann heiður að vera brúðarmeyjar og voru ákaflega stoltar af því.   Er nú enn að bíða eftir að fá myndirnar frá aðalljósmyndaranum...... þær hljóta að skila sér inn fyrir rest.

 

 Annars er bara allt gott að frétta af mér, búin að vera grasekkja í allt haust og verð það að öllum líkindum í nokkra mánuði á vor önn líka.  Búin að búa alein síðustu 3 mánuðina, þar sem bóndi minn fór í skóla og litli strákurinn (19) býr orðið fyrir sunnan.   Hef átt stefnumót við bóndann svona hist og her um landið, bara verið gaman af þvíInLove   En heldur vildi ég nú hafa hann hjá mér, en maður hlýtur nú að hafa þetta af.......

Nú vinn ég orðið bara á skýlinu, hér hinum megin við götuna, flutti mig yfir í sept, var að vinna á báðum stöðum þann mánuðinn, en svo hætti ég alfarið innfrá.  Algjör lúxus að þurfa bara að hlaupa yfir götuna til að fara í vinnu. Wink


"Bara" afturstingurinn eftir .......

100_1191Þetta er ein af UFO myndunum mínum, sem þýðir að ég byrjaði á henni fyrir mörgum árum síðan, er búin að vera að taka í hana öðru hvoru núna og þá endar auðvitað með að stykkið klárist Wink  Er að vonast til að ég klári hana um eða eftir helgina..........  Set þá inn aðra mynd af henni kláraðri Smile  Mig langar svo að ramma hana inn eins og sýnt er utan á pakkningunni, það er með hvítum kartonlista, rauðu kartoni og gylltur rammi utan um allt saman.  Fór með myndina á pakningunni til rammagerðarinnar hér til að athuga hvað það myndi kosta, Ca. 10.000 kr. takk fyrir! Myndin er 13 x 18 cm.  Sem sagt ekki hægt að segja að hún sé mjög stór...............  Þegar þessi er búin þá er ég búin að klára tvö UFO stykki, tölum ekkert um hversu mörgum ég hef byrjað á , á sama tíma Cool

Veit ekki hvað fólk heldur um mig að vera að sauma eintóm jólastykki á miðju sumri..... en svona er ég nú bara.Blush

En svo ég snúi mér að allt öðru, þá er hún Iðunn Ýr mín að hugsa um að keyra hringinn alein, bara svona til að komast eitthvað í frí. Siggi fer ekkert í frí fyrr en í kring um brúðkaupið og við verðum fyrir austan þegar hún fer í frí, þannig að það yrði enginn hér nema Guðrún Ósk og hún er svo mikið að vinna. 


Mest lítið að frétta !

SmámyndirSmámyndirHéðan er nú mest lítið að frétta!

Búin að vera frekar löt við saumaskapinn, helst að ég taki í einhverjar smámyndir fyrir  "Línuna" .

Tekur nú samt alveg tímann sinn að sauma í plast eins og þetta sem er hér fyrir ofan.    Á svo eftir að klippa þetta út og setja hanka á og set sennilega filt aftan á til að gera þetta snyrtilegra..... Hinar smámyndirnar set ég svo í ramma, á reyndar eftir að kaupa ramma fyrir eitthvað af þessu .

SmámyndirSælan stóð ekkiSmámyndir

lengi hjá honum syni mínum, hann er hættur með kærustunni, farinn suður, fékk inni hjá vini sínum og farinn að vinna hjá Norðurál.  Líst bara ágætlega á það.

Nú er hún Ásdís Rún mín farin að hringja og tékka á því hvenær hún eigi að koma vestur í heimsókn til ömmu og afa í "rólegheitin í Bolungarvík". Síðan hún var heilt ár hér hjá okkur þegar mamma hennar var sem mest veik, hefur það verið fastur liður að hún kemur vestur og slakar á hér í 2 - 4 vikur á sumrin.  Það getur verið erfitt að leyfa sér að vera bara barn og vera ekki að hafa áhyggjur af "öllu og engu", þegar maður er alin upp á heimili þar sem mikil veikindi eru til staðar..............   Við urðum ásáttar um að hún kæmi einhvern tímann eftir að ég er komin í frí, sem sagt , eftir 21.júlí.  Þannig að það gæti orðið dálítið fjör hér seinni partinn í sumar, Rebekka Lind verður hér með annann fótinn eftir að leikskólinn byrjar aftur(mamma hennar að vinna) en hún fer ekki í leikskólann eftir sumarfrí, er að fara í skóla í haust !

Jæja, nú tel ég að nóg sé komið að rausi í bili, enda er ég að fá eina í nudd ; )

Kveðja úr Víkinni.

Ása 


Redworkið sem ég sendi til Guðbjargar!

Redwork 2007Redwork 2007Hér koma myndirnar sem ég var búin að lofaRedwork 2007Redwork 2007

Byrjað á perlunum !

jæja , þá er maður byrjaður á að setja á perlurnar, gengur sæmilega, enda hægt að nota  hjálpartæki til að byrja með,.  Veit ekki hvernig verður þegar maður er búin að taka hana úr og  strauja brotin og gera fína, hvernig verður þá að klára að setja perlurnar á án þess að krumpa....................

 

100_1183


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband