2.12.2007 | 12:08
Kominn tími á smá blogg!
Hér er mynd af turtildúfunum og tilvonandi foreldrum,ásamt Rebekku Lind og Ásdísi Rún. En þær fengu þann heiður að vera brúðarmeyjar og voru ákaflega stoltar af því. Er nú enn að bíða eftir að fá myndirnar frá aðalljósmyndaranum...... þær hljóta að skila sér inn fyrir rest.
Annars er bara allt gott að frétta af mér, búin að vera grasekkja í allt haust og verð það að öllum líkindum í nokkra mánuði á vor önn líka. Búin að búa alein síðustu 3 mánuðina, þar sem bóndi minn fór í skóla og litli strákurinn (19) býr orðið fyrir sunnan. Hef átt stefnumót við bóndann svona hist og her um landið, bara verið gaman af því En heldur vildi ég nú hafa hann hjá mér, en maður hlýtur nú að hafa þetta af.......
Nú vinn ég orðið bara á skýlinu, hér hinum megin við götuna, flutti mig yfir í sept, var að vinna á báðum stöðum þann mánuðinn, en svo hætti ég alfarið innfrá. Algjör lúxus að þurfa bara að hlaupa yfir götuna til að fara í vinnu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.