21.1.2008 | 13:07
Gleðilegt nýtt ár!
Þið verðið að fyrirgefa hvað ég er búin að vera löt að skrifa hér inn, vona bara að það lagist með hækkandi sól
Fékk bóndann heim í jólafrí í byrjun desember ( fékk að taka prófin, hér í Háskólasetrinu), fór ekki aftur fyrr en 13. janúar, þannig að ég er orðin ein aftur Lá í flensu fyrir jól og svo aftur um jólin, endaði á pensilíni Það var nú frekar rólegt hjá okkur um jólin, engir gestir (Utanbæjar...) fyrr en á milli jóla og nýárs, þá kom Layla mín, Beggi og Ásdís Rún og voru fram yfir áramót. Ási Gunnar skrapp í nokkra daga hingað heim til mömmu eftir áramótin (ekki komið vestur síðan í júlí) Iðunn Ýr er ófrísk, á að eiga í apríl, hún var að greinast með fæðingarþunglyndi var látin minnka vinnuna og svo á hún að fara í einhvern stuðningshóp og jafnvel að fara til sálfræðings..... Vona bara að það verði ekkert meira úr því.
Er búin að vera ansi löt, núna eftir að ég er orðin ein aftur. Jóladótið situr enn hér á skenknum, nema jólatrésdótið, það er komið ofan í kassa Já og eitthvað af jólaljósunum er ennþá í gluggum og jólagardínurnar eru enn uppi...... En þetta stendur nú til bóta, ætla mér að vera búin að koma þessu ofan í kassa fyrir kvöldið og helst útí geymslu. Veit ekki hvort ég taki allar seríurnar, finnst svo dimmt og tómlegt þegar þetta er allt horfið.....
Er nú samt búin að sitja með saumadótið mitt (ekki bara legið og starað út í loftið) byrjuð á einu eða tveim nýju,( eða eru þau kannske þrjú? ) og eitthvað smá tekið í gömlu stykkin. Þarf að fara að taka til í myndaalbúminu mínu, og setja inn nýjar myndir af því sem ég er að gera............
Ég, Guðrún Ósk og Rebekka Lind ætlum suður um mánaðarmótin og verðum í viku, fengum íbúð hjá Verkalýðsfélaginu. Ætlunin er að heimsækja eitthvað af vinafólki og ættingjum og bara að slappa af í öðru umhverfi en venjulega. Kalli kemur um helgina, förum á Þorrablót Bolvíkinga í boði Guðrúnar Óskar (Gaf Kalla það í afmælisgjöf, á afmæli þ.3.)
Ætli þetta sé ekki orðið nokkuð gott í bili!
Bið að heilsa úr Bolungarvíkinni
Ása
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.