Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar!

Er að byrja að taka niður jólin, ekki það skemmtilegasta sem ég geri, þannig að ég er voða dugleg að finna mér eitthvað annað að gera eins og að setjast við tölvuna og blogga Whistling Annars er ég að hugsa um að skilja eftir eitthvað af seríunum í gluggunum, þá verður ekki alveg eins tómlegt hjá manni Wink

Búin að hafa það rosalega gott um hátíðarnar, allt mitt lið kom, spilað fram á nótt flest kvöld og bara haft það gott með góðum mat, konfekti og smákökum. Layla mín hafði það aftur á móti ekki nógu gott, fór suður fyrr en hún hafði ætlað en segist núna vera öll á uppleið svo allt er gott sem endar vel Joyful

Stúdentsveislan gekk vel, maturinn heppnaðist þvílíkt að ég fékk sennilega með stærstu hrósum sem ég hef fengið fyrir matargerð. Vinkonur dóttur minnar sögðust vera komnar með matarást á mér Smile

Var í fríi yfir jólin og vinna yfir áramótin,kvöldvaktir á gamlársdag og nýársdag en það var bara allt í lagi, Guðrún Ósk eldaði á gamlársdag og ég hafði svo matinn um tvöleytið á nýársdag. Rétt náði heim fyrir miðnætti á gamlársdag, var fært rauðvínsglas um leið og ég kom út úr bílnum og gat horft á allar stærstu terturnar, var beðið með að skjóta þeim þar til gamla konan kom heim Cool svo ég missti ekki af neinu.....

Núna erum við orðin bara tvö í kotinu aftur, dálítil viðbrigði, vildi til að það fóru ekki allir í einu Crying

Hef ekki haft eirð í mér ennþá að setjast niður með bútasaumsmyndina og klára hana, hef verið að púsla Halo  ásamt Kalla, Guðrún Ósk og Rebekka Lind hafa líka sest niður þegar þær koma og aðeins snert á þessu, dáist að þeirri litlu, ótrúlegt hvað hún getur, 5 ára. ( Ekkert ömmustolt á ferðinni þarnaTounge ) Fyndið með hann bónda minn, hann segist ekkert koma nálægt þessu, en samt er það nú svo að þetta virðist hafa ótrúlegt aðdráttarafl á hann (tala nú ekki um þegar hann ætlar sér að vera að vinna í tölvunniWink) og einhverra hluta vegna hef ég orðið á tilfinningunni að hann setji orðið fleiri kubba á sinn stað heldur en ég!Grin

Best að fara að huga að jólaskrautinu Errm eða púslinu Blush

Bið að heilsa í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki þetta - veistu hvað ég gerði áðan - búin að vera horfa á jólaskrautið en þarf fyrst að taka til í geymslunni "aftur" til að koma jólaskrautinu í kassan........ ég tók bara úr sambandi !!

Þú ættir að skrá þig í krosssauminn, ég er komin á fullt með myndina sem ég er að sauma

Fríða (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 16:00

2 identicon

Þekki þetta - veistu hvað ég gerði áðan - búin að vera horfa á jólaskrautið en þarf fyrst að taka til í geymslunni "aftur" til að koma jólaskrautinu í kassann........ ég tók bara úr sambandi !!

Þú ættir að skrá þig í krosssauminn, ég er komin á fullt með myndina sem ég er að sauma

Fríða (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 16:00

3 identicon

Það er alltaf gaman að lesa þegar vel gengur, hefði viljað getað komið vetur og verið í útskriftinni hjá þér. Þarf að muna eftir að knúsa þig vel næst þegar ég hitti þig.

Og ég er ekkert smá öfundsjúk. Spila og púsla, væri til í eitthvað svoleiðis þegar ég kem vestur næst.

Setti þetta lita jólaskraut sem ég er með það seint upp að ég er að spekúlera í að hafa það aðeins lengur, fyrir utan að kettirnir elska jólatréið, það er að segja kúlurnar. Aðeins tvær brotnar sem ég veit um, en þeir eru búnir að draga svo margar undir sófa að það er aldrei að vita hvað ég muni finna margar þar þegar ég fer að taka þetta allt niður.

Hrönn (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband