18.12.2006 | 14:16
Ekki er nú dugnaðinum fyrir að fara .
'Akvað að skrifa hér nokkrar línur svo fólk haldi ekki að ég sé hætt með þessa tilraun mína(bloggið)
Hef hvors sem er ekkert betra að gera, ligg í flensu og orkan engin Alveg er það týpíst fyrir mig að leggjast í flensu korter fyrir jól og 10 mínútum fyrir stúdentsveislu! Guðrún Ósk mín er sem sagt að verða stúdent og ég var búin að lofa að halda veisluna fyrir hana, þ.22.des. Alveg lágmark að maður bjóði til veislu finnst ykkur ekki?
Ásdís Rún er búin að vera hérna nokkrar vikur, pabbi hennar ekki í góðu ástandi Búið að ganga bara vel, þau eru svo yndisleg hér í skólanum Hún komst strax inn í skólann, mötuneytið og heilsdagsskólann eftir því hvernig vaktirnar voru hjá mér...En nú er pabbi hennar búinn að ákveða að hún komi aftur suður um áramótin og verði þar Vona bara að hann sé ekki of fjótur á sér.
Annars verður allt mitt lið hér hjá mér um jólin, Layla er komin og Iðunn og Siggi koma á fimmtudaginn. Þær mæðgur fara svo fyrir áramótin en turtildúfurnar verða fram yfir áramót. Það hentar mjög vel því ég er í fríi yfir jólin
Ég var byrjuð á bútasaumsmynd sem ég ætlaði að klára fyrir jól, en held að hún verði að sitja á hakanum nóg annað er eftir sem meiri þörf er á að klára.
Var að hugsa um að gera eins og Hrönn systir, taka myndir af handavinnunni minni og setja hér inná, en það bíður betri tíma eins og ýmislegt annað Ætlaði líka alltaf að setja inn fleiri myndir af barnabörnunum....
Jæja, ætli þetta sé ekki komið gott af röfli í bili....... Já, gleymdi að segja ykkur að ég og minn
ætlum að skella okkur í tveggja vikna frí til Kanarí eftir áramót
Athugasemdir
Gerðu bara eins og ég dúllurin mín, settu upp sér blogg fyrir handavinnuna.
Hrönn stóra litla systir
hrönn (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 11:44
Kannski ég geri það bara
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 19.12.2006 kl. 13:03
Gleðileg jól og gangi þér í haginn, vona að þú hafir náð úr þér flensunni og njótir jólana með þínum nánustu. Bíð spennt eftir að fá að sjá mynd af bútasaumsmyndinni þinni.
Kv. Fríða Ág
Fríða (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.