Er á lífi enn!

Hef ekkert verið mjög dugleg að "blogga" undanfarið, en er sem sagt á lífi og við þokkalega heilsu! (Er að jafna mig eftir einhverja kvefpest, endaði með "skútubólgu" og er komin á syklalyf) Sick

Hef oft velt því fyrir mér hversu mikið stress hefur áhrif á líkamlega líðan, alla vega enda ég oft með að verða veik ef mikið er búið að ganga á hjá mér Woundering

Layla mín er búin að vera mikið veik´, búin að vera inn á deild í nokkrar vikur, er heldur að hressast sem betur fer.  Þurfti að gera það sem ekki á að leggja á neinn aðstandenda, hvorki foreldri, maka, barn né aðra; þurfti að sækja um nauðungarvistun fyrir hana.  Þó ég væri búin að ákveða fyrir mörgum árum að ef til þess þyrfti að koma ( nauðungavistun eða svipting) þá myndi ég gera það, þá reyndist það mér mjög erfitt er til framkvæmda kom.  Fyrir þá sem ekki vita það er þetta úrræði sem hægt er að grípa til ef einstaklingur er það veikur að hann er talinn hættulegur sjálfum sér eða öðrum.  Læknir getur nauðungavistað manneskju í 2 sólahringa, ef það dugir ekki til verður aðstandendi að fylla út umsókn og senda til dómsmálaráðuneytis, ásamt úrskurði tveggja lækna; er manneskjan þá nauðungarvistuð í 21 dag.  Þetta var erfitt fyrst, ég fór suður þegar 5 dagar voru liðnir, þá var skiljanlega mikil reiði og mikill sársauki; en hún hlustaði á mín rök og samþykkti að við kæmum aftur til hennar daginn eftir. ( vissi ekki að við værum væntanleg, ég og minn elskulegasti, stendur alltaf við hlið mér, sama hvað gengur á InLove)  Daginn þar á eftir fór hún að borða aftur ( ekkert búin að borða í viku)  Núna eru liðnar fimm og hálf vika og ég held að hún sé búin að fyrirgefa mér!  Líðan hennar er öll miklu betri, þunglyndið að mestu horfið, en alltaf þarf hún að kljást við raddirnar.   Hún er núna heima í helgarleyfi og kemur svo í ljós eftir helgina hvert framhaldið verður.  Ég fer ekkert ofan af því að geðsjúkdómar eru með erfiðustu sjúkdómum sem hægt er að fá, og því miður geta þeir verið banvænir!!´

 

Veit ekki hvað fólk segir yfir að maður sé að setja þetta á bloggið, en því skildi maður ekki segja frá þessu eins og ýmsu öðru sem fylgir því að vera aðstandendi sjúklings eða sjúklingur sjálfurErrm

 

En svo maður snúi sér að öðru, ég hafði það LOKSINS af að klára ritgerðina og er því komin með skírteini upp á það að vera orðin Svæða- og Viðbragðsfræðingur GrinCool

Fyrst ég hafði það nú af að klára ritgerðina, dreif ég í því að sækja um nám eftir áramót Blush  en svo kemur það nú í ljós, hvort þeir vilja taka við mérHalo

 

Ég fór tvisvar suður í síðasta mánuði, fyrst á Sjávarútvegssýninguna og svo á aðalfund Landsambands Smábátaeigenda, þar hafði ég tekið að mér að vera fundarritari eins og einhver undanfarin ár.  Wink  Auðvitað var notað tækifærið og dæturnar og barnabörnin heimsótt Grin

 

Held að ég sé búin að segja nóg í bili Heart

 

 

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Ágústsdóttir

Fríða Ágústsdóttir, 9.11.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Já, geðsjúkdómar eru með erfiðari sjúkdómum, þeir hafa líka áhrif á svo marga í kring og mæta litlum sem engum skilningi. Þetta hefur verið erfið ákvörðun hjá þér en hún byggir á miklum kærleik og þekkingu. Ég sendi bænir og ljós til ykkar

Til hamingju með prófið! Frábært, það er enginn smá kraftur í þér og svo saumarðu og prjónar og allt á fullu

Knús og ljós til þín og þinna

Ragnhildur Jónsdóttir, 10.11.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband