Mest lítið að frétta !

SmámyndirSmámyndirHéðan er nú mest lítið að frétta!

Búin að vera frekar löt við saumaskapinn, helst að ég taki í einhverjar smámyndir fyrir  "Línuna" .

Tekur nú samt alveg tímann sinn að sauma í plast eins og þetta sem er hér fyrir ofan.    Á svo eftir að klippa þetta út og setja hanka á og set sennilega filt aftan á til að gera þetta snyrtilegra..... Hinar smámyndirnar set ég svo í ramma, á reyndar eftir að kaupa ramma fyrir eitthvað af þessu .

SmámyndirSælan stóð ekkiSmámyndir

lengi hjá honum syni mínum, hann er hættur með kærustunni, farinn suður, fékk inni hjá vini sínum og farinn að vinna hjá Norðurál.  Líst bara ágætlega á það.

Nú er hún Ásdís Rún mín farin að hringja og tékka á því hvenær hún eigi að koma vestur í heimsókn til ömmu og afa í "rólegheitin í Bolungarvík". Síðan hún var heilt ár hér hjá okkur þegar mamma hennar var sem mest veik, hefur það verið fastur liður að hún kemur vestur og slakar á hér í 2 - 4 vikur á sumrin.  Það getur verið erfitt að leyfa sér að vera bara barn og vera ekki að hafa áhyggjur af "öllu og engu", þegar maður er alin upp á heimili þar sem mikil veikindi eru til staðar..............   Við urðum ásáttar um að hún kæmi einhvern tímann eftir að ég er komin í frí, sem sagt , eftir 21.júlí.  Þannig að það gæti orðið dálítið fjör hér seinni partinn í sumar, Rebekka Lind verður hér með annann fótinn eftir að leikskólinn byrjar aftur(mamma hennar að vinna) en hún fer ekki í leikskólann eftir sumarfrí, er að fara í skóla í haust !

Jæja, nú tel ég að nóg sé komið að rausi í bili, enda er ég að fá eina í nudd ; )

Kveðja úr Víkinni.

Ása 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband