17.7.2008 | 12:53
Sumarfríið byrjað!
Kláraði seinustu vaktina á hádegi á þriðjudag.
Erum á leiðinni á ættarmót í Kalla fjölskyldu inn í Reykjanesi um helgina! Tökum Rebekku Lind með okkur. Sennilega koma dæturnar hans Ella með í okkar bíl, þar sem hann er ekki með nógu stóran bíl fyrir sína stóru fjölskyldu. Við reyndar heldur ekki en við fáum lánaðan stærri bíl.
Var að hugsa um að vera svona ekta amma, taka með kleinur, snúða og svona ýmislegt góðgæti í boxi, alltaf vinsælt að fá svona heimabakað að narta í.
Layla mín er komin inn á deild aftur, gengur ekki alveg nógu vel hjá henni. Var inn á Kleppi í vor í einhverju langtímaprógrammi, þar sem voru tekin af henni einhver slatti af lyfjum, það er bara ekki að ganga fyrir hana, raddirnar komnar á fullt aftur. Svo nú er aftur verið að bæta við hana lyfjum, e-ð af því sama og svo ætlar hann Sigurður Bogi að breyta einhverju, prófa nýtt lyf í stað annars sem voru svo leiðinlegar aukaverkanir með........ Vona bara að henni fari að líða betur
Iðunn Ýr verður heima með litla kút, hann er full ungur til að gista í tjaldi.
Jæja, ef á að verða eitthvað úr bakstri er sennilega rétt að fara að byrja
Bið að heilsa í bili
Athugasemdir
Dugnaður í þér kona!
Vona að Laylu líði betur og að hún finni sem fyrst hjálpina frá lyfjunum.
Njóttu þín "amma sæta" Ömmur eru æði.
www.zordis.com, 19.7.2008 kl. 14:50
Ég er sammála þér með að kleinur og slíkt góðgæti sem er heimabakað er alltaf inn þegar maður er að flakka, það er alltaf gott að narta í slíkt.
Ég vona það besta fyrir hana Laylu og bið guð að gæta hennar. Vonandi finna þeir eitthvað sem hentar henni og sem ekki hafa of miklar aukaverkanir..
Knús á þig skottið mitt og hafðu það gott alltaf ..
Tiger, 21.7.2008 kl. 21:57
Takk fyrir góðar kveðjur esskurnar mínar
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 23.7.2008 kl. 11:28
smá forvitni í mér ertu að vinna á sjúkrahúsinu á ísafirði? Dóttir mín er að vinna þar þess vegna spyr ég
Brynja skordal, 24.7.2008 kl. 16:02
Heyrðu fór að skoða myndir hjá þér og fattaði þá hver þú ert dætur okkar voru saman í skóla í víkinni hún Iðunn ýr ólafía er dóttir mín og býr á ísó þú hlýtur að fatta hver ég er enda bjó ég 13 ár í víkinni
Brynja skordal, 24.7.2008 kl. 16:09
Búin að kveikja á hver þú ert, Brynja. Kveikti ekki á nafninu þínu, en veit hver dóttir þín er og varð viss þegar ég skoðaði myndina þína.
Var að vinna inn á Ísó í eitt og hálft ár, færði mig aftur á skýlið sl. haust.
Var e-ð að vinna með dóttur þinni. Til hamingju með hana, dugleg stelpa.
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:52
Takk fyrir já hún er sko dugleg En já gott að þú fattaðir hver ég er hafðu ljúfa helgi mín kæra
Brynja skordal, 25.7.2008 kl. 13:55
Gangi ykkur rosalega vel og góða skemmtun á ættarmótið
Helena Bjarnþórsdóttir, 25.7.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.