Sumarbústaður og afmælisgjafir!

Er að fara í sumarbústað við Apavatn með börnum og barnabörnum, systkinum, systkinabörnum og foreldrum mínum.  Verðum með 4 bústaði, tvo litla og tvo stóra.  Ég verð með allt mitt lið í einum stórum ( ætlaður fyrir 10 ) en allt útlit fyrir að við verðum 16-17 yfir helgina......

Ég átti afmæli í gær, varð 48 ára gömul Grin  Málverk af mér og börnunum

 

 

 

 

Set hér inn mynd sem börnin mín og barnabörn gáfu mér.  Þetta er mynd sem var máluð úti í Búlgaríu eftir 8 ára gamalli ljósmynd sem var tekin við ferminguna hennar Iðunnar Ýrar.

 

 

Svo er búið að vera afmælisleikur í gangi í saumaklúbbnum sem ég er í.  Set hér inn myndir af gjöfunum sem ég er búin að fá sendar.

Gjöf frá Tummu

Gjöf frá Dóru Valg.

 

 

 

 

 

 

Gjöf frá AistéGjöf frá Erlu S.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gjöf frá Rósu

 

 

 

 

Allt saman æðislega flottar gjafir og margt sem mann langar til að byrja á  ekki seinna en STRAX.

 

Bið að heilsa ykkur í bili, læt örugglega ekki heyra í mér fyrr en eftir viku.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanný

Flott mynd af ykkur

Frábærar gjafir!!

Og njóttu dvalarinnar í bústaðnum

Fanný , 21.8.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Sigrún Óskars

til hamingju með afmælið

Sigrún Óskars, 21.8.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með afmælið skvís . ;)

Aprílrós, 21.8.2008 kl. 22:36

4 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með daginn þinn í gær!  Virkilega falleg mynd sem þú hefur fengið og allar gjafirnar hafa greinilega hentað og hitt vel í hjartastað!

Góða skemmtun við Apavatn, kanski að þið sjáið apa (voða fyndin)

www.zordis.com, 21.8.2008 kl. 22:53

5 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

til lukku með afmælið ljúfan 

Rannveig Lena Gísladóttir, 22.8.2008 kl. 09:23

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Góða ferð og skemmtun!

Mikið eruð þið nú öll falleg þarna á myndinni!

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.8.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband