Tvö ljóð!

Set hér inn 2 ljóð eftir hana dóttur mína!

Vinur

Hljóðlaust tár rennur niður kinn mína,
sál mín hljóðar af sársauka,
ég græt innra með mér,
finn svo mikið til.

Ég er hrædd, svo hrædd,
veit ekki hvar ég er...

Því get ég ekki fundið sjálfa mig?
Því get ég ekki fundið leiðina heim ...?

En ég gleymdi því ...
ég hef aldrei komið þangað
og veit ekki hvar það er,
ég á víst hvergi heima.

Ég er bara vinur á leið um ...
kem bara við, stoppa stutt.
Veit ekki hvaðan ég kem
eða hvert ég fer ...
hvort ég komi nokkurn tímann aftur.

Kæri vinur, ef þú hittir mig,
ekki reyna að tengjast mér,
ekki reyna að skilja.
Og vertu ekki sorgmæddur
þegar ég fer.
Það er bara sóun á orku,
sóun á tilfinningum.
Ég er aðeins vinur á leið um ...

Höfundur: Alexía Nótt    

   

Þeir sem hvísla

Ligg hérna andvaka og þykist sofa ...
reyni að losna við þá sem hvísla ...

Þeir hvísla um hið liðna
og það sem er ókomið enn.
Þeir hvísla um mig og fólkið mitt
og líka hina sem ég þekki ekki neitt.

Stundum hvísla þeir notalega,
og hlýleg orð hljóma í höfði mínu.
Stundum eru þeir grimmir
og hvísla að mér hræðilegum orðum.

Hræðilegum orðum sem bergmála í höfðinu á mér
orðum sem einhvern veginn virðast 1000 sinnum sterkari
heldur en allt annað sem ég skynja.

Ég get ekki svarað,
má ekki hvísla á móti,
því þá hætta þeir að hvísla
og byrja að tala fullir ákefðar.

Ef ég bara þykist sofa ...
þykist ekkert heyra ...
þá kannski, bara kannski,
hverfa þeir á braut.

Ég þrái að fá að vera í friði,
þrái að fá að sofa.
Er svo þreytt, svo þreytt ...

"Reyndu nú að sofa aðeins"
heyrist hvíslað,
og mér líður vel,
á þessari stundu
eru þeir hlýlegir.

Höfundur: Alexía Nótt  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Erfið ljóð um líðan sem fær mig til að tylla mér inn, sjá og reyna að skilja.

Sit ein og les ljóðin dóttur þinnar. Í hjartanu hennar er sem óbúið sár sem vonandi nær að gróa.

Það góða við lífið er að við finnum alltaf okkar heim, þegar sálin nær þessu sem enginn veit og fáir skilja.

Góðar kveðjur vestur og jólaknús í þitt fallega hús!

www.zordis.com, 10.12.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Falleg eru þau, en lýsa vanlíðan. Vildi óska að heilsa hennar færi að lagast og við fáum að sjá ljóð sem lýsa gleði og gæfu! Það verður einhverntíma. Við biðjum fyrir því!

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.12.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Vel skrifað hjá henni en þvílík vanlíðan en endar þó með hlýju Hún hefur greinilega hæfileika í ljóðagerð hún dóttir þín

Ég sendi ykkur ljós og bænir

Ragnhildur Jónsdóttir, 19.12.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Aprílrós

Hæfileikarík hún dóttlan þín mín elskuleg, en frekar í meiri kantinum vanlíðan og mjög gott að hún skrifar það frá sér og um það, og í leiðinni er hún að kalla á aðstoð. 

Ég óska ykkur gleðilegra jóla mín kæra.

Hér með fáið þið kærleiksjólaknús, 2 stk á mann 

Aprílrós, 23.12.2008 kl. 12:01

5 Smámynd: www.zordis.com

Mínar bestu óskir um gleðileg jól til þín og þinna!

www.zordis.com, 23.12.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband