24.7.2006 | 15:08
Loksins komið svar !!
Jæja, þá erum við loksins búin að fá svar í sambandi við skólann hjá Kalla. Hann hringdi áðan, því okkur var sagt að þetta kæmist á hreint um miðjan mánuð.... Búið að slá af þessa braut í vetur
voru ekki nógu margir sem sóttu um.... þannig að við verðum bara á okkar sömu gömlu þúfu áfram.
Þá snýr maður sér bara að því að fara að snyrta aðeins til á heimilinu, mála og svoleiðis, ýmislegt sem hefur verið látið eiga sig síðustu tvö árin.... maður verið að hugsa um eitthvað allt annað
Er reyndar byrjuð að mála forstofuherbergið.... þ.e.a.s. tilvonandi NUDDHERBERGI... þetta hljómar nú ansi flott, finnst ykkur ekki? Valdi lit á það sem heitir Tropical Green...
Er reyndar líka búin að kaupa gardínur fyrir nokkra glugga... Verslunin Baðstofan var að hætta, allt sett á ÚTSÖLU... Keypti reyndar líka bæði garn og efni til að geta saumað eitthvað smmáááá út.... (Aðallega harðangursvörur..)
Búið að vera ósköp rólegt hjá okkur, Guðrún Ósk og Rebekka eru í sumarfríi fyrir sunnan...
Ingi bróðir fluttur í Hafnarfjörðinn....
Gengur lítið með ritgerðina...
Jæja, best að hætta þessu röfli í bili.... ákvað að skrifa inn nokkrar línur, svo fólk héldi ekki að ég væri búin að gefast upp á þessu
Athugasemdir
Missti af því þegar þú útskrifaðist "Til hamingju með það". Ég hef sérstakan áhuga á mömmum og ömmum sem útskrifast ;)
Gangi þér vel að ljúka ritgerðinni þinni!!!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 24.7.2006 kl. 15:30
Hæ, takk fyrir innlitið á bloggið mitt, þú mannst eftir að kíkja í heimsókn þegar þú verður á ferðinni í stórborginni.
Kv. Fríða Ág.
Fríða Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2006 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.