Reykjavíkurferð !

Erum að fara suður á eftir, þ.e. ég, Kalli og Ásdís Rún sem er búin að vera hér í nokkra daga.  Hún hefur nú verið svo óheppin að amman var óvenjumikið að vinna, en þetta hefur nú samt allt saman reddast og stúlkan gert ýmislegt sér til skemmtunar. Búin að fara 2x í sund, annað skiptið ein, því hér má fara einn í sund eftir 8 ára aldurinn, fór með afa að gefa fiskunum (í kvíarnar) Svo eru þær frænkurnar búnar að fara í fjallgöngu og fjöruferð (voru þannig útlítandi,þegar afi fann þær að honum þótti þörf á að koma við í skemmunni og skola það mesta af þeim Glottandi) Þessi elska talar alltaf um hvað það sé gott að koma í rólegheitin í Víkinni!!!! Svo finnst henni gott að mega fara hér um allt EIN!

Ástæðan fyrir suðurferðinni er Framsóknarþing, erum að fara suður til að velja nýja forystu, kemur svo í ljós hversu mikill vilji er hjá þingfulltrúum að breyta um áherslur Óákveðinn

En fyrst við erum að fara suður (ekki farið síðan í vetur) þá á auðvitað að heilsa upp á Laylu (erum ekki búin að skoða íbúðina hennar) Iðunni Ýr og Sigga, Örnu,Óla og stelpurnar, svo var Ingi búinn að segja að við yrðum nú að kíkja, hmmm, eins gott að systurnar mínar eru ny búnar að vera fyrir vestan....Glottandi Já og ekki má gleyma, það eru 3 barnabörn í viðbót á suðurhorninu, þekki nú minn mann illa ef ekki verður reynt að kíkja á alla línuna...Svalur

 Svo verður nú kannske kíkt aðeins í búðir... svona af því að maður er kominn suður Hlæjandi fyrir utan að fara út að borða og bara að hafa það gott Brosandi

Bulla meira síðar..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við fáum bara að sjá ykkur í september þegar við komum vestur með nýja krílið með okkur :)

Gerður Sif (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 19:01

2 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Hlakka til þess!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 21.8.2006 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband