8.11.2008 | 19:51
Leyni- SAL
Það var verið að gera Leyni-SAL í saumaklúbbnum hjá okkur um daginn. Svo áttum við að senda inn myndir og kjósa svo um hvaða útfærsla væri flottust. Hrönn systir vann með þessa glæsilegu útfærslu hér fyrir ofan. Mín mynd birtist svo hér fyrir neðan til samanburðar , þannig að þið sjáið hvað getur breytt miklu um lokaútlit hvaða litur af garni er notað og í hvernig java er saumað...............
Verð nú að viðurkenna að mér fannst ekki eins gaman að gera þetta stykki og hin Leyni-SAL stykkin sem ég er búin með, þegar maður er að gera einn lit í einu..........
Athugasemdir
Báðar flottar, mér finst efri myndin sterkari.
Aprílrós, 8.11.2008 kl. 19:58
Mér finnst neðri myndin mikið fallegri .. litirnir í henni fara betur í mig. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekkert hvað þú átt við með Leyni-Sal ...
Kær kveðja til þín ..
Maddý (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:15
SAL stendur fyrir- Sew a Long - Leynisal er eitthvað sem við í saumklúbbnum höfum gert saman. 'I raun vitum við ekki hvað við erum að sauma, myndin birtist bara smá saman. Fáum sem sagt sent smá hluta af munstrinu í einu....... Finnst þær mjög fallegar báðar tvær og var gaman að sjá fullt af fleiri útfærslum.....
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 8.11.2008 kl. 22:41
Efri myndin minnir mig á mynd sem mamma mín gerdi, z.e. litirnir! Mjög smart hjá ykkur systrum.
www.zordis.com, 8.11.2008 kl. 22:41
þetta eru flottar myndir
Sigrún Óskars, 8.11.2008 kl. 22:54
Flott verk hjá þér allt saman, hvort sem það er prjóna eða saumaskapur, hér sit ég og hekla mér trefil og gengur hægt.
Fríða Ágústsdóttir, 9.11.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.