Aðventukransagerð!

Eitt af því sem er fastur liður í jólaundirbúningi hjá mér er að fara á Hlíðarveginn til mömmu í kransagerð.  Í fjölda ára höfum við hist þar, systurnar og mágkona okkar (þar til fyrir 2 árum að hún flutti suður)  til að gera aðventukransa, hurðarkransa, kertaskreytingar, körfur og bara hvað sem okkur hefur dottið í hug.  Að sitja svona nokkrar saman, gera skreytingar, fá okkur kaffi og Baileys, konfekt og/eða smákökur ef einhver er búin að baka, er orðið alveg ómissandi í jólaundirbúningnum.  Hef yfirleitt ekki tekið myndir af afrakstrinum en ákvað að gera það núna ( mættu vera betri)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband