26.1.2008 | 01:24
Jólalaugardagur!
Eins og ég var búin að segja þá eru sumir dagar vikunnar látnir heita eitthvað og allir laugardagar eru jólalaugardagar. Þá er ætlunin að maður vinni við jólamyndir eða eitthvað sem ætlunin er að gefa í jólagjöf
Auðvitað ræður maður því hvort maður fer eftir þessu eða ekki en ég verð að segja að það ýtir nú dálítið við manni að fá tilkynningu um að nú sé UFO dagur og það verður nú til þess að maður tekur sig til einstaka sinnum og tekur í gömlu stykkin og klárar!
Hér er mynd af einu stykki sem ég kláraði um daginn, bara svo fólk haldi ekki að ég klári ekki stundum svona eitt og eitt stykki. Ég var nú reyndar ekki búin að vera neitt afskaplega lengi með þessa.
Svo eru hér myndir af tveimur jólamyndum sem eru í vinnslu, þá held ég að ég sé búin að gera nokkuð hreint fyrir mínum dyrum......
Athugasemdir
til lukku með klárið ...
Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 18:32
Hlakka til næstu jóla. Kannski vinn ég eitthvað frá þér í Línuhappadrættinu :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 15:18
Allt í lagi að láta sig dreyma.
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 29.1.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.