3.6.2008 | 11:20
Blóm- ég elska blóm af öllum stærðum og gerðum!
Það er ekki hægt að segja annað en að fagur er hann, Túnfífilinn okkar sem að er eitt okkar sterkasta blóm.
Laufblöðin á mörgum plöntum eru algert augnayndi.
'Islensk fjallaplanta sem lýsir upp umhverfið með sínum sterkgulu blómum.
Flauelsblóm sem er eitt af fjölmörgum litskrúðugum sumarblómum.
Elska að sá fyrir inni- og útiplöntum...
Fæ alltaf einhverskonar blómaveiki á vorin, sái og kaupi plöntur.....
sem því miður duga yfirleitt ekki eins lengi og hér áður fyrr, þá átti maður sömu plönturnar í mörg ár.... Set hér samt mynd að lokum sem tekin er af einni margra ára plöntu, sem gleður mig á hverju ári með fullt af blómaþyrpingum.....
Blómakveðjur til ykkar allra
Athugasemdir
Ég elska líka blóm! Sérstaklega stolnar páskaliljur :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 3.6.2008 kl. 16:23
Næst nærðu þér bara í fífla, nóg er af þeim ;-)
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.