Vinna,vinna,vinna!

Ég er sko örugglega byrjuð að vinna.  Kvöldvakt í gærkveldi, morgunvakt núna og næturvakt í kvöld!!!

Heyri í ykkur! 


Byrjuð að vinna!

Var að vinna bæði í gær og fyrradag.  Þó að það hafi verið skemmtilegt að vera skólastelpa þá var maður eiginlega komin með nóg af því. Glottandi Þannig að ég er mjög ánægð með að vera farin að vinna aftur Hlæjandi Líst vel á vinnustað og vinnufélagana þó að það sé nú kannski ekki mikið að marka eftir tvær vaktir, en ég er nú búin að vera þarna nokkrar nemavaktirnar.  Tel að ég hafi nú nokkuð náð að kynnast sumum vinnufélögunum þá.

Ég tók þá ákvörðun að dimmitera ekki með krökkunum, þó ég telji mig vera UNGA þá eru nú kannske einhver mörk Saklaus En ég ætla að halda upp á þetta á minn hátt, pantaði húfu ,nema hvað Svalur Þannig að ég næ semsagt að útskrifast með húfu, þó það sé ekki hvítur kollur.  Skrapp í kaupstað áðan, var að fá mér útskriftarföt, ljósa drakt, topp og skó, þannig að ég verð alveg svellfín Svalur  Er ekki búin að ákveða enn hvort ég hafi einhverja veislu, kaffi eða súpu, það verður ákveðið seinna enda 24 dagar til stefnu.

Eins og sjá má er ég örugg um að ég muni útskrifast þó ég eigi eftir að taka eitt próf þ. 12 og á reyndar eftir að fá einkunn fyrir lokaverkefnið í Hjú. sem var ritgerð og fyrirlestur!  Svalur

Hún nafna mín í bekknum var að eignast yndislega dóttur í fyrrinótt, þannig að nú er búið að fjölga um fjóra í bekknum síðan í haust!!!  Geri aðrir útskriftarbekkir betur Brosandi


Fyrsta bloggið!!!

SvalurÉg ætla að prófa þetta í nokkra daga og sjá svo til.  Tvær af LITLU SYSTRUM MÍNUM (þær eru nú reyndar báðar hærri í loftinu en ég , en ég verð nú samt alltaf stóra systirUllandi)  halda úti bloggsíðum og gengur bara vel. Alltaf gaman að fara þar inn og fylgjast með!

Ég er að byrja að vinna á morgun, hlakka bara til, búin að vera skólastelpa tvo vetur og finnst bara vera komið gott af því.  Á reyndar eftir að fara í eitt próf þann 12. þá er sjúkraliðanámið búið fyrir utan það að maður á eftir að vinna löggildinguna. Lýk við það í sumar og svo þarf ég að ljúka við lokaritgerð í sambandi við nuddið, er sem sagt líka að læra Svæða- og viðbragsmeðferð, kem til með að bera það virðulega starfsheiti SOV fræðingur þegar það er komið!

Ég er nú ekki sami tölvusnillingurinn og þær systur mínar en ætla mér að setja hér inn tenglasíðu og myndir. Það getur tekið smá tíma en þetta kemur allt með kalda vatninu....... 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband