"Bara" afturstingurinn eftir .......

100_1191Þetta er ein af UFO myndunum mínum, sem þýðir að ég byrjaði á henni fyrir mörgum árum síðan, er búin að vera að taka í hana öðru hvoru núna og þá endar auðvitað með að stykkið klárist Wink  Er að vonast til að ég klári hana um eða eftir helgina..........  Set þá inn aðra mynd af henni kláraðri Smile  Mig langar svo að ramma hana inn eins og sýnt er utan á pakkningunni, það er með hvítum kartonlista, rauðu kartoni og gylltur rammi utan um allt saman.  Fór með myndina á pakningunni til rammagerðarinnar hér til að athuga hvað það myndi kosta, Ca. 10.000 kr. takk fyrir! Myndin er 13 x 18 cm.  Sem sagt ekki hægt að segja að hún sé mjög stór...............  Þegar þessi er búin þá er ég búin að klára tvö UFO stykki, tölum ekkert um hversu mörgum ég hef byrjað á , á sama tíma Cool

Veit ekki hvað fólk heldur um mig að vera að sauma eintóm jólastykki á miðju sumri..... en svona er ég nú bara.Blush

En svo ég snúi mér að allt öðru, þá er hún Iðunn Ýr mín að hugsa um að keyra hringinn alein, bara svona til að komast eitthvað í frí. Siggi fer ekkert í frí fyrr en í kring um brúðkaupið og við verðum fyrir austan þegar hún fer í frí, þannig að það yrði enginn hér nema Guðrún Ósk og hún er svo mikið að vinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf gaman að klára myndir sérstaklega myndir sem hafa tekið langan tíma til hamingju og góða skemmtun við afturstinginn.

Hafrún Ásta (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 08:46

2 identicon

Tíu þúsund!!!!!! Ertu ekki að grínast!

Ef þú vilt getur þú sent hana suður og ég get farið með hana til innrammarans míns. Ég er alveg viss um að hún er ekki svona dýr hér og að póstfluttningar til og frá RVK myndu ekki toppa þetta verð. 

Linda litlaskvis (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk Linda!

Ég kem suður í ágúst, fer með hana þá, set hana hvort sem er ekki upp fyrr en í desember ; ) Ætla að taka með mér 2 eða 3 myndir suður til að fara með í innrömmun...............  Ætla sko ekki að láta ramma þær inn hér!!!!

Ása

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 21.6.2007 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband