12.2.2008 | 21:12
Snjór, snjór og meiri snjór!
Það eru komin nokkur ár síðan maður hefur séð eins mikinn snjó og núna! Í raun finnst mér þetta allt í lagi, ég meina að hafa snjóinn, ef ekki væri alltaf svona leiðindaveður eins og er búið að vera undanfarna daga! Ég þoli aftur á móti ekki þessa umhleypinga eins og hafa verið undanfarna vetur, snjó og rigningu til skiptis En mig langar líka að hrósa snjómokstursmönnunum hér í bæ. Þeir byrja um 6 leytið á að renna eina rennu um allar götur bæjarins, þannig að ef mikið liggur við, þá er alltaf möguleiki fyrir þig að komast..... Svo byrja þeir, og það er sko hreinsað eins og hægt er af götum og gangstéttum, sett í stóra hauga hist og her um bæinn, börnunum til mikillar ánægju..... Haugarnir eru svo hreinsaðir upp þegar tími vinnst til.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.2.2008 | 16:51
Heimsókn í höfuðborgina!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2008 | 11:18
Það sem ég dunda mér við!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2008 | 11:09
Eftir óveður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 20:06
Brjálað veður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 01:24
Jólalaugardagur!
Eins og ég var búin að segja þá eru sumir dagar vikunnar látnir heita eitthvað og allir laugardagar eru jólalaugardagar. Þá er ætlunin að maður vinni við jólamyndir eða eitthvað sem ætlunin er að gefa í jólagjöf
Auðvitað ræður maður því hvort maður fer eftir þessu eða ekki en ég verð að segja að það ýtir nú dálítið við manni að fá tilkynningu um að nú sé UFO dagur og það verður nú til þess að maður tekur sig til einstaka sinnum og tekur í gömlu stykkin og klárar!
Hér er mynd af einu stykki sem ég kláraði um daginn, bara svo fólk haldi ekki að ég klári ekki stundum svona eitt og eitt stykki. Ég var nú reyndar ekki búin að vera neitt afskaplega lengi með þessa.
Svo eru hér myndir af tveimur jólamyndum sem eru í vinnslu, þá held ég að ég sé búin að gera nokkuð hreint fyrir mínum dyrum......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2008 | 02:03
Myndir í vinnslu!
Var að hugsa um að setja hér inn myndir af því sem ég er að vinna í núna, alltaf með nokkur stykki í takinu. En er það ekki bara í góðu lagi
Ein sem er með mér í klúbbnum segir að maður eigi að byrja á lágmark tveimur stykkjum fyrir hvert eitt sem klárað er. Þá er ég nú meira að segja á eftir áætlun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2008 | 12:06
Mirabilia - L&L dagur
Í saumaklúbbnum eru sumir vikudagarnir tileinkaðir einhverju ákveðnu.
Þriðjudagar eru UFO-dagar
Fimmtudagar eru Mirabilia og L&L SAL uppfærsludagar
Laugardagar eru Jólalaugardagar
Í dag er fimmtudagur, þá á ég að leyfa hinum sem eru með mér í klúbbnum að fylgjast með hvernig gengur að sauma (þ.e.a.s. ef maður er með eitthvað stykki frá Mirabilia eða L&L)
Ég á tvö kit (pakkningar) frá L&L og fimm frá Mirabilia, fyrir utan að ég á líka einhver munstur
Ég er byrjuð á þremur, mislangt komin með þau, reyndar spurning hvort eitt þeirra telst vera WIP eða UFO þar sem ekki hefur verið snert á því síðan síðasta haust.
Frá Mirabilia er ég með
" A Midsummer Night's Fairy " - langt komin, á eftir að klára perlurnar.
" Shimmering Mermaid " - byrjuð á henni.
" Waiting For Ships " - ekki byrjuð.
" July's Amethyst Fairy " - ekki byrjuð.
" Christmas Tree 2006 " - ekki byrjuð.
Frá Lavender & Lace er ég með
" Angel of Autumn " - byrjuð á henni.
" Angel of Spring " - ekki byrjuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 13:07
Gleðilegt nýtt ár!
Þið verðið að fyrirgefa hvað ég er búin að vera löt að skrifa hér inn, vona bara að það lagist með hækkandi sól
Fékk bóndann heim í jólafrí í byrjun desember ( fékk að taka prófin, hér í Háskólasetrinu), fór ekki aftur fyrr en 13. janúar, þannig að ég er orðin ein aftur Lá í flensu fyrir jól og svo aftur um jólin, endaði á pensilíni Það var nú frekar rólegt hjá okkur um jólin, engir gestir (Utanbæjar...) fyrr en á milli jóla og nýárs, þá kom Layla mín, Beggi og Ásdís Rún og voru fram yfir áramót. Ási Gunnar skrapp í nokkra daga hingað heim til mömmu eftir áramótin (ekki komið vestur síðan í júlí) Iðunn Ýr er ófrísk, á að eiga í apríl, hún var að greinast með fæðingarþunglyndi var látin minnka vinnuna og svo á hún að fara í einhvern stuðningshóp og jafnvel að fara til sálfræðings..... Vona bara að það verði ekkert meira úr því.
Er búin að vera ansi löt, núna eftir að ég er orðin ein aftur. Jóladótið situr enn hér á skenknum, nema jólatrésdótið, það er komið ofan í kassa Já og eitthvað af jólaljósunum er ennþá í gluggum og jólagardínurnar eru enn uppi...... En þetta stendur nú til bóta, ætla mér að vera búin að koma þessu ofan í kassa fyrir kvöldið og helst útí geymslu. Veit ekki hvort ég taki allar seríurnar, finnst svo dimmt og tómlegt þegar þetta er allt horfið.....
Er nú samt búin að sitja með saumadótið mitt (ekki bara legið og starað út í loftið) byrjuð á einu eða tveim nýju,( eða eru þau kannske þrjú? ) og eitthvað smá tekið í gömlu stykkin. Þarf að fara að taka til í myndaalbúminu mínu, og setja inn nýjar myndir af því sem ég er að gera............
Ég, Guðrún Ósk og Rebekka Lind ætlum suður um mánaðarmótin og verðum í viku, fengum íbúð hjá Verkalýðsfélaginu. Ætlunin er að heimsækja eitthvað af vinafólki og ættingjum og bara að slappa af í öðru umhverfi en venjulega. Kalli kemur um helgina, förum á Þorrablót Bolvíkinga í boði Guðrúnar Óskar (Gaf Kalla það í afmælisgjöf, á afmæli þ.3.)
Ætli þetta sé ekki orðið nokkuð gott í bili!
Bið að heilsa úr Bolungarvíkinni
Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2007 | 18:04
Jóladúkurinn!
Ég hafði það af að klára þennan, alveg á seinustu stundu, Var búin um sexleytið og átti að mæta upp úr sjö
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)