12.7.2008 | 10:58
Þreytt!
Búin að vera svo þreytt undanfarna daga að það er bara með ólíkindum! Reyndar búin að vera að vinna mikið og svo búið að vera aukafólk hjá mér. Þó það sé gaman kostar það líka aukavinnu....... Það verður nú bara að viðurkennast að hún yngsta dóttir mín er ekkert of dugleg, það vantar allt frumkvæði hjá henni. Jú, jú, hún gerir hlutina um leið ef hún er beðin, en að hún taki upp hjá sjálfri sér að gera eitthvað, það er af og frá.
Á eiginlega að vera komin í sumarfrí, en tek tvo stubba eftir helgina til að losna við vakt 27.ágúst, svo ég geti verið í sumarbústað með stórfjölskyldunni lengur en bara yfir helgina. Við erum með 4 sumarbústaði við Apavatn 22. - 29.ágúst, 2 stóra og 2 minni. Sædís og Ingi verða með sínar fjölskyldur í minni bústöðunum, svo verð ég með mitt lið í öðrum stóra bústaðnum og svo verða mamma og pabbi, Hrönn, Palli með sína dóttur og Gerður Sif með sitt lið í hinum bústaðnum þannig að þetta verður heljar fjör
Ásdís Rún fór suður aftur á þriðjudaginn, talar um að koma aftur í ágúst. Rebekka Lind flutti inn í gær, mamma hennar farin suður, leggur af stað til Búlgaríu í nótt. Hún verður til 4.- 5.ágúst .
Það var hittingur hjá sjúkraliðunum (við vorum 18 saman í skóla)á fimmtudagskvöldið, komu reyndar ekki nema 5, fólk farið á flakk og upptekið við e-ð annað. Þetta var samt fínt að hittast yfir kaffi eða bjór og rabba saman, heyra fréttir hver af annarri. Það segir sennilega mest um launin hjá þessari starfstétt að þær eru óðum að flykkjast í önnur störf, þar sem er ekki vaktir um kvöld, helgar og nætur en sömu eða hærri laun. Er ekki orðið eitthvað að í þjóðfélagi sem getur ekki borgað sæmileg laun fyrir ummönnunarstörf? 2 sjúkraliða veit ég um sem fóru að vinna við símsvörun og fá hærri laun heldur en þær fengu sem sjúkraliðar!! Önnur af þeim útskrifaðist með mér. Svo er ein sem fékk sér vinnu á skólabókasafni, önnur er að fara að vinna sem stuðningsfulltrúi og ein er að fara að vinna á leikskóla. Auðvitað eru það umönnunarstörf, en þær losna við vaktavinnuna og segjast fá lítið lægri laun (en núna, með vaktaálagi) og svo er á það að líta að á sjúkrahúsum, öldrunardeildum og í heimahjúkrun ( alla vega hér á þessu landshorni)er ekki séns að fá bara dagvaktir. Þetta er sama sagan hjá Hjúkkunum, Ljósmæðrum (jafn langt nám og læknar). Kennarar og leikskólakennarar eru heldur ekki öfundsverðir af sínum launum.......... Kjaramálanefndin hjá Sjúkraliðum hefur verið að tala um að helst vildu þau sjá okkur á sömu launum og Rannsóknarlögreglan ( svipað langt nám, vaktir og álag ) en við náum ekki einu sinni launum venjulegs lögreglumanns............ Haldið að það skipti einhverju máli að í annarri stéttinni eru mestmegnis karlmenn en í hinni mestmegnis konur??????
Úff, ætli maður stoppi ekki eftir svona útblástur.......
Hafið það gott um helgina
Athugasemdir
Vona að þú hvílist í fríinu þínu og njótir í botn!
Vona að launamál fari nú að lagast svo að starfstéttin hverfi ekki.
Góða helgi!
www.zordis.com, 12.7.2008 kl. 15:11
Þetta hljómar sem heljar trall þarna hjá ykkur þegar þið farið í bústaðaferð! Alltaf svo gaman þegar margir geta verið með og margir saman í bústað eða á ferðalagi. Vona bara að allt gangi vel hjá ykkur ...
Sannarlega mættu launin vera betri í umönnunarstörfunum, ljúsarlaun fyrir heljar vinnu oft.
Vona að þú munir hafa það ljúft þegar fríið loks byrjar hjá þér!
Hafðu ljúfan sunnudag skottið mitt og láttu þér líða vel ..
Tiger, 13.7.2008 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.