28.2.2008 | 20:40
Amma komin af stað!
Fór að heimsækja ömmurnar mínar í dag, hef ekkert farið síðan um helgina, þar sem ég lagðist í rúmið.
Ása farin að fara framúr, situr hluta dags í stól ( eða hjólastól) og látin ganga reglulega í göngugrind.
Er enn eitthvað sett í súrefni ( þegar hún er við rúmið) Hún er ansi illa áttuð, þekkti mig þó og spurði hvort Kalli væri enn í skólanum, en að hún myndi hvað hefði gerst, eða hvar hún væri, ekki smuga. Virtist svolítið detta inn og út, meðan við mamma sátum hjá henni . Set hér inn mynd af henni semég tók í dag.
Athugasemdir
Elsku gamla fólkið okkar. Ég fór til föðurömmu minnar rétt áður en hún dó og fékk fullt af myndum hjá henni af gamla tímanum - og sögurnar á bakvið myndirnar. Sorglegt ef svoleiðis gullmolar fara með gamla fólkinu okkar. Nú á ég fullt af myndum af langömmu og langafa og fólki í kringum þau - ásamt foreldrum þeirra - og dásamlegar sögur með öllum myndunum. Búinn að setja þær í fallega bók með sögunum líka og er að sýna litlu börnunum í ættinni þetta til að sögurnar á bakvið fólkið gleymist ekki.
Ömmurnar þínar eru heppnar að hafa þig - þú virðist sannarlega vera þeim styrkur.
Tiger, 29.2.2008 kl. 03:06
Yndislega sæt amma! Það er svo erfitt að horfa upp á elskurnar okkar líða fyrir heilsutapið.
Knús til þín yndisleg ...
www.zordis.com, 29.2.2008 kl. 08:56
Það er ekkert yndislegra en ömmur. Ég á minningar um dásamlegar ömmur og afasystir sem ég kallaði langömmu. Þegar ég sjálf varð amma fannst mér ég hafa öðlast þann mikilvægasta og fallegasta titil og starf sem hægt er að hugsa sér.
Bestu kveðjur að sunnan
Ragnhildur Jónsdóttir, 29.2.2008 kl. 13:18
Þegar ég renndi yfir stjórnborðið og sá fyrirsagnirnar í bloggvinahópnum rak mig í rogastans! "AMMAN KOMIN AF STAÐ!!!"
Já og þar sem konur í þinni ætt verða ömmur langt fyrir aldur fram datt mér bara eitt í hug! En það er nú gott að sú gamla er að braggast. Gamalt fólk á ekki að þurfa að liggja í kvölum. Það á reyndar enginn að þurfa að gera...
Hlakka til að sjá þig í fyrramálið kæra.
Ylfa Mist Helgadóttir, 29.2.2008 kl. 21:10
LOL það sem þér getur nú dottið í hug, nei þessi amma er löngu komin í KASKÓ.
Bæti bara við ömmubörnum , beint og óbeint.
Maður getur alltaf á sig blómum bætt!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 29.2.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.