Suðurferð!

Er á fullu að undirbúa suðurferð!  Fer á miðvikudaginn, eftir þessa vinnutörn.  (Ef ekki verður búið að koma hringing fyrr, það er að segja.Wink)  Var að tala við dömuna áðan, allt í rólegheitum ennþá!!!  Verð að vinna kvöldvakt í dag og á morgun.  Þá verður komin 7 daga törn, sem er reyndar ekki oft, þar sem ég er í 70%( var nærri því búin að segja BARA) vinnu. Það þýðir 4 vaktir aðra vikuna og 3 hina.  Lenti reyndar í því að fara heim á fimmtudaginn, náði mér í einhverja ælupestSick  Var sem betur fer bara sólarhringspest!!! 

 Er að klára að ganga frá ýmsum málum og hlutum, sem ég vil helst ekki þurfa að vera að pæla í fyrir sunnan. 

Vonast til að geta verið að dúlla mér með nýtt ömmubarn InLove

Ætla líka að reyna að heimsækja hana Laylu mína, Heart hún virðist vera ansi langt niðri núna, er enn inn á deild, fær ekkert að fara nema í fylgd ennþá.   Og svo er nú auðvitað hún Ásdís Rún.Heart

 Svo verður "LITLA BARNIÐ" mitt tvítugur, meðan ég er fyrir sunnan.  Hann var að tala um að ég gæti þá haldið upp á afmælið með honumWizardHeart

Ég er búin að skrá mig á nuddmót í byrjun maí, svo það er nóg framundan.   Passar alveg að fara á flakk, þar sem bóndinn kemur heim um mánaðarmótin, en hann fær þá bara frið til að læra undir prófHalo

Vagnteppi- heklað

 

Búin með heklaða vagnteppið.

Ekki búin með þetta prjónaða, en set inn mynd af því hér líka.Prjónað Vagnteppi í vinnslu

 

 

Veit ekki hvort ég komist í tölvu, eða hvort ég vilji vera að eyða tímanum í það..... kemur í ljós.  Hafið það bara öll saman gott og heyrumst síðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Yndislega fallegur prjónaskapur og hekl.  Þú ert hannyrðarkona mikil og það dugar vart minna en að vera með 5 stk í einu

Bestu kveðjur vestur með von um að ykkur líði öllum vel!

www.zordis.com, 14.4.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góða ferð og gangi ykkur vel. Mikið fær litla nýja krúttið yndislega falleg teppi frá ömmu sín.

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 15.4.2008 kl. 00:11

3 identicon

Það er aldeilis mikið að gera hjá þér, hvað eru margir tímar í sólarhringnum hjá þér, þeir eru örugglega fleiri en mínir. Góða ferð suður, og innilegar hamingjuóskir með nýja afkvæmið.

Kveðja úr Hafnarfirðinum, Fríða Ág 

Fríða Ág (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 07:08

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Góða ferð, ég mun sakna þín. Mig vantar ímeilið þitt svo ég geti sent þér RUKKUN!! Múahahahahahahah!!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk fyrir allar kveðjurnar og góðu óskirnar.   Búin á síðustu vaktinni í bili, stefni suður um hádegisbil á morgun ( í dag) Það er von á strák

Hafið það gott elskurnar!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 16.4.2008 kl. 01:23

6 Smámynd: Tiger

  Já, ég óska þér líka góðrar ferðar og auðvitað óska ég þess að allt gangi í lukkunar ljómandi standi hjá þér og þínum. Myndaskapurinn í þér er bara til fyrirmyndar, æðislegur prjónaskapurinn þinn! Það mættu nú alveg fleiri taka þig sér til fyrirmyndar sko! En eigðu nú yndislega nótt og ljúfan dag á morgun..

Tiger, 16.4.2008 kl. 03:30

7 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk Tiger minn og sömuleiðis minn kæri

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 16.4.2008 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband