30.1.2008 | 20:06
Brjálað veður!
Hér skall á sannkallað janúarveður, á ca hálftíma sá maður veðrið breytast úr fínu veðri, yfir í arfa vitlaust veður. Sést varla á milli húsa og maður horfir á skaflana hrannast upp! Vona bara að það snjói ekki allt á kaf, og að veðurspáin rætist fyrir föstudaginn! Nú á nefnilega að leggja land undir dekk og þeysa suður á leið, á mínum fjallabíl! Ég, Guðrún Ósk og Rebekka Lind erum búin að fá íbúð á suðvesturhorninu í vikutíma, svo kemur minn heittelskaði yfir helgina!!! Ég og Kalli förum á Þorrablót Bolvíkinga á laugardaginn, ætlunin er svo að fá börn og barnabörn, svo og systkini mín með sitt fylgdarlið í tvöfalt afmæliskaffi á sunnudeginum. (Kalli og Ásdís Rún) Þá slær maður semsagt margar flugur í einu höggi....... Hittir allt liðið í einu. Það verður svo bara að koma í ljós hvort maður verður svo duglegur að fara að heimsækja eitthvað af vinafólkinu. Síðan systkini mín og ég tala nú ekki um börnin fluttu suður hafa vinirnir mætt afgangi í sambandi við heimsóknir. Nú svo er auðvitað aldrei að vita nema að maður komist á hitting ;-)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.