12.2.2008 | 21:12
Snjór, snjór og meiri snjór!
Það eru komin nokkur ár síðan maður hefur séð eins mikinn snjó og núna! Í raun finnst mér þetta allt í lagi, ég meina að hafa snjóinn, ef ekki væri alltaf svona leiðindaveður eins og er búið að vera undanfarna daga! Ég þoli aftur á móti ekki þessa umhleypinga eins og hafa verið undanfarna vetur, snjó og rigningu til skiptis En mig langar líka að hrósa snjómokstursmönnunum hér í bæ. Þeir byrja um 6 leytið á að renna eina rennu um allar götur bæjarins, þannig að ef mikið liggur við, þá er alltaf möguleiki fyrir þig að komast..... Svo byrja þeir, og það er sko hreinsað eins og hægt er af götum og gangstéttum, sett í stóra hauga hist og her um bæinn, börnunum til mikillar ánægju..... Haugarnir eru svo hreinsaðir upp þegar tími vinnst til.
Athugasemdir
Þetta er bara bjart og fallegt!! Ég fagna snjónum!
Ylfa Mist Helgadóttir, 13.2.2008 kl. 01:20
Þetta er rétta hugarfarið!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 13.2.2008 kl. 09:49
Já, þetta með snjóinn er bæði jákvætt og neikvætt. Erfitt að ferðast en yndislegt þegar maður getur farið út með myndavélina að leika sér Eða bara kúra undir teppi með kertaljós, kaffi og góða handavinnu
Bestu kveðjur vestur, ertu ekki annars í Bolungarvík? amma mín fæddist þar...
Ragnhildur Jónsdóttir, 13.2.2008 kl. 15:17
Jú, jú ég er í Bolungarvík og er alveg hjartanlega sammála þér!
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 13.2.2008 kl. 16:43
Gaman að sjá myndirnar hjá þér, þá verður frásögnin meira lifandi.
Sunnudagskveðja til þín ...
Maddý (IP-tala skráð) 17.2.2008 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.