Eitt ljóð enn!

Ákvað að setja hér inn ljóð sem ég fékk í afmælisgjöf þegar ég varð 35 ára frá einni dóttur minni sem þá var á unglingsaldri.Kissing

Af hverju? 

 Af hverju trúir þú öllu

sem þessi litli munnur segir?

Af hverju leyfir þú allt

sem þessar litlu hendur gera?

Af hverju skilur þú allt

sem litla höfuðið hugsar?

Af hverju leyfir þú mér að gráta

þegar ég þarf á því að halda? 

En, elsku mamma

nú skil ég allt.

Þú varst einu sinni

með stóra drauma

í lítilli sál.

Alveg eins og ég. 

Höf. Gósk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Alveg er þetta ljóð frábær afmælisgjöf! 35 ára ung kona sem er sennilega jafn ung í dag, bara örlítið vitrari!

www.zordis.com, 23.12.2008 kl. 13:31

2 identicon

Hey þetta var ekki í boði!

Góskin þín (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Góskin mín, þú gafst mér ljóðið, það þýðir að ég má gera það sem ég vil

Zordís mín, maður er sko eins ungur og manni finnst maður vera, það sagði annar afi minn alltaf

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 24.12.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Tiger

Innilegar óskir um gleðilega hátíð Ragnheiður mín. Megi guð og gæfa fylgja þér og öllum þínum um jól og áramót og bara alltaf. Knús og kram á þig og þína ..

P.s. flott ljóð þarna á ferð ...

Tiger, 24.12.2008 kl. 20:55

5 Smámynd: Aprílrós

Þú átt svo sannarlega efnilegar dætur Ása mín.

Gleðilegan jólakærleik gef eg þér .

Aprílrós, 26.12.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband