25.2.2008 | 15:29
Maður ræður nú kannski minnst um það!
Er ekkert svaka vel upplögð þessa dagana, búin að vera síðustu tvær nætur inn á sjúkrahúsi hjá móðurömmu minni. Er ekki að ná að jafna sig eftir lærbrotið og aðgerðina, verður líklega aldrei söm aftur. Maður spyr sjálfa sig að því, hvort ekki væri betra fyrir hana að fá hvíldina, heldur en það sem hún er að ganga í gegn og á eftir að ganga í gegn eftir svona áfall. En eins og amma sagði þegar ég var að kveðja hana í morgun og sagði við hana að hún ætti að láta sér batna; " Maður ræður nú kannski minnst um það."
Verð á næturvakt næstu tvær nætur, þannig að ég veit ekki hvað ég verð dugleg að láta heyra í mér.
Hafið það öll sem allra best, þar til næst!
Snjókveðjur héðan úr hávaðabyl...
Ása
Es. Ég er hætt við tölvukaup í bili að minnsta kosti. Missi þessa sem ég er með ekki strax.
Athugasemdir
Ömmur eru yndislegar og maður getur endalaust lært af þeim ef maður er tilbúinn að hlusta og læra. Önnur amma mín var fædd árið 1919 eins og önnur amma þín..
Tiger, 25.2.2008 kl. 19:51
Sendi þér kveðjur í kuldann og þakka þér fyrir komuna til mín!
Það er alltaf erfitt að skilja hvað elskulegir ættingjar okkar sem komnir eru á efri ár þurfa að ganga í gegn um. Ömmur og afar eru yndislegar manneskjur!
www.zordis.com, 25.2.2008 kl. 20:05
láttu þér batna flensan. Hér eru litlu mennirnir að skríða saman, vona að þeir komist á leikskólann/skólann á morgun... annars er geðheilsa mín í húfi!
Ylfa Mist Helgadóttir, 27.2.2008 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.