9.9.2006 | 15:47
Leti og aftur leti!
Mikið svakalega getur maður nú orðið latur stundum ( það er orðið slæmt þegar ég er orðin óvenjulöt ) Ég hef verið í þvílíku letikasti undanfarið að það hálfa væri nóg, ekki bætti svo úr að maður skildi leggjast í flensu. Búin að vera meira og minna lasin síðustu vikuna, hugsa að ég skelli mér til doktors ef ég verð ekki farin að lagast eftir helgina . Komin í 10 daga frí á sjúkrahúsinu, ætlaði að vera svo dugleg, týpískt að vera lasin akkúrat þá...... Ætla ekkert að fara nema á námskeið í nuddinu 15.-16., annars ætlaði ég að dúlla mér hér heima, vinna í ritgerð, setja upp gardínur o.s.f.
Ákvað að setjast niður og bulla e-ð hér á síðuna, því það er skömm að því hversu latur maður er að skrifa hér inná annars sé ég að það hafa svo sem fleiri verið latir í sumar, veit ekki hvort það að ég fór að halda úti svona síðu, sé að verða þess valdandi að systur mínar hætti með sínar Gerður Sif verður nú samt að teljast löglega afsökuð, Anna Sigyn heldur henni nú vel við efnið, fyrir utan nú það að hún er að eignast systur einhvern næstu daga En hvaða afsökun Hrönn hefur,veit ég ekki tek alla vega ekki e-ð kattastúss til greina.....
Heyri á mörgum sjúkraliðagellunum, að það er svona viss söknuður að vera ekki í skóla núna, verð nú að segja að ég er bara fegin að vera laus við skólabækurnar, þó ég sakni félagsskapsins
Já, gleymdi að segja, kennarinn okkar er orðinn pabbi, hann Ingi Þór og Rósa eignuðust strák á fimmtudaginn...Til hamingju!!!
Er alltaf að bíða eftir að hún Layla mín flytji síðuna sína, en sennilega er bara nóg að gera hjá henni, hún er í námi upp fyrir haus....gangi þér vel elskan
Guðrún Ósk er að öllum líkindum að klára síðustu áfangana fyrir stúdentinn (ef allt fer að óskum)
þannig að sennilega verður maður að slá upp stúdentsveislu öðru hvoru megin fyrir jólin
Já, svo getur nú verið að maður fari seinna í mánuðinum, í sumarhús í Súðavík með nokkrum brjáluðum handavinnukerlingum..... Ef manni tekst að redda vinnunni....
Röfla meira síðar, er að hugsa um að setjast fram í sófa með handavinnuna mína
Athugasemdir
Hæ mamma mín,
er að vinna í því að færa síðuna, hefur verið svolítið mikið að gera... en allavega, ég er komin með síðu http://laylaislost.blog.is þótt að hún sé enn mjög hrá og slöpp og margt eftir að stilla og setja inn.
Reyndu nú að slaka á og láta þér batna :)
Ég elska þig :*
Layla (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 02:53
Ég sagði þér það Ása mín að ég væri ekkert allt of dugleg við þetta. Svo ekki segja að ég sé hætt, ég bara geri þetta sjaldan.
Hrönn (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 07:38
Mátti bara til,af því ég sá að þú ert ekkert duglegri en ég ;)
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.9.2006 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.