2.6.2008 | 12:34
Lífið er ljúft!
Lífið er ósköp ljúft þessa dagana. Yndislegt veður dag eftir dag, helst það sé farið að vanta rigningu upp á gróðurinn. Nóg að gera hjá manni bæði úti og inni, en samt alveg hægt að leyfa sér að njóta þess að vera til. Setjast niður með fjölskyldu og vinum yfir góðum mat, með rauðvínsglas í hendi....... Njóta þess að vera með barnabörnunum, bæði stórum og smáum.......... Eiga góða stund með manninum mínum........ Horfa á alla fegurðina í kring um okkur......... Gróðurinn inni og úti..... Jafnvel að setjast niður einstaka sinnum með handavinnu eða lesa góða bók....... Löngu búin að læra að þó einhversstaðar sé ryk eða dótið ekki alveg á réttum stað, þá er alveg hægt að slaka á, þessi verk bíða bara, þau fara ekki neitt!!!!!
Vona að þið eigið eins ljúfa daga og ég......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.