30.4.2006 | 14:44
Fyrsta bloggið!!!
Ég ætla að prófa þetta í nokkra daga og sjá svo til. Tvær af LITLU SYSTRUM MÍNUM (þær eru nú reyndar báðar hærri í loftinu en ég , en ég verð nú samt alltaf stóra systir) halda úti bloggsíðum og gengur bara vel. Alltaf gaman að fara þar inn og fylgjast með!
Ég er að byrja að vinna á morgun, hlakka bara til, búin að vera skólastelpa tvo vetur og finnst bara vera komið gott af því. Á reyndar eftir að fara í eitt próf þann 12. þá er sjúkraliðanámið búið fyrir utan það að maður á eftir að vinna löggildinguna. Lýk við það í sumar og svo þarf ég að ljúka við lokaritgerð í sambandi við nuddið, er sem sagt líka að læra Svæða- og viðbragsmeðferð, kem til með að bera það virðulega starfsheiti SOV fræðingur þegar það er komið!
Ég er nú ekki sami tölvusnillingurinn og þær systur mínar en ætla mér að setja hér inn tenglasíðu og myndir. Það getur tekið smá tíma en þetta kemur allt með kalda vatninu.......
Athugasemdir
Velkomin í bloggheimana Ása mín.
Stærsta litla systir.
Hrönn (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 19:35
Takk,takk Stærsta litla systir
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 3.5.2006 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.