14.3.2008 | 02:04
Tíminn læknar ekki öll sár!
Var á fyrirlestri í kvöld! Fyrst talaði hún Harpa fyrir hönd þeirra Sólstafakvenna ( Stigamót hér fyrir vestan) http://www.solstafir.is Sagði aðeins frá sinni sögu og svo frá hvað þær Sólstafakonur hafa verið að gera og hvað þær eru að undirbúa.
Svo kom ansi fróðlegur og í raun mjög dapurlegur fyrirlestur hjá Sigrúnu Sigurðardóttur sem byggður er á lokaverkefni hennar í meistaranámi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri! Hún hafði talað við 7 konur sem allar höfðu lent í mikilli og síendurtekinni kynferðislegri misnotkun af hendi mjög náins aðstandenda. Konurnar voru frá 30 - 65 ára gamlar, höfðu allar verið hjá Stigamótum í mismörg ár, einhver bara búin að vera í 2 ár, önnur verið ein af þeim fyrstu sem leituðu til Stigamóta, sem sagt búin að vera hjá þeim í fjölda ára. Hjá öllum þessum konum byrjaði misnotkunin mjög snemma, tala allar um fyrstu minningarnar um 4 ára aldurinn ( spurning hvort það sé byrjunin eða að minnið nái ekki lengra aftur)
Engin af þessum konum gengur heil til skógar, hvorki líkamlega né andlega. Allar eru haldnar fælni, hræddar við tilfinningaleg tengsl, eiga erfitt með að sýna tilfinningar, jafnvel hræddar við að hafa skaðað börnin sín út af því að þær geta ekki myndað eðlileg tengsl og sýnt væntumþykju.
Þær áttu það allar sameiginlegt að vera búnar að sækja mikið til lækna frá unglingsaldri, út af alls konar óútskýranlegum verkjum, sem engin skyring fannst á. Og engum í Heilbrigðiskerfinu datt í hug að spyrja spurninga sem kannski hefði hjálpað þessum konum. Eftir því sem hægt er að aðstoða fyrr er möguleiki að takmarka skaðann sem þessar konur verða fyrir, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Af þessum 7 konum voru 5 öryrkjar, greindar með vefjagikt, þunglyndi og ýmislegt fleira sem var að hrjá þessar vesalings konur.
5 voru búnar að láta taka úr sér legið, sú 6 er að fara að gera það í næstu viku, hvort það er út af skemmdum og sýkingum sem þær verða fyrir á unga aldri, eða hvort það sé að einhverju leyti sálrænt er órannsakað.
Eitt sem kom fram var að þessar konur sækja mikið í óhefðbundnar lækningar og telja sig fá einhverja bót með því! ( Talar SOV fræðingurinn)
Ef skoðaðar eru tölur yfir kynferðislega misnotkun á börnun, þá eru þær óhuggulegar, 4 hver stúlka og hvort það er 8-10 hver drengur. Tók ekki eins vel eftir því, sjálfsagt af því að persónulega þekki ég ekki neinn karlmann sem hefur orðið fyrir þessu. En þekki aftur á móti fullt af konum sem hafa lent í misnotkun. Eftir að dóttir mín lenti í misnotkun og það fór að fréttast í litla bæjarfélaginu sem ég bjó í, steymdi að mér þvílíkur fjöldi kvenna sem vildi endilega segja mér frá sinni sögu. Jafnvel konur sem voru þá komnar vel yfir miðjan aldur og höfðu aldrei sagt frá þessu fyrr. Það varð mér heilmikið áfall að komast að því hversu margar konur höfðu lent í misnotkun sem börn og unglingar! Hvort þær hafa svo haft samband við Sólstafakonur núna veit ég ekki, enda er það þeirra mál, hvernig þær reyna að vinna úr því, komnar á fullorðinsár! Aftur á móti þurfa allir sem starfa með börnum og yfirhöfuð umgangast börn að hafa augun opin og tala við einhvern sem getur hjálpað ef minnsti grunur um misnotkun vaknar.
Gæti auðvitað talað endalaust um þennann fyrirlestur, en læt þetta duga í bili! Góða nótt öllsömul!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.3.2008 | 18:49
Tral la la la..........................
Á von á manninum mínum heim, annað kvöld
Verð reyndar að vinna aukavakt inn á Ísafirði á laugardaginn ( Árshátíð hjá þeim) maður er svo bóngóður En svona þar fyrir utan er ætlunin að hafa það bara kósí með kallinum
Hann fer svo suður eftir helgina, þeir eru að fara í námsferð um suðurlandið alla næstu viku, kemur svo aftur heim um næstu helgi í páskafrí! Verður heima í heila 10 daga
Sendi knús á línuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.3.2008 | 10:38
Lífið er vinna, snjór og að ammast þessa dagana!
Hef verið að vinna þessa dagana, svona eftir að ég reis úr rúmi Það fylgir þessari vaktavinnu að maður er að vinna nokkra daga tarnir og alltaf aðra hvora helgi en svo hefur maður líka frí í nokkra daga á milli
Hér hefur snjóað á hverjum einasta degi undanfarið, fólki til mismikillar gleði ! Hef ekkert mokað frá aðaldyrunum undanfarið, hringdi á pósthúsið og sagði þeim bara að koma með póstinn þvottahúsmegin
Komst ekkert í sundleikfimina þessa vikuna vegna veikindanna, ákvað að þetta gengi ekki lengur, einhverja hreyfingu yrði maður að fá ( fyrir utan hlaupin í vinnunni,upp og niður stiga og fram og aftur gangana) Frekar en að fara út og vaða snjóinn, ákvað ég að fara í salinn, búin að gera það 2X fór á fimmtudagskvöld og svo í gær eftir vinnu . Þetta er sjúkraþjálfunin sem ég er að tala um, get fengið að fara þangað hvenær sem er (eða svo til) Veit ekki afhverju maður er ekki duglegri við að mæta
Var svo rétt að koma heim eftir vinnu, þegar dóttir mín og dótturdóttur mættu. Var búin að gleyma að litla elskan væri að koma til að gista, mamman í aukavinnu um helgar! Yndislegt að fá að ammast, þó það sé orkufrekt, þá er það líka svo gefandi!!!!! Hún hefur í einhver ár, átt sitt svefnpláss á dýnu á gólfinu, við hliðina á ömmurúmi, en svona ef afi er ekki heima er voða notalegt að fá að skríða upp í hans ból Ekkert um það að ræða að sofa frameftir ef hún Rebekka mín er á svæðinu.....
Jæja, var búin að lofa að taka eina skák við litla engilinn, best að fara að vinda sér í það!
Hafið það gott, elskurnar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.2.2008 | 20:40
Amma komin af stað!
Fór að heimsækja ömmurnar mínar í dag, hef ekkert farið síðan um helgina, þar sem ég lagðist í rúmið.
Ása farin að fara framúr, situr hluta dags í stól ( eða hjólastól) og látin ganga reglulega í göngugrind.
Er enn eitthvað sett í súrefni ( þegar hún er við rúmið) Hún er ansi illa áttuð, þekkti mig þó og spurði hvort Kalli væri enn í skólanum, en að hún myndi hvað hefði gerst, eða hvar hún væri, ekki smuga. Virtist svolítið detta inn og út, meðan við mamma sátum hjá henni . Set hér inn mynd af henni semég tók í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.2.2008 | 18:07
Tekið á loft!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.2.2008 | 15:31
Snjókoma um nótt!
Er ekki mikill snillingur með myndavélina, en finnst samt gaman að reyna að festa fegurð augnabliksins á mynd. Tekst auðvitað misjafnlega upp, en þar sem ég er heima veik, reyni ég að finna mér eitthvað til dundurs. Eins og hefur komið fram hér áður, þá elska ég snjóinn, finnst allt svo hreint og fallegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 15:29
Maður ræður nú kannski minnst um það!
Er ekkert svaka vel upplögð þessa dagana, búin að vera síðustu tvær nætur inn á sjúkrahúsi hjá móðurömmu minni. Er ekki að ná að jafna sig eftir lærbrotið og aðgerðina, verður líklega aldrei söm aftur. Maður spyr sjálfa sig að því, hvort ekki væri betra fyrir hana að fá hvíldina, heldur en það sem hún er að ganga í gegn og á eftir að ganga í gegn eftir svona áfall. En eins og amma sagði þegar ég var að kveðja hana í morgun og sagði við hana að hún ætti að láta sér batna; " Maður ræður nú kannski minnst um það."
Verð á næturvakt næstu tvær nætur, þannig að ég veit ekki hvað ég verð dugleg að láta heyra í mér.
Hafið það öll sem allra best, þar til næst!
Snjókveðjur héðan úr hávaðabyl...
Ása
Es. Ég er hætt við tölvukaup í bili að minnsta kosti. Missi þessa sem ég er með ekki strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2008 | 12:49
Fartölva eða ekki fartölva?
Veit ekki nema ég verði tölvulaus í einhverja daga, þannig að ég ákvað að skella hér inn mynd af blómálfinum mínum! Er að hugsa um fartölvukaup, en er ekki búin að ákveða mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2008 | 12:41
Á tvær yndislegar ömmur!
Ég er ríkari heldur en margur annar ( tala nú ekki um á mínum aldri ) ég á nefnilega tvær yndislegar ömmur á lífi. Önnur þeirra er fædd árið 1915, en hin 1919. Verð því miður að viðurkenna að ég er ekki nógu dugleg að heimsækja þær
Föðuramma mín er inni á öldrunardeild, er með alzeimer, farin að tapa ansi mörgu niður. Kannast þó yfirleitt við svipinn á mér, þegar ég kem ( veit að ég er í fjölskyldunni) kallar mig yfirleitt Guðnýju, sem er elsta dóttir hennar. En þó hún sé farin að tapa mörgu niður, held ég að það sé ekki farið eitt einasta ljóð, lag eða þula, sem hún hefur lært um ævina (man líka allar þessar tvíræðu) Hef aldrei þekkt neinn sem hefur kunnað eins mikið af vísum og hún. Þegar verið er að syngja á deildinni , heldur hún oft áfram að syngja, eftir að hinir eru hættir, syngur áframhald á vísum sem maður vissi ekki að væru til. Syngur kannski 6 vísur í stað 3 sem eru birtar í söngheftum og svo fór hún stundum með 1/2 tíma langa þulu ( ekki heyrt hana nýlega) Ef maður bað um að fá að taka þetta upp eða fá að skrifa eitthvað af þessu niður var svarið; "Nei, það er ekki víst að ég muni þetta rétt" og þá var betra að það færi með henni í gröfina, heldur en að vitlaust væri eftir henni haft
Móðuramma mín hefur verið á Hlíf, en lenti í því að lærbrjóta sig um helgina, og er þess vegna á sjúkrahúsi núna. Hvert framhaldið verður, verður bara að koma í ljós. Hún sýndi það nú fyrir fáum árum að það eru töggur í henni, var orðin hálflömuð (með æxli við mænu) en eftir aðgerðina beit mín bara á jaxlinn og gerði það sem þurfti til að komast á fætur aftur! Hún hefur alla vegna hingað til verið skýrari og betur getað fylgst með hvað er að ske í fjölskyldunni!
Ég er að fara inn á Ísafjörð og heimsækja þessar yndislegu ömmur mínar eftir hádegið
Set hér inn myndir af móðurömmu minni með Inga bróðir og svo aðra af föðurömmu minni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)