Heimsókn í höfuðborgina!

Skrapp suður með Guðrún Ósk og Rebekku Lind á föstudaginn 1. feb.  Kalli kom og var hjá okkur um helgina.  Það var farið á þorrablót, fjölskylda og vinir heimsóttir, farið í hitting og fl.  Yndisleg vika á allan hátt.  Svo var komið að heimferð, allt ófært og ég á mínum "fjallabíl"  En vestur varð ég að komast, átti að vinna alla helgina,  svo það var brunað af stað á föstudeginum.  Aldrei hefur verið eins oft hringt á Vegagerðina.  Ákveðið að fara eins langt og hægt yrði, það yrði þá meiri möguleiki að komast alla leið daginn eftir!  Allt hafðist þetta með góðra manna hjálp, sátum fastar ásamt jeppa í klst. upp á Steingrímsfjarðarheiði.  Maður sér það svo vel við svoleiðis aðstæður, hvað mikið er til af góðu fólki, allir boðnir og búnir til að hjálpa.  Tek það fram að það var út af skyggni sem ég lenti í ógöngum, sá ekkert og lenti útaf......  Í Djúpinu var svo mikil hálka að 2 flutningabílar enduðu fyrir utan veg og svo var einn sem endaði á hliðinni fyrir neðan veg, ekki út af hálku, heldur gaf kanturinn sig, þegar hann var að víkja fyrir öðrum.  Enduðum með að keyra Súðavíkurhlíðina í fylgd og komumst á Ísafjörð eftir 10 tíma ferðalag.  Gistum hjá mömmu og pabba í góðu yfirlæti um nóttina og komumst svo alla leið á laugardaginn.  Búin að heyra það haft eftir einni nágrannakonu minni að nú ætli hún að selja jeppann, fyrst ég komst til Ísafjarðar á mínum fjallabíl. ;-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Kæra ljónynja! þakka þér fyrir að vilja vera bloggvinur minn Það er gaman að heyra að þú hafir áhuga fyrir stjörnuspeki og hafir verið að gera kort. Úff ég fæ hálfgerðan hroll  þegar ég les færsluna þína hér fyrir ofan og gott að þið komust heil heim, bestu kveðjur vestur Margret

Margrét Guðjónsdóttir, 11.2.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk sömuleiðis Margrét!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 11.2.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Velkomin heim:O)

Ylfa Mist Helgadóttir, 12.2.2008 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband