24.1.2008 | 12:06
Mirabilia - L&L dagur
Í saumaklúbbnum eru sumir vikudagarnir tileinkaðir einhverju ákveðnu.
Þriðjudagar eru UFO-dagar
Fimmtudagar eru Mirabilia og L&L SAL uppfærsludagar
Laugardagar eru Jólalaugardagar
Í dag er fimmtudagur, þá á ég að leyfa hinum sem eru með mér í klúbbnum að fylgjast með hvernig gengur að sauma (þ.e.a.s. ef maður er með eitthvað stykki frá Mirabilia eða L&L)
Ég á tvö kit (pakkningar) frá L&L og fimm frá Mirabilia, fyrir utan að ég á líka einhver munstur
Ég er byrjuð á þremur, mislangt komin með þau, reyndar spurning hvort eitt þeirra telst vera WIP eða UFO þar sem ekki hefur verið snert á því síðan síðasta haust.
Frá Mirabilia er ég með
" A Midsummer Night's Fairy " - langt komin, á eftir að klára perlurnar.
" Shimmering Mermaid " - byrjuð á henni.
" Waiting For Ships " - ekki byrjuð.
" July's Amethyst Fairy " - ekki byrjuð.
" Christmas Tree 2006 " - ekki byrjuð.
Frá Lavender & Lace er ég með
" Angel of Autumn " - byrjuð á henni.
" Angel of Spring " - ekki byrjuð.
Athugasemdir
Sæl Ragnheiður, ég datt hérna af tilviljun inn á síðuna þína og hef verið að skoða myndirnar af handavinnunni. Rosalega er gaman að sjá þetta allt saman!
Vildi bara kvitta og þakka fyrir mig.
Bestu kveðjur
Ragnhildur Jónsdóttir, 24.1.2008 kl. 12:56
Glæsilegt hjá þér. Gangi þér vel með perlurnar.
Erla Björk (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:00
Rakst af tilviljun á síðuna þína. Flott hjá þér, ég er búin að sauma nokkrar myndir sjálf, fékk æði þegar ég gekk með stelpurnar mínar en hef þess á milli valla gert handtak, en ég er að sauma engil vetrarins (er samt ekki ólétt :) ) saumaði engil sumarsins þegar ég gekk með eldri stelpuna mína og tileinka englinum henni þar sem hún er fædd að sumri, hin dóttir mín er fædd að vetri og hún fær vetrarengilinn, kanski ég fái smá kraft núna við að skoða bloggið þitt og fari bara að sauma :)
Guðborg (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.