Á tvær yndislegar ömmur!

Ég er ríkari heldur en margur annar ( tala nú ekki um á mínum aldri Wink) ég á nefnilega tvær yndislegar ömmur á lífi.  Önnur þeirra er fædd árið 1915, en hin 1919.  Verð því miður að viðurkenna að ég er ekki nógu dugleg að heimsækja þær Blush 

Föðuramma mín er inni á öldrunardeild, er með alzeimer, farin að tapa ansi mörgu niður.  Kannast þó yfirleitt við svipinn á mér, þegar ég kem ( veit að ég er í fjölskyldunni) kallar mig yfirleitt Guðnýju, sem er elsta dóttir hennar.   En þó hún sé farin að tapa mörgu niður, held ég að það sé ekki farið eitt einasta ljóð, lag eða þula, sem hún hefur lært um ævina   (man líka allar þessar tvíræðu)  Hef aldrei þekkt neinn sem hefur kunnað eins mikið af vísum og hún. Þegar verið er að syngja á deildinni , heldur hún oft áfram að syngja, eftir að hinir eru hættir, syngur áframhald á vísum sem maður vissi ekki að væru til.  Syngur kannski 6 vísur í stað 3 sem eru birtar í söngheftum og svo fór hún stundum með 1/2 tíma langa þulu ( ekki heyrt hana nýlega) Ef maður bað um að fá að taka þetta upp eða fá að skrifa eitthvað af þessu niður var svarið; "Nei, það er ekki víst að ég muni þetta rétt" og þá var betra að það færi með henni í gröfina, heldur en að vitlaust væri eftir henni haft Pinch 

Móðuramma mín hefur verið á Hlíf, en lenti í því að lærbrjóta sig um helgina, og er þess vegna á sjúkrahúsi núna.  Hvert framhaldið verður, verður bara að koma í ljós.  Hún sýndi það nú fyrir fáum árum að það eru töggur í henni, var orðin hálflömuð (með æxli við mænu) en eftir aðgerðina beit mín bara á jaxlinn og gerði það sem þurfti til að komast á fætur aftur!  Hún hefur alla vegna hingað til verið skýrari og betur getað fylgst með hvað er að ske í fjölskyldunni! Smile

Ég er að fara inn á Ísafjörð og heimsækja þessar yndislegu ömmur mínar eftir hádegið Heart

Set hér inn myndir af móðurömmu minni með Inga bróðir og svo aðra af föðurömmu minniÁsa amma og IngiMunda amma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Lena Gísladóttir

Ömmur eru yndislegar og bráðnauðsynlegur partur af tilverunni.  Ég á aðra ömmu mína á lífi en sökum fjarlægðar þá hittumst við ekki nógu oft.  Hún býr fyrir vestan en ég á Blönduósi.

Ég verð vonandi ómissandi amma einhvern tíman... bara ekki alveg strax

Rannveig Lena Gísladóttir, 21.2.2008 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband