Komin heim!

Barnabörnin 9 

Set hér inn mynd af öllum hópnum.  Þetta eru talið frá vinstri: Anika Sól (10) með Björn Daníel ( 4mán.) í fanginu, Ásdís Rún (10), Rebekka Lind (verða 7), Baltasar Leví (10) með Ívar Elí (17mán.) í fanginu, Melinda Máney (verða 6), Embla Sif (6) og Theódóra Björg (6).

Fyrir utan þennan föngulega hóp voru við Kalli, Layla, Guðrún Ósk, Iðunn Ýr, Ási Gunnar og Sandra í bústaðnum um helgina, þannig að þegar flest var vorum við 16 í 10 manna húsi!  Svo smá fækkaði og seinustu 2 dagana vorum við bara tvö eftir.  Það var bara fínt að pústa smá eftir allan gestaganginn.  Því það verður að segjast að það fylgir því fjör þegar allur þessi hópur kemur saman, en gaman er það engu að síður!  Fyrir utan okkur var svo 18 manns í 3 öðrum bústöðum, mamma, pabbi og systkini mín með sitt lið. (Úff, nærri helmingurinn af liðinu frá mér)  Á laugardagskvöldið var sameiginlegur matur hjá öllu liðinu, sem sagt 34 (eða 33 sem borðuðu) Var bara gaman að hitta allt liðið, orðið allt of sjaldan sem við komum öll saman.

Þá er maður komin heim úr sumarbústaðnum.  Sumarfríið búið, byrjuð að vinna og lífið að færast í fastar skorður.  Farið að fækka aftur á heimilinu, Ási Gunnar er hér enn, er að bíða eftir að búið sé að taka íbúðina upp í blokk í gegn, þá ætlar hann að flytja þangað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Velkomin heim ;)

Aprílrós, 30.8.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: www.zordis.com

Velkomin heim og greinilegt að þú hefur haft góðan fjársjóð og félagsskap!

www.zordis.com, 30.8.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Velkomin heim granna mín góð. Föngulegur hópur, og heitandi Ylfamist, þá verð ég nú að minnast á það hversu stórundarleg sum nöfnin eru á barnabörnunum!!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.9.2008 kl. 14:59

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk fyrir! 

Og Ylfa mín Mist, eins og þú veist, þá eru það foreldrarnir sem velja nöfnin, hvorki börnin né ömmurnar......  en ég er alveg sammála því að sum þeirra heita sérstæðum nöfnum

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 1.9.2008 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband